Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 22
Vikublað 24.–26. febrúar 201522 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonEnginn rígur lengur Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni U m okkar fámenna og áður hamingjusama samfélag í trúnni á ofurmennsku íslensks sálar- og at- vinnulífs fer núna, að falli loknu, ekki vofa kommúnisma og byltingar heldur hefndar. Ástæðan fyrir þessu er sú að nokkrir frægir og dáðir karlar úr bankageiran- um hafa nú verið fundnir sekir og dæmdir fyrir svo mikla pretti að þeirra bíður fangelsi. Áður hlutu karlarnir sæmdarheitið útrásarvíkingar og litið á þá sem tákn fyrir bestu eig- inleika þjóðarinnar frá landnáms- öld. Þeir voru hugdjarfir, ljóngáf- aðir, skjótir að hugsa og fljótir til athafna. Að sjálfsögðu var ætlun þeirra ættuð úr Íslendingasögun- um, að sigra heiminn. Þeir gerðu það í eigin draumheimi og þjóðar- innar sem reynir núna að hressa sig með hefndarhug í garð svikar- anna og vonar að hlutirnir snúist við: Útlendir túristavíkingar komi til náttúruperlulandsins og leyfi sagna- hetjum að hella auði úr koppum. Þannig hugsar þjóð sem á enga markverða leiðtoga. Hún er sek og veit af sekt sinni og þeirri ein- feldni sem sprettur af talhlýðni og húsbóndahollustu frá fyrstu tíð. Á þessari „stund dómanna“ ættum við öðru fremur að leiða hugann að því að hinir seku voru ekkert einsdæmi heldur framvarðasveit á löngu tímabili. Fólk trúði að stund- in væri runnin upp með alheim- svæðingu fjármagns og mark- aðar og af trúnni fæddust mestu útrásartímar þjóðarinnar. Utanríkisráðherrann sagði mönnum að Ísland væri að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna með ótvíræðum stuðningi. Íslensk- ir aðilar voru í óða önn að kaupa helstu tákn Kaupmannahafnar, hótel og verslunarmiðstöðvar. Fyrr- um nýlendan var að gera nýlendu- veldið að nýlendu sinni. Strákar frá Fréttablaðinu voru að umbylta danskri blaðaútgáfu og stefndu á evrópsk blaðamið. Íslenskir ráð- herrar voru um víða veröld að gera samninga um virkjanir á hitasvæð- um frumstæðra þjóða. Forsetinn setti óspart ofan í heimskulegar skoðanir æðstu stjórnmálamanna, einkum á Bretlandi, og sagði þeim til syndanna. Einnig var staðhæft að forveri hans mundi brátt taka við einni helstu ábyrgðarstöðu hjá Sameinuðu þjóðunum en kona frá Írlandi varð hlutskarpari. Þá hófu íslenskar bókmenntir einnig útrás og fengu frábært lof. Meira að segja íslenska glæpasagan lagði und- ir sig Frakkland og gerði Rififi að engu. Íslensk lyfjafyrirtæki með bækistöðvar í Búlgaríu keyptu upp erlend og DeCode var að einangra geðveikisbakteríuna og lofaði að losa fólk innan skamms við liðagigt. Íslenskar popphljómsveitir gerðu hvarvetna lukku með trommuslætti. Þannig mætti lengi telja afrek sem voru ekki bara hugarfóstur okkar heldur sanna dæmin að fyrrum ís- lenskir kartöflubændur gátu leikið á breska lávarða sem höfðu fjármál heimsins í hendi sér um aldur áður en forsætisráðherra þeirra í kven- líki hóf markaðstrúboðið sem allra meina bót. Íslenska þjóðin tók þátt í því og varð sú hamingjusamasta í heimi og hvarvetna lokið lofsorði á menntun hennar, fegurð kvenna og kunnáttu í ensku. Háskóli Íslands varð næstum á meðal bestu háskóla jarðarinnar. Væri því ekki ástæða til að hrópa húrra fyrir afrekum dæmdu karl- anna sem tókst að leika á heiminn sem lá flatur fyrir íslenskum þjóðar- anda á okkar mestu hamingjutíð? n „Á þessari „stund dómanna“ ættum við öðru fremur að leiða hugann að því að hin- ir seku voru ekkert eins- dæmi heldur framvarða- sveit á löngu tímabili. Guðbergur Bergsson rithöfundur Til umhugsunar Hefndarhugur Hún var með sérútbúna græju sem bilaði … ekki beint hægt að gagnrýna hana þar sem hún fékk boð um að boð væru send … hún virðist hafa verið betur búin en flestir sem fara í göngu á þessu svæði og valdi leið með fjölmörgum skálum, hún ætti frekar að fá hrós fyrir en nokkuð annað,“ segja þeir Oddur Andri og Siggi, en líkt og DV hefur greint frá var það Kerstin Langenberger frá Þýska- landi sem björgunarsveitir á Suðurlandi leituðu að um helgina. Kerstin ætlaði að ganga í kringum Mýrdalsjökul og var vel búin en tæki sem hún hafði og sendi reglulega staðsetningu hennar bilaði og sendi engar upplýsingar. 23 „Samkvæmt mannréttinda- sáttmálanum og barnasáttmála SÞ hafa börn líka rétt á því að búa við mannúðlegar aðstæður og heilsu. Með því að bólusetja ekki ertu að setja heilsu barna þinna og annarra í hættu,“ segir Óðinn Kári Karlsson í líflegri umræðu um bólusetn- ingar á dv.is 13 „Er mikið af vöntunarmönn- um á framfæri hins opinbera í gegnum matvælastofnun? Hvernig dettur mönnum í hug að keyra á mannorðsmorð og rústa fjölskyldufyrirtæki með einu sýni. Sýni sem þeir rannsökuðu svo mikið að það er horfið. Burtséð frá sekt eða sakleysi þá hljóta flestir að geta verið sammála því að þetta er lélegur málatilbúnaður. Það verður auðvitað enginn af embættismannagerinu þarna látinn svara fyrir þetta. Ef málið fer eins í Hæstarétti geri ég ráð fyrir allsvakalegri skaðabóta- kröfu frá Gæðakokkum og tel hana eðlilega. Enga trú hef ég á að einhver emb- ættissimpansi verði látinn svara fyrir þetta rugl,“ segir Ólafur Ragnarsson og vill að Gæðakokkar fái uppreist æru vegna kjötlausu nautabökunnar. 9 „Tími til kominn,“ segir Fanný Gunnars- dóttir, sem er ósammála Finnboga Vikari og vill að Goldfinger verði lokað. Hún tekur í sama streng og Vinstri græn í Kópavogi og vill vita hvernig hægt er að koma í veg fyrir að nektarstaðir verði reknir í Kópavogi. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.