Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 45
Lífsstíll 37Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015
Útlitsmiðuð
sjálfsmynd
Í vikunni sem nú er að líða und
ir lok áttu sér stað stórir við
burðir í heimi stjarnanna. Bæði
hér heima á Edduverðlauna
hátíðinni og í Hollywood þegar
Óskarsverðlaunin voru afhent.
Við þessi tilefni er athyglis
vert að skoða með kynja
gleraugum þá athygli sem
stjörnunum er sýnd. Samfélags
miðlarnir hafa logað og sitt sýn
ist hverjum í þessu samhengi.
Því er þó ekki að neita að konur
fá meiri athygli fyrir kjólana og
útlitið á meðan meiri tími gefst
til þess að ræða framlag karl
anna til greinarinnar og kom
andi starfsferil.
Við getum að sjálfsögðu
þrætt um og rætt þessi mál í
þaula, en verðum þó flest að
sammælast um að útlitskröf
ur til kvenna eru snaralvar
legar og oft og tíðum skaðlegar
sjálfsmynd þeirra og líkamlegri
heilsu. Nokkuð sem til dæmis
viðtalsröð í Kastljósi vikunnar
staðfesti í viðtali við unga konu
sem fékk hjartastopp vegna
átröskunar með þeim alvar
legu afleiðingum að hún getur í
dag hvorki gengið né tjáð sig al
mennilega.
Ég hef oft fengið spurn
ingar um hvernig við getum
snúið þessari þróun við og leyft
öðrum þáttum en útlitinu að
stýra því hvort við séum með
jákvæða eða neikvæða sjálfs
mynd. Og ef ég bara vissi svarið!
Það sem ég þó legg til er að
við lítum öll sem einstaklingar
inn á við, skoðum sjálfsmynd
okkar og þá þætti sem henni
stjórna. Eðlilegt er að fjöl
skyldan, áhugamálin, heilsan,
samfélagsstaða og vinir komi
þar við sögu en hjá mörgum
stelpum og konum fær útlitið
að ráða allt of miklu um það
hvernig sjálfsmyndin mótast og
þróast.
Aftur á móti getum við öll
með æfingu og stöðugri með
vitund reynt að gefa öðrum
þáttum meira vægi. Ef við hrós
um öðrum fyrir eiginleika sem
eru óháðir útliti þeirra og ef við
fókuserum á það sem við sjálf
erum góð í þá fær það ósjálfrátt
að hafa meiri áhrif en ytri þætt
ir eins og útlit.
Þá getur skipt sköpum að
stunda áhugamálin og njóta
augnabliksins. Eins er sniðugt
að snúa umræðu sem þér
finnst of útlitsmiðuð upp í efni
sem tengjast hæfileikum og
gjörðum. Þetta er sérstaklega
mikilvægt þegar kemur að upp
eldi barnanna okkar.
Með því að breyta þessari
áherslu innra með okkur erum
við að hafa áhrif á samfélagið
í heild sinni. Margt smátt gerir
eitt stórt og ef við byrjum á okk
ur sjálfum þá hlýtur það að vera
skref í rétt átt.
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
utfyrirkassann@gmail.com
Á öllum aldri
Konur í hópnum eru
á aldrinum 12 ára og
upp í fimmtugt.
Konur ráðleggja hver annarri
Áslaug María stofnaði hópinn Beauty-tips
Á
örfáum vikum hefur hópur
inn Beautytips á Facebook
haslað sér völl sem stærsti
umræðuþráður ungra kvenna
á Íslandi. Fyrir tilstilli Áslaugar
Maríu Agnarsdóttur, sem stofnaði
hópinn á eigin spýtur, hefur hópur
inn vaxið stöðugt frá því um miðjan
febrúar og telur nú um 23.000 kon
ur.
Áslaugu Maríu þótti vanta upp
byggilegan vef fyrir konur þar sem
þær gætu skiptst á ráðum og hvatn
ingu um málefni tengd heilsu, út
liti og tísku. Viðtökurnar stóðu ekki
á sér og umræður sem hafa skapast
innan hópsins eru afar fjölbreytt
ar. Í hópnum eru engar auglýsingar
leyfðar heldur er þetta vettvangur
ráðlegginga, kvenlægrar samstöðu
og uppbyggilegrar umræðu.
„Hugmyndin var bara að hafa
þetta litla grúppu þar sem stelpur
geta skipst á ráðum. Svo hefur
hópurinn þróast með tímanum og
umræðurnar spanna allt mögu
legt, til að mynda andlega heilsu,
félagslíf og alls konar pælingar sem
tengjast samfélaginu og samskipt
um. Stelpur skiptast líka á reynslu
sögum, hvort sem þær eru erfiðar,
sorglegar eða jákvæðar.“
Hópurinn er lokaður og þurfa
meðlimir að óska eftir samþykki til
þess að taka þátt í umræðunum.
Vegna forvitni karlpeningsins sem
tóku meðlimir síðunnar lýðræðis
lega ákvörðun um að neita karl
mönnum um aðgang að hópnum.
„Í upphafi var stefnan ekki tek
in á sérstakan markhóp, fyrir utan
að svæðið ætti bara að vera tileink
að stelpum. En svo fóru strákar að
tínast inn og mjög margir kvört
uðu undan því að stemningin væri
að breytast. Það er bara einfaldlega
þannig að það var bara haldin kosn
ing og strákarnir látnir fjúka. Nú eru
bara konur á öllum aldri inni á síð
unni, alveg frá 12 ára og upp í kon
ur á fimmtugsaldri en þær fylgjast
mismikið með og taka mismikinn
þátt.“
Til þess að sækja um þátttöku
í hópnum þarf Facebookvinkona
þín sem er nú þegar meðlimur í
hópnum að sækja um aðgang fyrir
þig. n
Erna er með leiklistar
bakteríuna á háu stigi
Erna Björk ver stærstum hluta frítíma síns í áhugamannaleikhúsi
L
eiklist heillar marga, hvort
sem það er að horfa á gott
leikverk eða taka þátt í upp
setningu þess. Færri stunda
leiklist sem áhugamál enda
krefst uppsetning á leikverki mik
illar vinnu, viðveru og tíma. Erna
Björk Hallbera Einarsdóttir grunn
skólakennari setur þetta ekki fyrir
sig og tekur þátt í áhugamannaleik
húsi af krafti.
Erna Björk vinnur fullt starf sem
deildarstjóri við Barnaheimilið Ós.
Frítíma sínum ver Erna að miklu
leyti í áhugamálið sitt en hún hef
ur á undanförnum árum starfað
með ýmsum áhugamannaleikhóp
um. Um þessar mundir leikur Erna
í verkinu Óþarfa offarsi sem Leikfé
lag Kópavogs setur upp.
Fyrstu skrefin í Rocky Horror
„Eins og hjá svo mörgum byrjaði
þetta á menntaskólaárunum. Fram
haldsskólinn í Vestmannaeyjum
setti upp Rocky Horror í Leikfélagi
Vestmannaeyja og þar steig ég mín
fyrstu skref á sviði í litlu sætavísu
hlutverki. Það var þó ekki fyrr en
þremur árum seinna sem leiklistin
kveikti fyrst virkilega í mér en þá
setti Leikfélag Vestmannaeyja upp
Gauragang undir leikstjórn hins of
ursnjalla Agnars Jóns Egilssonar og
ég landaði hlutverki Lindu, kær
ustu Orms. Eftir að hafa hneigt mig
á sviði í frumsýningarvímu var ekki
aftur snúið, ég var komin með leik
listarbakteríu á háu stigi.“
Erna íhugaði leiklistarskólann
þegar hún valdi sér nám eftir
menntaskóla en kennaranámið
heillaði líka og varð ofan á. Aftur
á móti hefur Erna sótt fjölda nám
skeiða og verið dugleg að viða að
sér leiklistarþekkingu samhliða
kennarahlutverkinu.
„Ég hef verið dugleg að sækja
hin og þessi leiklistarnámskeið og
sumarfríin hafa verið vel nýtt í slíka
vinnu. Ég læt mig samt dreyma um
að komast í sumarskóla erlendis
, í það minnsta í aðeins lengra og
meira krefjandi nám í leiklist en ég
hef prófað hingað til. Trúðaskóli er
til dæmis eitthvað sem ég held að
gæti verið mjög lærdómsríkt. Ég get
einhvern veginn aldrei sleppt tak
inu af leiklistinni, þannig að segja
má að ég sé 100% kennari í 100%
áhugaleik.“
Leikhúsið er fyrir alla
Erna Björk mælir svo sannarlega
með áhugaleikhúsinu fyrir alla og
hvetur fólk til þess að standa upp
úr sófanum á kvöldin og kynna sér
allt sem í boði er fyrir áhugaleikfólk
á Íslandi.
„Áhugaleikhússenan á Íslandi
er virkilega flott og vönduð. Það
eina sem maður þarf að gera er
að hafa samband og mæta, þarna
hittist fólk á öllum aldri og úr öll
um starfsstéttum. Á vef Banda
lags íslenskra áhugaleikara má
einnig finna fréttir um starfsemi
áhugaleikhúsa og svo er „Google“
frænka alltaf góð ef fólk er að leita
sér að leikfélagi. Leikhúsið er fyrir
alla.“ n
Fékk bakeríuna
Eftir að hafa tekið
þátt í uppsetningu
á Rocky Horror í
menntaskóla var
ekki aftur snúið.