Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Guð – bólusetningar og grunngildin S íðustu ár hefur verið vax­ andi þrýstingur á að hverfa frá nokkrum af þeim grunn­ gildum sem við höfum byggt samfélag okkar á. Tvö dæmi um þennan þrýsting er umræðan um trúarbrögð og bólusetningar barna gegn skæðum sjúkdómum. Um­ ræðan um hið síðarnefnda hefur síðustu daga verið ansi heit. Við bólusetjum börnin okkar gegn mislingum, bólusótt og fleiri skæð­ um sjúkdómum sem forfeður okk­ ar þekktu allt of vel og óttuðust. Nú er vaxandi umræða um að bólu­ setningar geti valdið einhverfu og fleiri alvarlegum aukaverkunum hjá börnum. Þessi umræða er á köfl­ um heiftúðug. Fyrir meirihluta Ís­ lendinga hljómar þetta hreint út sagt illa. Við viljum tryggja börn­ um okkar heilbrigt líf og hamingju. Hluti af því er að vernda þau fyrir skæðum sjúkdómum. Lýðheilsa er hugtak sem nær yfir hluti á borð við bólusetningar. Það hlýtur að vera réttur foreldra að ákvarða hvað er börnum þeirra fyrir bestu. Þó koma tímar þar sem samfélagið þarf að grípa inn í. Og bólusetningar eru gott dæmi um slíkt. Það er réttmæt krafa að öll börn séu bólusett. Börn velja sér ekki foreldra og í sumum tilvikum þarf að hjálpa foreldrum að skilja hvað börnum þeirra er fyrir bestu. Bólusetjum börnin okkar og tryggj­ um þeim góða framtíð. Annað sem mörgum hefur gramist er sú úthýsing á kristinni trú sem margir vilja stuðla að. Þetta birtist því miður í formi þess að nú er ekki lengur leyft í Reykjavík að dreifa Nýja testamentinu til grunn­ skólanema. Þetta er röng stefna. Samkvæmt stjórnarskrá eru Ís­ lendingar kristin þjóð. Við viljum væntanlega flest ala börnin okkar upp í góðum siðum og fátt er betra veganesti út í lífið en kristilegur kærleikur. Háværir minnihlutahópar hafa ráðist af krafti á nokkur af þeim grunngildum sem Íslendingar komnir af unglingsaldri hafa alist upp við. Þar má nefna kristna trú og áðurnefndar bólusetningar. Sjálf­ sagt er að staldrað sé við og hug­ að að ólíkum sjónarmiðum en slík­ ar athuganir mega ekki verða til þess að fólk beri kinnroða vegna þeirra meginstrauma sem samfé­ lagið er sammála um að viðhalda. Við eigum óhrædd að takast á við nýjar áskoranir og nýja strauma en á sama tíma að halda hátt á lofti mikilvægu grunngildum íslensks samfélags. Þar er umburðarlyndi í öndvegi. Ástæðan fyrir því að þessir minnihlutahópar eru háværir er að fjölmiðlar gefa þeim tíma og pláss, sem er sjálfsagt. En um leið er sann­ gjörn krafa að fólk rökstyðji mál sitt og fjölmiðlar búi ekki til skakka mynd af þeim vindum sem um samfélagið blása hverju sinni. Það er ekki meirihluti Íslendinga sem vill sleppa bólusetningum barna eða úthýsa kristinni trú úr skóla­ kerfinu. Hlúum að grunngildum samfélagsins, rífum þau ekki nið­ ur. n Stóryrtir fjölmiðlamenn Þeir spöruðu síst stóru orðin Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun­ blaðsins, og Egill Helgason sjónvarpsmaður um helgina í hnútukasti sem vakti mikla athygli. Davíð fór að venju mikinn í Reykjavíkurbréfi Morgun­ blaðsins og beindi athyglinni og ábyrgð á svonefndu neyðarláni Seðlabankans til Kaupþings til ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Egill Helgason sagði þau skrif Davíðs „sprenghlægileg“ og sagði þau dæmi um „þvílíka misnotkun á einu dagblaði“. Davíð svaraði fyrir sig í Staksteinum í gær og hjólaði í Egil. Þegar hér er kom­ ið sögu sér ekki fyrir endann á þessari deilu. Lognið á undan storminum Útlit er fyrir að það muni brátt draga til tíðinda í afnámi fjár­ magnshafta. Eftir um átján mánaða undir­ búningsvinnu er loksins farið að sjá fyrir endann á þeirri stefnu sem verður mörkuð í þessu stærsta hagsmunamáli Íslands. Ljóst er að leiðtogar rík­ isstjórnarinnar leggja á það mikla áherslu að niðurstaða fáist í þá vinnu sem fyrst. Á sama tíma og ráðgjafar stjórnvalda leggja lokahönd á að móta stefnu stjórnvalda í hafta­ málum hafa fulltrúar kröfuhafa haldið sig til hlés að undanförnu. Það kann að breytast á næstu vikum og bíða margir með eftir­ væntingu eftir kröfuhafafundi Glitnis 3. mars næstkomandi. Ekki þykir ólíklegt að þar verði meðal annars upplýst um þá fjár­ festahópa sem hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á hlut Glitnis í Íslandsbanka. Mars­ mánuður gæti orðið viðburða­ ríkur í íslensku efnahagslífi. Raunir pistlahöfunda Segja má að þeir félagar Davíð Oddsson og Guð hafi verið býsna áberandi í þjóðmálaumræðunni hér á landi undanfarna daga og svo sem ekki í fyrsta sinn. Álitsgjafar og pistlahöfundar þurfa auðvitað að taka mið af þessu, sem er fyrir mörgum áhlaupaverk. Þannig sagði Guð­ mundur Andri Thorsson á Face­ book í gær: „Í gærmorgun kom til greina að skrifa mánudagspistil um Guð eða Davíð Oddsson – hvort Guð beri ábyrgð á þeim lánum sem hann hefur veitt og hvort Davíð sé til. Hvort tveggja efnið reyndist mér ofviða.“ Hef ekki fengið krónu afskrifaða neins staðar Ástríðan teymir okkur áfram Ég legg allt undir Björn Leifsson, eigandi World Class, segist ekki vera kennitöluflakkari. – Viðskiptablaðið Hugrún Árnadóttir í Kron fylgir hjartanu. – DV S tundum er gott að láta sig dreyma. Ég sé til dæmis fyrir mér blómlegar byggð­ ir um land allt, hamingju­ samt fólk sem hefur nóg að sýsla, framúrskarandi heilbrigðis­ þjónustu, fyrirtaks vegi og flug­ velli, þriggja fasa rafmagn fyrir alla og ljósleiðaranet hringinn í kring­ um landið, bryggjurnar iða af lífi og í sveitum landsins framleiðum við heilnæm matvæli fyrir alla Ís­ lendinga og erum auk þess farin að stunda umfangsmikinn útflutning á grænmeti, kjöti og fiski þar sem við framleiðum miklu meira en við get­ um sjálf torgað. Ávaxtarækt í upp­ hituðum gróðurhúsum er líka langt á veg kominn. Íslenskir bananar – umm, já takk! Fólk fer þangað sem störf er að finna Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðar­ búið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama landshorninu. Til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Skil­ virk byggðastefna er nauðsynleg til að hægt sé að byggja upp og nýta auðlindir landsins. Liður í skilvirkri byggðastefnu eru sköpun atvinnu­ tækifæra um land allt; bæði færsla opinberra starfa frá höfuðborgar­ svæði til landsbyggðar og stuðning­ ur við annars konar atvinnuupp­ byggingu. Norðmenn hafa rekið mjög öfluga byggðastefnu um árabil og með henni náð að snúa byggða­ þróun við í Noregi. Við eigum að horfa til Norðmanna og vera óhrædd við að nýta þær leiðir sem bestan árangur hafa borið. Sameiginlegir hagsmunir Fjölbreytt atvinnulíf um land allt ætti að vera sameiginlegt mark­ mið okkar allra. Fólkið fer þang­ að sem vinnu er að fá. Þar sem at­ vinnutækifærin eru, þar er jafnframt þjónusta og þá erum við komin með eftirsóknarvert byggðalag. Á undan­ förnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæð­ inu en fækkað á landsbyggðinni. Í ljósi neikvæðrar byggðaþróunar og þeirra sameiginlegu hagsmuna okk­ ar að snúa henni við, þá liggur beint við að spyrja eftirfarandi spurn­ ingar: Hvers vegna er umræðan svo hávær þegar örfá störf, hlutfalls­ lega, hverfa af höfuðborgarsvæð­ inu en minna heyrist þegar störf eru færð frá landsbyggð til höfuðborgar­ svæðisins? Meira um Fiskistofu Fyrir nokkrum mánuðum kynnti sjávarútvegsráðherra fyrirhugaðan flutning á höfuðstöðvum Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Um var að ræða 15­20 störf og flutningurinn átti að eiga sér stað á löngum tíma. Gert var ráð fyrir að höfuðstöðv­ ar Fiskistofu yrðu komnar til Akur­ eyrar fyrir 1. júlí 2015 og að flutn­ ingi lyki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017. Hugmyndin með því að flytja starfsemina á svo löngum tíma var m.a. að halda þekkingunni innan stofnunarinnar, gefa mönnum að­ lögunartíma en sýnt þykir að rekstur stofnunarinnar er hagkvæmari fyrir norðan en sunnan. Jón og séra Jón Á svipuðum tíma misstu 10 manns við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri vinnuna. Lítið heyrðist um það mál í fjölmiðlum. Nokkur opinber störf hafa horfið á síðustu misserum frá Höfn. Ekki orð í fjöl­ miðlum. Það þarf víst ekki að út­ skýra það fyrir lesendum að at­ vinnutækifæri eru talsvert fleiri á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Fiski­ stofa er staðsett (þ.e. ef menn geta alls ekki hugsað sér að flytja norður á Akureyri) en til dæmis á Höfn eða á Hvanneyri. Forréttindi að búa á landsbyggðinni Mér þótti umræðan um Fiskistofu skrítin. Það er ekki refsing að búa landsbyggðinni, heldur forréttindi. Við getum deilt um aðferðafræði flutnings opinberra stofnana. En það er óumdeilanlega hagur okkar allra að landinu sé öllu haldið í byggð. Liður í því er að byggja upp grunn­ þjónustu, fjarskipti, samgöngur og síðast en ekki síst, flytja opinber störf frá höfuðborg til landsbyggðarinn­ ar samhliða því að skapa önnur at­ vinnutækifæri um land allt. n Allir á mölina„Það er ekki refsing að búa á landsbyggðinni, heldur forréttindi. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona framsóknar Kjallari Adolf Ingi Erlingsson stofnaði útvarpsstöðina Radio Iceland. – DV „Við viljum tryggja börn- um okkar heilbrigt líf og hamingju. Hluti af því er að vernda þau fyrir skæð- um sjúkdómum. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.