Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Það er enginn staður betri en klósettið Þetta er mikill fjárhagslegur stuðningur Fyrirtæki falla Myndin Vegið og metið Starfsmenn Fiskmarkaðar Íslands vigta og flokka steinbít úr smábátum sem gera út frá Reykjavík. mynd Sigtryggur ari A uðvitað þarf ný ríkisstjórn eða bæjarstjórn ef því er að skipta að hafa frelsi til að breyta um stefnu í samræmi við það sem kjósendur hafa veitt umboð til í afstöðnum kosning- um. Við svo búið er eðlilegt að lögum sé breytt og regluverki einnig svo og ýmsum áherslum í framkvæmdum. Allt þetta væri í samræmi við lýð- ræðislega stjórnarhætti. Orð skulu standa Í ýmsum efnum er málið þá engan veginn svona einfalt. Þannig verður stefna að vera óbreytt og orð að standa þegar afdráttarlaus loforð hafa verið gefin af fyrri ríkisstjórn, bæjarstjórn eða stjórn stofnunar eftir því sem við á. Slíkt á til dæmis við um fyrirheit um starfsöryggi sem heitið hefur ver- ið í tengslum við skipulagsbreytingar. Skipulagsbreytingar eru oft og tíðum viðkvæmar. Ekki síst þegar um er að ræða mikla uppstokkun. Slík upp- stokkun varð í minni tíð sem innan- ríkisráðherra á sviði samgöngumála. Þá voru Vegagerðin, Umferðarstofa, Flugmálastjórn og Siglingastofnun lögð niður í þáverandi mynd og til varð Samgöngustofa annars vegar og Vegagerðin hins vegar. rök fyrir breytingum Sitt sýndist hverjum um þessar skipulagsbreytingar. Sjálfum fannst mér full rök fyrir þeim og þær vera í samræmi við þá sýn að samgöngu- málin ætti að skipuleggja undir einni regnhlíf hvort sem um væri að ræða samgöngur á landi, sjó eða í lofti. Allir þessir þættir þyrftu að ríma vel saman. Mörg dæmi væru þess að svo væri ekki. Úr því mætti bæta með breyttri nálgun og breyttu skipulagi. Öllu skipti að horfa inn í framtíðina. Breytingar fyrir hálfu öðru ári Breytingunum var hrint í framkvæmd á miðju ári 2013, fyrir einu og hálfu ári. Vegagerðin nýja tekur þannig nú til allra þátta samgöngumálanna og taldi ég rökrétt að breyta heiti stofn- unarinnar í Samgöngustofnun Ís- lands og talaði fyrir því, enda hin stóra skipulags- og framkvæmda- regnhlíf samgöngumála. Starfsmenn vildu annað í kosningu um heitið og var niðurstaðan að sjálfsögðu virt. Starfsmenn Samgöngustofu kusu einnig sitt nafn og þótti mér þar vel takast til. En þetta er önnur saga. Sátt, en með skilyrðum Á endanum náðist bærileg sátt um þessar skipulagsbreytingar. En það samkomulag var skilyrt og horfðu starfsmenn til loforða – afdráttar- lausra loforða – stjórnvalda. Við skipulagsbreytingarnar skyldu menn ekki missa vinnu sína. Minn skilning- ur er sá að umbreytingartímabilið sé fjarri því að vera liðið og uppsagnirn- ar nú því skýlaust brot á þeim loforð- um sem gefin voru. SFr segir lög brotin Nú hefur fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu verið sagt upp og er það yfir 10% starfsmanna. Þar með flokkast uppsagnirnar undir hóp- uppsögn. Lög kveða á um að við hóp- uppsagnir skuli haft raunverulegt samráð við trúnaðarmenn stéttar- félaga. Þá er það skylda atvinnurek- enda að gefa trúnaðarmönnum kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum áður en endanleg ákvörðun er tekin. Að sögn talsmanna starfs- manna var ekkert af þessu gert og hefur SFR – stéttarfélag í almanna- þjónustu, lýst því yfir að það líti á uppsagnirnar sem lögbrot. Ófögur lýsing Formaður, SFR, Árni Stefán Jónsson, lýsir vinnubrögðunum á eftirfar- andi hátt: „Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönn- um starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfs- mannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmanna- fundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórn- endur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinnti það venju- bundnum störfum og svaraði síman- um, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn sam- starfsfólks enda ríflega 10% starfs- manna sem misstu vinnuna …“. málið tekið upp á þingi Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð. En hitt er víst að þessu máli er ekki lokið og gæti það endað fyrir dóm- stólum. En það gæti líka endað á annan og farsælli veg, nefnilega að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Ég hef þegar óskað eftir sérstakri umræðu um málið á Alþingi og að eiga þar orðastað við innanríkisráð- herra, þótt sá sem á endanum þarf að kalla til ábyrgðar sé fjármálaráð- herrann. Hann þarf að svara fyrir fjárhagsþrengingar Samgöngustofu, sem stjórnendur þar á bæ réttlæta gjörðir sínar með. Það afsakar þó ekki forkastanleg vinnubrögð þeirra sjálfra. n Uppsagnir þvert á loforð Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Það afsakar þó ekki forkastanleg vinnubrögð þeirra sjálfra. mynd Sigtryggur ari Ásbjörn Björgvinsson segir skort á salernisaðstöðu á veturna. – DV unnur gunnarsdóttir segir fall SV ekki til marks um að FME hafi brugðist. – DV Kári Viðarsson í Frystiklefanum segir viðurkenningu Eyrarrósarinnar koma sér vel. – DV 1 Ung móðir lést sjö mánuðum eftir að hafa misst tvíburabarn sitt Gemma Porteous, 22 ára móðir í Skotlandi, lést aðeins sjö mánuðum eftir að hún og kærasti hennar, knattspyrn- umaðurinn Dean Brett, misstu annað af tveimur börnum sínum. Lesið: 33.429 2 Lýtalæknir fræga fólks-ins svipti sig lífi: Gert grín að honum á Netflix Lýtalæknir fræga fólksins og sá allra frægasti í sínu fagi, Fredric Brandt, er látinn 65 ára að aldri. Hann framdi sjálfsvíg á heimili sínu. Lesið: 23.302 3 Fyrrverandi aðjúnkt með ólæknandi krabbamein: Berst við Háskóla Íslands um skýrslu sálfræðinga Háskóli Íslands neitar að afhenda skýrslu sálfræðinga um ástandið í viðskiptafræðideild skólans sem gerð var á haustmánuðum 2013 þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að skólanum beri að afhenda hana. Friðrik Eysteins- son, fyrrverandi aðjúnkt við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands, óskaði eftir skýrslunni og telur að í henni sé fjallað um mál sem tengjast honum. Lesið: 23.033 4 Lögreglumaður ákærður fyrir morð sem náðist á myndband Bandaríski lögregumaðurinn Michael Slager hefur verið handtekinn og kærður fyrir morðið á Walter Scott. Slager, sem er rúmlega þrítugur, skaut hinn fimm- tuga Walter fimm sinnum í bakið eftir að hann hljóp í burtu frá honum. Lesið: 18.111 5 Fannst látinn á Hótel Örk Íslenskur karlmaður fannst látinn á Hótel Örk á laugardagskvöldið. Ekkert bendir til þess að manninum hafi verið ráðinn bani þrátt fyrir innvortis áverka. Talið er að maðurinn hafi glímt við veikindi. Lesið: 17.978 Mest lesið á DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.