Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 39
Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fólk Viðtal 35 ur lagt inn umsóknir um að skrifa kvikmyndahandrit, en engin svör hafa borist enn. Hann hefur selt kvik- myndaréttinn að mörgum af eigin bókum, Baltasar Kormákur er með réttindin að Húsinu, Grimmd og fleiri bókum og kvikmyndarétturinn að Úlfshjartaþríleiknum er seldur til eins af höfundum Svartur á leik. „Hlutirnir gerast hægt í bíó- bransanum og því minna sem mað- ur spyr því betra,“ segir Stefán Máni. Hann segir bækur sínar allar frekar kvikmyndavænar, þær séu byggðar þannig upp eins og allar góðar bæk- ur. „Það verða að vera átök, hvort sem það er ástarsaga eða spennusaga, ef það eru ekki átök, þá er ekki hægt að gera bíómynd. Leiðinlegar bækur og bíómyndir eru ekki gott mál.“ Fagurbókmenntir eru leiðinlegar bókmenntir Þrátt fyrir að vera afkastamikill rit- höfundur þá les Stefán Máni mikið, að jafnaði þrjár bækur á viku og hann les allt, bæði skáldskap og „non-fict- ion“, segist alæta á bækur. „Paul Coel- ho er á náttborðinu núna og The Circle eftir Dave Eggers. Síðasta bók sem ég kláraði var æskuminningar Rich ard Dawkins,“ segir Stefán Máni. Hann segir Skipið, Hótel Kaliforníu og Myrkraverk vera uppáhaldsbækur sínar af eigin bókum. Ian McEwan, Raymond Chandler, Charles Bukowski, Gyrðir Elíasson, Knut Hamsun eru uppáhaldsrithöf- undar Stefáns Mána. Guðrún Helga- dóttir var stór hluti af landslaginu þegar Stefán Máni ólst upp og segir hann hana skemmtilegan höfund og Íslendinga eiga marga fína barna- bókahöfunda, hins vegar vanti rithöf- unda fyrir unglinga, sem þurfi eitt- hvað almennilegt og krassandi. Hann segir unglingabækur alltof barnalegar og höfundana slappa, en nefnir þó rithöfundana Emil Hjörvar Petersen og Alexander Dan sem séu að gera fína hluti sem hins vegar fari lítið fyrir. „Íslenskar bókmenntir eru svo saklausar alltaf, þetta er svo þreyt- andi,“ segir Stefán Máni. Hann seg- ir barnabækurnar saklausar og góð- ar: „Þórarinn Leifsson stendur upp úr, hann er svo mikill pönkari, og fullt af fullorðinsbókum eru leiðin- legar og snobbaðar og það er verið að verðlauna leiðinlegar bækur.“ Fólk sé platað til að kaupa og lesa leiðinlegar bækur, sé svo að rembast við að lesa þær og gefist upp. Hann segir bók- menntir ekki eiga að vera fínt hug- tak. „Við horfum á sjónvarp, förum í bíó og við lesum bækur, þetta á bara allt að vera svipað, við nennum ekki að horfa á leiðinlegt sjónvarpsefni, sjá leiðinlegar bíómyndir eða lesa leiðin- legar bækur. Ef það á að fara að halda áfram að gefa út leiðinlegar bækur og verð- launa þær og troða þeim inn á fólk, þá missir fólk áhugann og hættir að lesa bækur og hvað ætla útgefendur þá að gefa út?“ spyr Stefán Máni hlæj- andi og segir að blaðamaður megi prenta þetta. „Fagurbókmenntir eru fínt orð yfir leiðinlegar bækur, og þú mátt prenta það líka,“ segir hann og hlær aftur. „Hætta að gefa þetta út.“ Hann segist þó lesa mikið af erlend- um fagurbókmenntum sem standi undir nafni og nefnir Ian McEwan sem dæmi. Hugmyndin að Úlfshjarta byrjaði sem brandari Blaðamaður spyr hann hvort von- leysið og atvinnuleysið hafi kveikt myrka hlið í honum sem kemur fram í bókum hans. „Nei ég er þannig af guði gerður,“ svarar Stefán Máni. „Þetta er voða mikið svona að vera einn og pæla og hugsa, það er afar erfitt að útskýra þetta.“ Stefán Máni segir hugmyndirn- ar koma úr öllum áttum: „Eitthvað sem einhver segir, eitthvað sem ég sé, einhver frábær týpa, ég sé fyrirsögn eða frétt, þetta er svona „snowball- effect“, það er eitthvað sem kveikir í mér. Stundum hleður það utan á sig, stundum verður það að engu, stund- um fer það ofan í skúffu, stundum fer það niður á blað sem glósa.“ Hann nefnir sem dæmi tvær frægar sög- ur: handritshöfundur Saturday Night Fever hafi keyrt framhjá diskóteki og séð töffaratýpu í hvítum fötum fyrir utan, síðan hafi hugmyndin hlaðið utan á sig og úr varð sagan sem all- ir þekkja af töffaranum sem John Travolta túlkaði svo eftirminnilega. Svo var það Erich Maria Remarque sem skrifaði Tíðindalaust á vestur- vígstöðvunum, hann hafi heyrt þessa setningu og úr því spannst sagan. Stefán Máni segir hugmyndirn- ar koma í hollum, stundum sé ekkert að gerast, stundum komi þrjár hug- myndir í einu. Hugmyndin að Úlfs- hjartaþríleiknum byrjaði í raun sem brandari: „Hei, 12 spora samtök fyr- ir varúlfa, ógeðslega fyndið.“ Hann hafi þó séð að hann þurfti að láta bók verða úr hugmyndinni áður en annar gerði það. „Ég varð að gera þetta, áður en annar myndi gera það og þá yrði ég brjálaður.“ Hann segir að það sé mjög erfitt að finna eitthvað nýtt en ef hann sé nógu skotinn í hugmynd, þá láti hann hana verða að veruleika. Bækur Stefáns Mána fjalla frekar um dekkri hliðar mannkynsins og að- spurður hvort hann hafi ekki velt fyr- ir sér að skrifa aðra tegund bóka, hlær hann og segist vera með hugmynd að hálfgerðri ástarsögu, ekkert vont sé til í aðalpersónunum og þær alveg flekk- lausar, en bókin yrði þó frekar í dekkri kantinum. Hann segist hafa áhuga á því sem er bannað, hættulegt og klikk- að og það komi fram í bókunum hans: „Ég hef bara áhuga á þessu, ég veit bara ekkert af þessu, finnst það bara skemmtilegt.“ Hann segir að persón- an Alexander sé líkust honum af öll- um persónunum hans og það hafi margir bent honum á það. Börnin þekkja bara rithöfundarstarfið Börn Stefáns Mána eru vön því að fað- ir þeirra sé rithöfundur og þekkja ekk- ert annað enda var ferillinn hafinn áður en þau fæddust. Dóttirin hefur lesið Úlfshjartabækurnar, en ekki son- urinn sem er 10 ára. „Ég er nú ekkert hrifinn af því að þau séu að lesa hitt,“ segir hann og hlær. „Kannski hafa þau engan áhuga á því eftir nokkur ár.“ Sjálfur las hann allt bókasafnið fyrir vestan þegar hann ólst upp eða alla- vega þær sem spönnuðu áhugasvið hans. „Ég vil frekar lesa góða bók á vondri íslensku, en leiðinlega sögu á góðri íslensku hvenær sem er,“ segir Stefán Máni, en hann segir að ís- lenskufræðingar séu í raun valdameiri en bókmenntafræðingar. Ef einhver hefur ekkert að segja en gefur út bók eftir bók þá sé talað um að hann sé góður stílisti þó að hann hafi ekkert að segja: „Sem er bara dulmál yfir að bók- in sé leiðinleg.“ Ekkert plan B Stefán Máni býr enn yfir fjölda spennandi hugmynda og segist ekki vera með plan B yfir hvað annað hann ætti að gera að ævistarfi, en aðspurð- ur, ef hann gæti valið óháð menntun og fjárhag, segir hann að á tímabili hafi hann verið farinn í garðyrkju- skóla. „Það blundar í mér grænn karl.“ Hann segist verja heilu vikunum á sumrin við Ólafsvík í að gróður setja tré og blóm. Að vinna við trjárækt seg- ir hann vera góða tilhugsun. „Bestu störfin eru þau sem skilja eitthvað eftir sig, að þú sérð hvað þú varst að gera,“ segir Stefán Máni og segir að hann yrði afskaplega lélegur í því að sitja við skrifstofustörf að millifæra milli reikn- inga. Hann hefur alltaf verið dugleg- ur að vinna, honum finnst líkamleg, heilbrigð vinna skemmtileg og nefnir sem dæmi að fyrir 15 árum hafi hann unnið í heilt sumar á Hólmsheiði með unglingum í unglingavinnunni og fundist það æðislegt. Fæðingargalli að halda með fótboltafélagi Hann flutti úr Ólafsvík til Reykjavíkur eingöngu í því skyni að gefa út bæk- ur, en þá fyrstu gaf hann út sjálfur. Þó að hann búi í Vesturbænum er hann ekki KR-ingur, hann heldur með Vík- ingi Ólafsvík og segir það ákveðinn fæðingargalla, að halda með ákveðnu fótboltafélagi alla ævi. Hann er löngu orðinn algjör Reykvíkingur og segir smábæjarlífið ekki lengur eiga við sig: „Ég fer ekki út á land aftur, ekki í smá- bæ. Smáborgaraháttur, allir að fylgjast með öllum, allir á eins jeppa. Í Reykja- vík er menning, bókasöfn og kaffihús,“ og segist Stefán Máni ekki mundu þrí- fast í smábæ, frekar vildi hann hrein- lega búa í sveit. „Það er erfitt að vera öðruvísi,“ segir Stefán Máni. Líkaði ekki Tinder Stefán Máni roðnar og glottir þegar blaðamaður segist verða að spyrja hann að einu svona í lokin og segist hann alveg vita í hvaða deild spurn- ingin verði. „Uss maður, ég entist í 48 tíma og var kominn með nóg eftir 24,“ segir Stefán Máni um veru sína á Tind- er, hann segir þó lítið um hvort eitt- hvað hafi verið að gerast eða ekkert. „Ég bara fílaði þetta ekki,“ segir hann. Eru þetta ekki samskiptin í dag? spyr blaðamaður. „Bara einn hluti af þeim,“ svarar Stefán Máni og segist vera svo rólegur í þessum málum og ekki tengja við þessa miklu leit. Ertu þessi „góðir hlutir gerast hægt“-týpan? spyr blaðamaður. „Algjörlega og þetta skiptir mig engu máli, bara orðinn full- orðinn og á tvö börn, ekkert stress, ég var ekki að fíla þetta,“ segir hann og hlær. Hjálpar unglingum í verkefnavinnu Stefán Máni notar þó samskiptamiðl- ana mikið, bara til að hafa gaman. „Það er gaman að vera í samskiptum við lesendur og koma skilaboðum á framfæri beint. Það skiptir máli að vera virkur á netinu, það skiptir ekkert öllu máli, en ég nenni þó að eyða smátíma í það,“ segir Stefán Máni. Hann segir til að mynda að erfitt sé að koma skila- boðum til unglinga, þar sem að þau lesi ekki blöðin, en séu á samskipta- miðlunum. Bækur hans eru á kjör- bókalistum fjölda skóla um allt land og segist hann oft hjálpa krökkum sem eru að vinna verk efni, þau sendi hon- um spurningar og hann svari. Ein bók í einu „Bara ein bók í einu, sko,“ svarar Stef- án Máni aðspurður um næstu bók og segist stefna á að gefa út bók fyr- ir næstu jól. Sögur útgáfa gefur bæk- ur Stefáns Mána út og segir hann að vel sé haldið utan um hann þar og fólk tali saman. „Svona allt í allt níu mánuðir,“ segir Stefán Máni um hvað ný bók sé lengi í smíðum og segir hann að lokaferillinn taki oft langan tíma. Það er því ljóst að hugmyndin að jólabókinni í ár hlýtur að vera við það að kvikna, þó að Stefán Máni vilji ekki gefa neitt upp um það að svo stöddu. „Ég er bara alveg tómur,“ seg- ir hann brosandi, aðspurður hvort að hann vilji bæta einhverju við svona í lokin. n „Það er ofsalega gaman að skrifa, en þetta er rosa- legt hark og ég mæli bara ekkert með þessu. „Fagurbókmennt- ir eru fínt orð yfir leiðinlegar bækur, og þú mátt prenta það líka. M y n d s ig Tr y g g u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.