Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Ein milljón króna í húsnæðisbætur n Dýrir leikskólar í Noregi en barnabætur meiri en á Íslandi n Velferð hluti lífsgæða L ágmarkslaun í fiskvinnslu í Noregi eru að minnsta kosti 60 prósentum hærri en lágmarks- laun fyrir sambærilega vinnu á Íslandi. Í Noregi eru greiddar að lágmarki 2.584 krónur á tímann í fiskvinnslu en tímakaupið getur verið um 1.600 krónur í fiskverkun á Íslandi með 300 króna bónusálagi. Þriðjungi meiri kaupmáttur í Noregi? Í úttekt DV í síðasta tölublaði kom á daginn að fiskverkamaður á Íslandi er helmingi lengur að vinna fyrir ýms- um varningi og þjónustu þótt bón- usinn sé lagður við lágmarkskaupið í fiskvinnslu hér á landi. Fiskverkamað- ur í Noregi er 90 dögum skemur að vinna sér inn fyrir nýrri Toyota Yaris en fiskverkamaður á Íslandi. Í Noregi er hann fjóra og hálfan dag að vinna sér fyrir reiðhjóli en á Íslandi er hann ellefu daga. Í Noregi er hann tæpa átta daga að vinna sér fyrir góðri þvotta- vél en fjórtán daga á Íslandi. Í Noregi er hann tæpa fimm daga að vinna sér inn fyrir nýjum iPhone en tæpa níu daga á Íslandi. Í Noregi er hann einn dag og þriðjung úr degi til viðbótar að vinna fyrir 100 lítrum af bensíni, en á Íslandi er hann nærri tvo daga þótt lítrinn kosti 212 krónur en 255 krónur í Noregi. Í Noregi er fiskverkamaðurinn átta og hálfan dag að vinna fyrir leigunni á 50 fermetra íbúð í Osló en á Íslandi er hann nærri fjórtán og hálfan dag að vinna fyrir leigu á 50 fermetra íbúð í Reykjavík. Samkvæmt opinberum saman- burðargögnum eru skattar hærri í Noregi en hér á landi. Ef lífeyris iðgjald er einnig reiknað til frádráttar frá ráð- stöfunartekjum minnkar munurinn umtalsvert. Velferð er hluti af lífsgæðunum Lífskjörin ráðast ekki aðeins af kaup- mættinum heldur þarf einnig að horfa til velferðarþátta eins og heil- brigðisþjónustu, leikskóla og skóla, stuðnings við barnafjölskyldur og líf- eyrisþega og úrræða í húsnæðismál- um svo það helsta sé nefnt. Erfitt er að gera tæmandi saman- burð á velferðarþáttum á Íslandi og í Noregi. Til að mynda tíðkast ekki vaxtabætur í nágrannalöndunum að neinu marki líkt og hér. Hér gátu vaxtabætur og sérstakar vaxtabætur eftir hrun numið allt að 600 þús- und krónum á heimili að teknu tilliti til skulda og tekna. Þegar sérstakra vaxtabóta naut einnig eftir hrun fengu verst settu fjölskyldurnar í landinu yfir 50 þúsund krónur á mánuði í vaxtabætur. Ekki heldur hefur verið gerð til- raun til að lækka eða leiðrétta höfuð- stól húsnæðislána með beinum fjár- framlögum úr ríkissjóði líkt og verið er að gera hér á landi á yfirstandandi kjörtímabili. Í skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ árið 2012 segir að vaxtabætur hafi að meðaltali verið um 27 prósent af vaxtakostnaði húsnæðislána árið 1995 en þær fóru niður í rúm 12 pró- sent árið 2005 og héldust lágar fram að hruni. „Þessi niðurgreiðsla á vaxta- kostnaði heimilanna var verulega aukin eftir hrun og náði hámarki í um 31 prósent árið 2010, en lækkaði svo lítillega í 27,5 prósent árið 2011 vegna lægri skulda og hækkunar ráð- stöfunartekna á því ári,“ segir í skýrslu Þjóðmálastofnunar. Svonefndar sérstakar vaxtabæt- ur vegna húsnæðislána hafa nú verið afnumdar. Húsnæðis- og húsaleigubætur Húsnæðis- og húsaleigubætur í Nor- egi eru tengdar tekjum og framfærslu- byrði eins og víðast hvar. Hjón eða sambýlisfólk (tveir í heimili) með 325 þúsund krónur í mánaðartekjur og 136 þúsund króna framfærslumat (að teknu tilliti til tekna) getur feng- ið 21 þúsund krónur í húsnæðis- eða húsaleigubætur á mánuði. Húsnæðis- og/eða húsaleigubæt- urnar geta orðið mun hærri. Hjón með þrjú börn á lægstu tekjum og með háa framfærslu geta fengið allt að 85 til 90 þúsund krónur í húsnæð- is- eða húsaleigubætur á mánuði. Það jafngildir liðlega einni milljón króna íslenskra á ári. Bætur vegna húsnæðis í Noregi virðast þó fyrst og fremst renna til þeirra sem eru með afar lágar tekjur og mikla framfærslubyrði rétt eins og hér á landi. Til samanburðar geta almennar og sérstakar húsanleigubætur Reykja- víkurborgar fyrir þá sem búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður aldrei orðið hærri en 74 þúsund krónur á mánuði eða 75 prósent af leigufjár- hæð. Barnabætur Annar stuðningur, til dæmis við náms- fólk, einstæða foreldra eða fjölskyld- ur með ung börn skiptir einnig miklu máli þegar fólk metur lífsgæði sín. Barnabætur og sérstakar barna- bætur geta farið upp í um 45 þúsund krónur í Noregi með baranbótaauka og álagi fyrir börn yngri en þriggja ára. Alls eru þetta 540 þúsund krónur á ári. Hæstar geta barnabætur hjá ein- stæðu foreldri orðið um 323 þúsund krónur á ári hér á landi. Þær skerðast svo með hækkandi tekjum og fjölda barna. Reiknivél Ríkisskattstjóra sýn- ir að einstætt foreldri með 4 milljónir króna í árstekjur og eitt barn undir sjö ára fær 77 þúsund krónur í barnabæt- ur ársfjórðungslega eða 308 þúsund krónur á heilu ári. Hæstu barna bætur í Noregi eru því að minnsta kosti 60 prósentum hærri en barnabætur á Ís- landi. Leikskólar Langir biðlistar á leikskólum og háar greiðslur fyrir dagmæður er umtals- verð byrði hér á landi. Dæmi eru um að dagmæður hér á landi kosti allt að 90 þúsund krónur á mánuði án niður- greiðslu. Einstæðir foreldrar njóta að minnsta kosti þriðjungs niðurgreiðslu fyrir barnagæslu. Mikill meirihluti leikskóla í Noregi innheimtir hámarksgjald fyrir hvert barn (fyrsta barn) en það nemur nú um 43 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Sex stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu innheimta frá 25 til 36 þúsund krónur fyrir leika- skólabarn á mánuði. Ef litið er til launasamanburðar DV í fiskvinnslu í Noregi og Íslandi er for- eldri á Íslandi í fiskvinnslu um tvo og hálfan dag að vinna fyrir 30 þúsund króna leikskólaplássi en foreldri í fisk- vinnslu í Noregi er rúma tvo daga að vinna fyrir leikskólaplássi þar. Munur- inn er í rauninni ekki ýkja mikill þótt halli á íslenskt launafólk í saman- burðinum. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „ Í Noregi er hann tæpa fimm daga að vinna sér inn fyrir nýjum iPhone en tæpa níu daga á Íslandi. 8. apríl 2015 Fréttir 11 10 Fréttir Vikublað 8.–9. apríl 2015 Bifreið - Toyota Yaris 5 d. mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 2.740.000,- 179 dagarÍsl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 2.740.000,- 128 dagarÍsland fiskv. 240.000,- 11.428,- 2.740.000,- 239 dagar Nor. iðn. 550.800,- 26.230,- 2.915.500,- 111 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 2.915.500,- 149 dagar Það tekur íslenskan iðnverkamann a.m.k. 15 prósentum lengri tíma en þann norska að vinna fyrir nýjum Toyota Yaris. Fiskverkamaður á Íslandi er 90 dögum lengur en fisk-verkamaður í Noregi að vinna fyrir bílnum eða sem nemur 40 prósentum lengri tíma. Reiðhjól - Trek 8,3 DS mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn.grunnl. 321.000,- 15.285,- 126.000,- 8,2 dagarÍsl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 126.000,- 5,9 dagarÍsl. fiskv. 240.000,- 11.428,- 126.000,- 11 dagarNor. iðn. 550.800,- 26.230,- 88.000,- 3,4 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 88.000,- 4,5 dagar Það tekur Íslending a.m.k. 73 prósentum lengri tíma en Norðmanninn að vinna fyrir reiðhjólinu. Íslenskur fiskverkamaður/kona er meira en tvöfalt lengri tíma en norskur að vinna fyrir hjólinu. Þvottavél - Miele WDA110 mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 159.995,- 10,5 dagar Ísl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 159.995,- 7,5 dagarÍsl. fiskv. 240.000,- 11.428,- 159.995,- 14 dagar Nor. iðn. 550.800,- 26.230,- 152.915,- 5,8 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 152.915,- 7,8 dagar Það tekur Íslendinginn a.m.k. 29 prósentum lengri tíma en Norðmanninn að vinna fyrir þvottavélinni. Íslenski fiskverkamaðurinn er nálægt því helmingi lengur að vinna fyrir þvottavélinni en sá norski. Bensín - 100 lítrar 95 okt. mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 21.200,- 1,4 dagar Ísl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 21.200,- 1 dagur Ísland fiskv. 240.000,- 11.428,- 21.200,- 1,9 dagar Noregur iðn. 550.800,- 26.230,- 25.500,- 0,97 dagarNoregur fiskv. 410.000,- 19.523,- 25.500,- 1,3 dagar Það tekur íslenskan launamann nokkru lengri tíma en norskan launamann að vinna fyrir bensínlítranum. Fiskverkamaður á Íslandi er upp undir hálfum vinnudegi lengur að vinna fyrir 100 lítrum af bensíni en í Noregi. iPhone - iPhone 5s 16GB mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 100.000,- 6,5 dagar Ísl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 100.000,- 4,7 dagarÍsl. fiskv. 240.000,- 11.428,- 100.000,- 8,7 dagar Nor. iðn. 550.800,- 26.230,- 95.000,- 3,6 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 95.000,- 4,8 dagar Það tekur Íslendinginn a.m.k. 30 prósentum lengri tíma en Norðmanninn að vinna fyrir einum iPhone.Leiguhúsnæði í Reykjavík og Ósló Leiguhúsnæði í Reykjavík, Ósló og Björgvin virðist fljótt á litið vera á svipuðu verðlagi í krónum talið. Þannig getur leiguverð á fermetra í litlum íbúðum verið á bilinu 3.000–3.800 krónur. Í dæminu hér er miðað við 3.300 kr ónur á fermetra og 50 fermetra íbúð í Reykjavík og Ósló sem kostar þá 165.000 krónur á mánuði í báðum borgunum. Með húsnæði er þá líkt farið og með nýja bíla; verðið er svipað og jafnvel ögn hærra í Noregi í krónum talið. Þar með er ekki öll sagan sögð eins og hér greinir: Leiguíbúð - Leiguíbúð 50 m2 - á mánuði mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn.grunnl. 321.000,- 15.285,- 165.000,- 10,8 dagar Ísl. iðn.alls 447.000,- 21.285,- 165.000,- 7,8 dagur Ísland fiskv. 240.000,- 11.428,- 165.000,- 14,4 dagar Noregur 550.800,- 26.230,- 165.000,- 6,3 dagarNoregur fiskv. 410.000,- 19.523,- 165.000,- 8,5 dagar Nærri 70 prósent af grunnlaunum fiskverkamanns á Íslandi fara í að leigja 50 fermetra íbúð í Reykjavík. Verkamaður í fiskvinnslu á Íslandi er um 40 prósentum lengur að vinna fyrir leigunni en í Noregi. Iðnverkamaður í Noregi er 20 prósentum skemmri tíma að vinna fyrir leigunni en sá íslenski. Á fimmtudag leggja 2.500 fé- lagar í BHM niður vinnu í nokkra klukkutíma. Frekari verkföll verða 20. apríl hjá BHM hafi ekki samist fyrir þann tíma. Um 10 þúsund félagar í Starfs- greinasambandinu leggja að óbreyttu niður vinnu um næstu mánaðamót. Verkfallsaðgerðir SGS frestuðust þegar félagsdómur úr- skurðaði að verkfall tæknimanna hjá RÚV innan Rafiðnaðarsam- bandsins væri ólögmætt. Drífa Snæ- dal, framkvæmdastjóri SGS, segir að verið sé að afla verkfallsheimildar meðal félagsmanna á ný. Kjörgögn verði send út í vikunni og atkvæða- greiðsla geti hafist á mánudag. „Niðurstaða ætti að liggja fyrir þann 21. apríl um verkfallsboðun 30. apríl næstkomandi.“ Meginkrafa SGS hefur verið að lágmarkslaun verði hækkuð í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Verkfallsaðgerðirnar munu taka til ríf- lega 10.000 manns sem starfa á mat- vælasviði, í fiskvinnslu, kjötvinnslu og sláturhúsum, í þjónustugreinum, svo sem ferðaþjónustu og ræstingum og í byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, iðnaði og flutningsgreinum. Óhagstæður samanburður Samanburður á kaupmætti og vinnutíma við nágrannaþjóðir er afar óhagstæður eins og ráða má af töflum sem hér eru birtar. Þær sýna ekki aðeins dæmi um kaup og kjör í iðnaði og fiskvinnslu á Íslandi og í Noregi heldur einnig verð og þar með kaupmátt gagnvart einstökum vörutegundum og þjónustu. Lág- markslaun í fiskvinnslu í Noregi eru 152 krónur á tímann eða 2.584 krónur íslenskar. Launataxtar í fisk- verkun hér á landi eru 1.280 krónur á tímann eftir fimm ára starf. Með 300 króna bónus ofan á lágmarks- launin er tímakaupið 1.580 krónur á tímann eða um 250 þúsund krónur á mánuði. Tímakaupið er með öðr- um orðum um eitt þúsund krónum lægra í fiskvinnslu hér á landi en í Noregi. Mánaðarlaun í fiskvinnslu í Noregi miðað við 38 stunda vinnu- viku er því um 410 þúsund í íslensk- um krónum talið. Samkvæmt norsk- um fjölmiðlum eru brögð að því að greiddar séu allt niður í 90 krónur á tímann í svartri atvinnustarfsemi innan fiskvinnslunnar. Það er nán- ast upp á krónu sama upphæð og umsamið tímakaup í fiskvinnslu hér á landi. Yfirvinnuþjóðfélagið Lágt tímakaup hefur löngum verið bætt upp hér á landi með mikilli yfir vinnu. Fyrir liggur að Íslendingar vinna að jafnaði 8 klukkustundum lengri vinnuviku en Norðmenn. Af þeim sökum er í samanburðartöfl- unum miðað við grunnlaun iðn- verkamanns annars vegar og hins vegar heildartekjur hans þar sem yf- irvinnan og annað er talið með. Í töflunum er kannað verðlag í Noregi og á Íslandi á reiðhjóli, iPho- ne, þvottavél, nýrri Toyota Yaris-bif- reið, bensíni og á húsnæði til leigu. Á það er að líta að unnt er að kaupa ýmsar vörur á tilboðsverði en það gildir í báðum löndunum og hrófl- ar ekki megin niðurstöðu saman- burðarins. Í samanburðinum er ekki heldur gerður samanburður á opinberri þjónustu og velferð. Samkvæmt gögnum Eurostat og Hagstofu Íslands var tímakaup á Íslandi undir meðallagi ESB og í 20. sæti af 34 Evrópuþjóðum. Með 45 stunda vinnuviku í stað 36 til 38 Launastríðið er hafiðn Verkföll BHM trufla nú þegar starfsemi Landspítalans n DV ber saman kjör í Noregi og hér á landi n Þúsund króna hærri laun á tímann í fiskvinnslu í NoregiJóhann Haukssonjohannh@dv.is Í ritinu Auðmagn á tuttugustu og fyrstu öld eftir franska hag- fræðinginn Thomas Piketty kem- ur fram að á árunum 1880 til 1890 hafi franskur verkamaður verið um sex mánuði að vinna sér fyrir ódýru og frekar einföldu reiðhjóli. Tækni- framfarir urðu þess valdandi að árið 1910 tók það franskan verkamann á meðallaunum aðeins einn mánuð að vinna sér fyrir reiðhjóli. Fram- farirnar héldu áfram og árið 1960 gat hann keypt tiltölulega vandað reiðhjól fyrir minna en vikulaun. Þegar á heildina er litið og horft er framhjá undraverðum framför- um í gæðum og öryggi afurðarinnar er að mati Pikettys hægt að segja að kaupmátturinn – mældur í reiðhjól- um – hafi fertugfaldast á tímabil- inu frá 1890 til 1970. En hann segir einnig að þýðingarlaust sé að fella allar tæknibreytingar og verðlags- breytingar undir eina vísitölu og segja að lífskjör hafi batnað svo og svo mikið (til dæmis tífaldast) frá tímapunkti A til B. Málið sé flóknara en svo þegar bera skal saman þró- unina yfir langan tíma eða frá einu landi til annars. Í umfjölluninni hér eru skattar á Íslandi og í Noregi lagðir að jöfnu og því ekki miðað við ráðstöfunartekj- ur eftir skatta. Væri miðað við ráð- stöfunartekjur eru Norðmenn og Ís- lendingar vitaskuld lengur að vinna fyrir nauðsynjum og annarri neyslu. Þetta á því ekki að breyta saman- burðinum, sem hér er gerður, að neinu marki. Kaupmáttur í reiðhjólumKaupmáttur í íslenskri fiskverkun eins og árið 1960? stunda vinnuviku, eins og tíðkast víða um lönd, bæta Íslendingar sér upp lágt tímakaup. Með því að skoða í senn laun- in og verðlag á ýmsum nauðsynj- um með hliðsjón af vinnutíma fæst skýrari mynd af mismun lífskjar- anna í Noregi og á Íslandi. Saman- burðurinn er þó ekki tæmandi. n Mánaðarlaun í norskum iðnaði Meðaltöl 2014 í íslenskum krónum Öll laun / meðaltal 722.500 Stjórnendur 1.137.300 Háskólamenntaðir 952.000 Fagmenntun 841.500 Skrifstofustörf / þjónusta 634.100 Iðnaður / handverk 613.700 Vélamenn / bílstjórar 584.800 Ófaglærðir / verkafólk 550.800 Heimild: StatiStiSk SentralbYrå / StatiSticS norwaY „Lágmarkslaun í fiskvinnslu í Nor- egi eru 152 krónur á tímann eða 2.584 krónur íslenskar. Launataxtar í fiskverkun hér á landi eru 1.280 krónur á tímann eftir fimm ára starf. Verkföll í lok mánaðar Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, undirbýr verkföll 10.000 félagsmanna um mánaðamótin hafi ekki samist fyrir þann tíma. munar 1.000 krónum Norska fiskvinnslan greiðir starfsfólki sínu 1.000 krón- um hærri laun á tímann en fiskvinnslan gerir hér á landi. Vikublað 8.–9. apríl 2015 Velferð Norska og íslenska velferðarþjóðfélagið eru að mörgu leyti sambærileg þótt húsnæðis- og barnabætur séu hærri í Noregi en á Íslandi. Leikskólagjöld eru hins vegar almennt hærri í Noregi en á Íslandi. Hrunið Kjaradeilur harðna á Íslandi. Flestir þeirra Íslendinga sem fluttu af landi brott eftir hrunið árið 2008 fóru til Noregs. ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.