Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 24.–26. febrúar 201516 Fréttir Erlent
Áhrifamestu
myndirnar frá
aldamótum
Reuters-fréttastofan er 30 ára um þessar mundir. DV birtir nokkrar af
áhrifamestu myndunum frá aldamótum. Myndirnar varpa ljósi á hamfarir
og hörmungar í heiminum. baldur@dv.is og einar@dv.is
Olíusprenging Nígerískur karlmaður sést hér hreinsa sót
úr andliti sínu eftir að sprenging varð í olíuleiðslu nærri Lagos í Nígeríu.
Myndin er tekin 26. desember 2006. Talið er að allt að 500 manns hafi
brunnið lifandi í kjölfar sprengingarinnar. Skemmdir voru unnar á leiðsl-
unni og söfnuðust fjölmargir saman í kjölfarið til að ná sér í ókeypis en
illa fengna olíu. Margir þeirra létust þegar sprengingin varð.
Örvænting Íbúar í Punjab-héraði í Pakistan lentu illa í flóðum sem riðu yfir sumarið 2013. Á þessari mynd sést hópur örvæntingar-
fullra íbúa freista þess að komast burt af svæðinu með herþyrlu sem kom með hjálpargögn á svæðið. Mörg þorp fóru á kaf á svæðinu og
þegar þessi mynd var tekin, þann 7. ágúst 2010, var von á meiri rigningum á svæðinu. Talið er að um 1.600 manns hafi farist í flóðunum.
Með þrjú börn á flótta Hundruð óbreyttra íbúa bæjarins Sinjar, í norð-
vesturhluta Íraks, flýja átök í heimabæ sínum, átök milli Kúrda og liðsmanna ISIS. Fjölskyldan
á myndinni tilheyrir Yazidi-fólkinu, sem er minnihluti úr röðum Kúrda. Myndin er tekin 11. ágúst
í fyrra og sýnir berskjaldaða fjölskyldu; móður á flótta með þrjú ung börn í leið að landamær-
unum Íraks og Sýrlands. Óljóst er um afdrif fólksins en ótal börn hafa verið gerð að kynlífs- eða
vinnuþrælum Íslamska ríkisins. Voðaverkin í heimshlutanum virðast engan endi ætla að taka.
Andvana prestur Björgunarmenn bera deyjandi prest slökkviliðsins í New
York, Mychal Judge, úr rústum World Trade Center þann 11. september 2011. „Í gegnum rykið og
rústirnar sá ég hóp manna bera mann í ónýtum stól frá byggingunni,“ segir ljósmyndarinn Shann-
on Stapleton sem tók nokkrar myndir áður en mennirnir ráku hana frá. „Ég hafði enga hugmynd
þá að um væri að ræða Mychal Judge, fyrsta manninn til tilkynnt var að hefði látist í árásinni.“
Fall Sadd-
ams Hussein
Bandaríski hermaðurinn
Kirk Dalrymple fylgist með
þegar stytta af Saddam
Hussein Íraksforseta er
felld í Bagdad 9. apríl
2003. Bandaríkjamenn
felldu styttuna en Írakar
fögnuðu falli mannsins
sem hafði stýrt landinu
með harðri hendi í 24 ár.