Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 19
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fréttir 19
„Þetta er stórt samfélag“
n Um 500 manns spila póker reglulega n Háar fjárhæðir undir og langar setur við spilaborðið n Leita á náðir smálánafyrirtækja
Tekjurnar af þessu geta verið tals-
verðar. Óli hefur það frá fyrstu hendi
af einn af smærri stöðunum hafi tek-
ið inn um 500 þúsund krónur yfir
helgi. Spilað er alla daga og yfirleitt
nokkuð þétt setið þannig að tekjurn-
ar geta verið talsverðar. Um ólöglega
starfsemi er að ræða en án sannana
geta yfirvöld lítið gert.
Upp og niður hjá Óla
Sveiflurnar geta verið miklar hjá
spilara sem stundar klúbbana jafn
grimmt og Óli. „Ég hef mokað inn
hundruðum þúsunda á einu kvöldi
og stundum hefur allt gengið upp í
talsverðan tíma. Svo koma niður-
sveiflur og hvorki gengur né rekur.
Ég hef nokkrum sinnum þurft að
leita á náðir smálánafyrirtækja eft-
ir slæmt tímabil, bara til að þrauka
mánuðinn.“ Óli reiknar þó ekki með
að hætta í bráð, að minnsta kosti
ekki fyrr en hann er kominn í veru-
legan plús. n
Forsvarsmenn Póker
& Play voru ákærðir
171 milljónar króna tekjur af meintri starfsemi
Í
byrjun árs var þingfest ákæra á hendur þremur forsvarsmönnum
Póker & Play. Staðurinn sker sig úr að því leyti að ákæran snýst ekki
eingöngu um að hafa haft atvinnu af póker heldur einnig öðrum fjár-
hættuspilum eins og „blackjack“ og rúllettu. Heimildir DV herma að
slík starfsemi þekkist ekki á öðrum pókerklúbbum.
Þrír einstaklingar eru ákærðir í málinu og er þeim gefið að sök að
hafa á rúmlega tveggja ára tímabili (frá júní 2010 til 11. desember 2012)
tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings samtals að fjárhæð um 171 milljón
króna. Umfang meintrar starfsemi var því gríðarlegt.
Staðurinn var þá til húsa í Skeifunni 19 en síðan þá hefur hann verið
á vergangi samkvæmt heimildum DV. Eftir stuttan tíma á Suðurlands-
braut hefur staðurinn nú fundið sér samastað í Faxafeni 12.
Næsta fyrirtaka í ofangreindu máli er 15. apríl næstkomandi.
Gullöldin
Hverafold 5
Segir íbúðir Valsmanna
auka á umferðarvanda
Svæðið verður „eins og lítil varta í Vatnsmýrinni“
Ó
lafur Kr. Guðmundsson,
varaformaður Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda og
varamaður í umhverfis- og
skipulagsráði Reykjavíkur-
borgar, segir að framkvæmd-
ir Valsmanna hf. við Hlíðarenda
muni auka á umferðarvanda
borgarinnar.
Til stendur að byggja yfir 800
íbúðir á svæðinu. Ólafur segir
að engin áform séu uppi um að
breyta umferðarkerfinu vegna
þessa. „Þetta verður eins og lítil
varta þarna í Vatnsmýrinni. Bú-
staðavegurinn er stíflaður á
morgnana og síðdegis nú þegar.
Það sama er að segja um Miklu-
brautina. Þetta verður algjör við-
bót við háskólann og annað sem
þarna er og eykur á vandann,“
segir hann.
Ólafur telur að alvöru um-
ferðarmódel sem gæfi til kynna
betra umferðarflæði vanti í gatna-
kerfi höfuðborgarsvæðisins. Það
myndi koma í veg fyrir umferð-
arteppu og tilheyrandi mengun.
„Alls staðar erlendis nota menn
flæðimódel til að gera sér grein
fyrir því hvaða áhrif þessi eða
hin framkvæmdin mun hafa. Til
dæmis ef nýr Landspítali verður
þarna, hvað mun gerast á Hring-
brautinni? Og ef Valssvæðið kem-
ur þarna inn, hvað mun gerast á
Bústaðavegi og Miklubraut? Ef
flugvöllurinn fer þá kemur heil-
mikil byggð þar. Hvað gerist þá á
Miklubrautinni? Það veit enginn,“
segir Ólafur.
Ósammála
Brynjar Harðarson, formaður
Valsmanna hf., er ósammála Ólafi
og segir að áhrif nýju íbúðanna
á umferðina hafi verið skoðuð
bæði í víðu og þröngu samhengi.
„Meginstefnan er sú að þeim mun
fleiri íbúðir og annað slíkt sem þú
flytur miðsvæðis þá minnkarðu
umferðina,“ segir Brynjar. „Mað-
ur sem býr uppi í Mosfellsbæ eða
úti á Völlum og keyrir í Háskól-
ann í Reykjavík keyrir 24 til 30
kílómetra á dag. En maður sem
býr þarna og fer til að mynda í há-
skólann eða á sjúkrahúsin, hann
annaðhvort keyrir ekki neitt eða
kannski tvo til fjóra kílómetra,“
segir hann.
Kunna ekki að reka borg
Ólafur telur að sennilega kunni
Íslendingar ekki að reka borg með
tilliti til umferðarinnar. Undan-
farin tuttugu ár hafi það sama
verið að gerast á höfuðborgar-
svæðinu og annars staðar erlend-
is. „Í Kaupmannahöfn er saman-
safn af litlum bæjum og það sama
á við um London. Svo allt í einu
smellur þetta saman í eina heild.
Hafnarfjörður var heimur út af
fyrir sig fyrir nokkrum árum og
Mosfellsbær líka en núna er þetta
orðin ein heild umferðarlega séð.
Það hefur ekki verið gert sam-
eiginlegt umferðarmódel af öllu
svæðinu í heild sinni,“ segir hann.
„Við höfum talað um ofanbyggða-
veg en hann hefur aldrei kom-
ist á koppinn. Reykjanesbrautin
endar fyrir sunnan Hafnarfjörð
og enginn veit hvernig hún á að
liggja inn í Reykjavík. Það er búið
að byggja alls staðar þvert fyrir
hana. Garðabær og Hafnarfjörður
hafa hindrað að Reykjanesbraut-
in leiði inn í Reykjavík.“ n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
„Alls staðar er-
lendis nota menn
flæðimódel til að gera
sér grein fyrir því hvaða
áhrif þessi eða hin fram-
kvæmdin mun hafa.
Ólafur Kr. Guðmundsson Segir
að alvöru umferðarmódel vanti á
höfuðborgarsvæðinu. Mynd SiGtryGGUr Ari
Hæ sæti hvað
færð þú að borða?
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is