Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 30
30 Lífsstíll Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Þekkir þú muninn á ávöxtum og grænmeti? Það gæti komið á óvart hvað flokkast í raun sem ávextir F lestir telja sig líklega þekkja mun- inn á grænmeti og ávöxtum. Þetta er eitthvað sem maður lær- ir í uppvextinum, að greina þar á milli. En getur verið að flokkun okkar sé röng? Skilgreining grasafræðinga á ávöxtum og grænmeti er frekar ein- föld. Ávöxtur verður til úr frjóvgaðri frævu blóms, en það þýðir að tómat- ar, grasker, agúrkur, paprikur, eggaldin og baunir flokkast undir ávexti, líkt og epli, appelsínur, perur og fleira. Grænmeti er hins vegar ætilegur hluti plöntu sem ekki telst til ávaxta, eins og spínat, gulrætur, kál, aspas, laukur, kartöflur og fleira. Þetta kann að koma mörgum á óvart, enda margt af því sem líffræðilega flokkast sem ávextir, yfirleitt flokkað sem grænmeti og not- að sem slíkt. Þegar kemur að matreiðslu og póli- tík er flokkunin hins vegar allt öðruvísi og oft flóknari. Baráttan um flokkun tómatsins hefur til að mynda endað fyrir dómstólum. Árið 1886 fór inn- flytjandi á tómötum í Bandaríkjunum með málið alla leið í Hæstarétt og vildi fá lagalega viðurkenningu á því að um ávöxt væri að ræða. En skylda átti inn- flytjandann til þess að greiða skatta af tómötunum líkt þeir væru græn- meti. Þessu mótmælti hann á grund- velli grasafræðinnar. Dómari úrskurð- aði hins vegar að tómaturinn væri grænmeti, enda væri almennt talað um hann sem slíkan og hann notað- ur þannig í matseld. Grasafræðin varð því að víkja í það skiptið. Þetta sama ár úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkj- anna einnig um að baunir væru græn- meti. n solrun@dv.is Grænmeti eða ávextir? Grasafræðin skilgreinir grænmæti og ávexti á einfaldan hátt. G óður nætursvefn er undir- staða þess að fólki líði vel yfir daginn. Að fá góðan nætursvefn er ekki sjálfgef- ið þó að fólk fari snemma í rúmið, enda margt sem getur trufl- að svefninn og komið í veg fyrir að fólk sofni yfirhöfuð. Hér eru nokkrir þættir sem geta haft áhrif á svefn- inn. 1 Of mikil lýsing Eins og ljósa- peran er nú frábær upp- finning þá getur lýsingin frá henni haft töluverð áhrif á næt- ursvefninn. Jafnvel þótt öll ljós séu slökkt á meðan fólk sefur. Líkaminn hefur nefnilega ekki náð aðlaga sig mikilli birtu eftir að skyggja tekur úti. En í rökkri fer líkaminn sjálf- krafa að framleiða melatónín sem gerir okkur þreytt og sljó. Ef það er ekkert rökkur á kvöldin á líkaminn erfiðara með að trappa sig niður eft- ir daginn. Hjá mörgum Íslendingum er þetta einmitt vandamál á sumrin þegar bjart er allan sólarhringinn. Á veturna er því gott að dimma ljósin á kvöldin og á sumrin hafa þykk gluggatjöld í svefnherberginu og sofa með svefngrímu. 2 Koffín seinnipartinn Áhrif koffíns í líkamanum gætir í allt upp undir sex tíma í líkamanum. Ef fólk fær sér kaffibolla klukkan fjögur síðdegis þá er koffínið enn að hafa áhrif um tíu leytið. Koffínmagnið í tei er yfirleitt mun minna og áhrifin því ekki eins mikil. Koffín dregur úr framleiðslu melatóníns og við verðum síður þreytt. Súkkulaði og sykraðir drykkir hafa svipuð áhrif. Það er því hvorki ráðlagt að drekka koffín- drykki né borða sætindi nokkrum klukkutímum fyrir svefn. 3 Að skoða símann að nóttu til Að kíkja á símann á nótt- unni, bara til að kíkja á klukkuna, er eitt það versta sem fólk gerir nætursvefn- inum. Lík- amsklukk- an ruglast af skærri birtunni og það dregur úr framleiðslu melatóníns. Ekki nóg með það heldur leysir þetta úr læðingi bæði hormónin kortisól og dópamín, sem nýtast best til þess að koma okkur á fætur á morgnana. 4 Að fara of seint að sofa Það er algengast að fólk nái sem dýpstum svefni á fyrsta þriðjungi nætur. Hve lengi þessi djúpi svefn varir fer eftir því hvenær fólk fer að sofa á kvöldin. Það eru meiri líkur á því að ná góðum nætursvefni á tímabil- inu 22.00 til 06.00 en 01.00 til 09.00. 5 Að „snúsa“ Það hefur vissulega ekki áhrif á næt- ursvefninn í nótt að ætla sér að ýta nokkrum sinnum á sinnum á snús- hnappinn í fyrramálið. En að ýta á snúshnappinn hefur mikil áhrif á hvernig fólk vaknar. Svo mikil áhrif að það getur eyðilagt góðan nætursvefn Líkaminn býr sig sjálfkrafa und- ir það að vakna þegar líða fer að morgni. Svefninn verður léttari og kortisól og dópamín fer að flæða um líkamann. Ef fólk ýtir á snústakkann til að fresta því að fara á fætur þá eru miklar líkur á því að það falli aftur í djúpsvefn, sem gerir það miklu erf- iðara að vakna aftur. Þriðja og fjórða skiptið verður jafnvel enn erfiðara. Það er mun skynsamlegra að stilla bara vekjaraklukkuna á þann tíma sem fólk þarf að vakna á og fara þá strax á fætur. 6 Of heitt í herberginu Lík-amshiti okkar fellur venju- lega töluvert á meðan við sofum og stundum verður það til þess að fólk vaknar upp á nóttunni og breiðir sængina betur yfir sig. Algengara er hins vegar að fólki sé of heitt á nóttunni og það getur haft slæm áhrif á nætursvefninn. Í raun er langbest að reyna að lækka hitann í svefnherberginu áður en gengið er til náða og hafa frekar svalt inni í því. Ef fólki gengur illa að sofna vegna kulda er gott ráð að klæða sig í sokka og draga sængina upp undir höku. Ef fólki er hlýtt á fótunum er því yfirleitt hlýtt annars staðar líka. 7 Að æfa á kvöldin Að taka hressilegar æfingar á morgn- ana eða seinni part dags er mjög góð leið til að halda sér í formi. En að æfa of seint er ávísun á andvökunótt. Þá er líkaminn að berjast við orkuna sem hann fékk við æfingarnar. Hún nýtist vel á morgnana eða yfir daginn en ekki seint á kvöldin og nóttunni. n n Við höfum tamið okkur ýmsa hegðun sem truflar nætursvefninn Slepptu þessu og sofðu betur Erfitt að vakna? Það getur verið erfitt að fara á fætur eftir slitróttan nætursvefn. Smábörn sem drekka kaffi Í rannsókn sem birtist í tímaritinu Journal of Human Lactation og byggð var á viðtölum við 300 mæður í Boston í Bandaríkjunum kom fram að kaffidrykkja smá- barna er algengari en flestir hefðu búist við. Í niðurstöðunum kom fram að rúm 15% mæðra gáfu tveggja ára börnum sínum kaffi á hverjum degi. Niðurstöðurnar hafa ver- ið gagnrýndar af fræðimönnum sem segja úrtakið ekki endur- spegla þjóðina. Um 80% að- spurðra voru spænskir nýbúar en aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna að einstaklingar frá S-Am- eríku byrja fyrr en aðrar þjóðir að neyta kaffis. Lítið er vitað um áhrif kaffi- drykkju á börn en þó telja ein- hverjir vísindamenn að hún hafi neikvæð áhrif á holdafar þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.