Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 40
36 Neytendur Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Tekjuviðmiðin „Til skammar“ Mosfellsbær og Hafnarfjörður skera sig úr þegar kemur að leikskólagjöldum sem einstæðir foreldrar greiða F jögur af sex stærstu sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu bjóða einstæðum foreldrum upp á 30–40% afslátt af leik- skólagjöldum. Ætíð er miðað við sjálft dvalargjaldið en fullt verð er greitt fyrir fæði. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes. Í þess- um sveitarfélögum dugar það eitt að vera skráður sem einstæður í þjóð- skrá og sækja um hjá leikskólanum til þess að tryggja sér þennan veru- lega afslátt af gjöldunum. Aðeins Mosfellsbær og Hafnar- fjörður með tekjuviðmið Mosfellsbær og Hafnarfjörður skera sig úr hvað þetta varðar því að þar miðast afslátturinn við tekjur fyr- ir einstaklinga og fólk í sambúð. Hugsunin er góðra gjalda verð en hún miðast að því að grisja út ein- stæða foreldra sem hafa háar tekjur og þurfa ekki á afslættinum að halda. Margt bendir þó til þess að of langt hafi verið gengið í þeim efnum. Í kjölfar umfjöllunar DV um leik- skólagjöld á höfuðborgarsvæðinu þá bárust ábendingar um að tekju- viðmið Hafnarfjarðar og Mosfells- bæjar væru afar lág. „Þau væru ein- faldlega til skammar,“ svo vitnað sé í orðsendingu frá íbúa í Hafnarfirði. Dæmin má sjá hér til hliðar í töflu. Spara 210–220 þúsund á ári með búsetu í Reykjavík Tökum sem dæmi einstætt foreldri með eitt barn sem er með 313.000 krónur í mánaðarlaun. Gróflega má ætla að útborguð laun séu um 250 þúsund krónur. Slíkur einstaklingur myndi spara sér um 18 þúsund krón- ur á mánuði eða á bilinu 210–220 þúsund krónur á ári í leikskólagjöld, miðað við 8 tíma vistun, með því að búa í Reykjavík frekar en Hafnarfirði eða Mosfellsbæ. Munurinn er nánast heil mánaðarlaun á ársgrundvelli. Það er einnig fróðlegt að setja þessi gjöld í samhengi við framfær- sluviðmið umboðsmanns skuldara. Ef miðað er áfram við einstætt for- eldri með eitt barn þá er gert ráð fyr- ir að framfærsla á mánuði sé 182.198 kr. Þá á eftir að greiða fyrir kostnað af húsnæði (leiga eða afborganir af láni) og leikskólagjöld. Ef við miðum áfram við Hafnarfjörð og Mosfellsbæ þá á einstætt foreldri með áðurnefnd laun í bæjarfélögunum um 34–35 þúsund til þess að standa straum af kostnaði við húsnæði. Reiknings- dæmið skánar þegar gert er ráð fyrir meðlagi, barnabótum og mögulega húsaleigu- eða vaxtabótum. Ástandið er síðan enn verra fyrir einstætt foreldri sem er aðeins með 288 þúsund á mánuði og býr í Mos- fellsbæ. Talsverður fjöldi sem þó fær tekjutengda afslætti Miðað við hversu lág tekjuviðmiðin eru í Hafnarfirði og Mosfellsbæ þá er það í raun áhyggjuefni hversu margir fá þessa tekjutengdu afslætti í Mos- fellsbæ og Hafnarfirði. Í Hafnarfirði eru alls 372 nem- endur sem fá þennan afslátt en bak við þá eru 324 greiðendur. Alls eru 1.363 greiðendur leikskólagjalda hjá Hafnarfjarðarbæ og því eru um 24% greiðenda að fá tekjutengda afslætti. Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem sækja þrjá þjónusturekna leik- skóla í bæjarfélaginu, Hjalli, Bjarmi og Hamravellir, en bærinn innheimt- ir gjöldin vegna þeirra. Í Mosfellsbæ er hlutfallið lægra sem er mögulega í takt við lægri við- mið. Í bænum eru 550 leikskóla- börn og alls eru 54 nemendur sem fá tekjutengdan afslátt eða 10%. „Það má ræða hvort tekjuviðmið- in séu sanngjörn“ „Þetta afsláttarfyrirkomulag var tekið upp eftir árið 2008 en þá fór- um við að sjá aukin dæmi þess að mjög tekjuhátt fólk fékk sjálfkrafa afslátt fyrir einstæða foreldra. Al- mennt höfum við orðið vör við ánægju með fyrirkomulagið þar sem þetta þykir heiðarleg aðferð til að jafna kjör fólks. Það má al- veg ræða hvort tekjuviðmiðin séu sanngjörn en þá þarf einnig að taka tillit til annarra afslátta eins og systkinaafslátta þar sem spila saman afslættir hjá allri þjónustu við dagvistun barna,“ sagði Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjón- ustu- og samskiptadeildar, í skrif- legu svari til blaðsins. n Matur/hrein.vörur Föt/skór Lækniskostn/lyf Tómstundir Samskipti Önnur þjónusta Samgöngur Samtals Einstaklingur 43.972 8.383 9.530 12.325 11.635 4.274 45.080 135.198 Með 1 barn 68.575 13.572 11.590 22.947 14.032 7.121 45.081 182.918 Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara 2015 Tekjuviðmiðin eru eftirfarandi: Hafnarfjörður – Einstaklingar: 40% afsláttur: 0 til 3.127.663 kr. eða 260.639 krónur á mánuði (f. skatt) 20% afsláttur: 3.127.663 til 3.753.194 kr. eða 312.766 kr. á mánuði (f. skatt) Mosfellsbær - Einstaklingar: 40% afsláttur: 0 til 2.846.614 kr. eða 237.218 krónur á mánuði (f. skatt). 20% afsláttur: 2.846.614 til 3.445.346 kr. eða 287.112 krónur á mánuði (f. skatt) Afslátturinn miðast við álagningu ársins á undan og ef þau breytast á árinu þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn með því að skila inn launaseðlum síðustu þriggja mánaða. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is leikskólagjöld Einstætt foreldri, 1 barn, með 313.000 kr. í laun Útborguð laun eru um 250 þúsund krónur 8 tíma vistun með fullu fæði (mánaðargjald): Reykjavík: 15.100 kr. Seltjarnarnes: 21.900 kr. Kópavogur: 22.430 kr. Garðabær: 24.668 kr. Hafnarfjörður: 32.585 kr. Mosfellsbær: 33.351 kr. „Það má alveg ræða hvort tekju- viðmiðin séu sanngjörn Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara Fyrir einstakling með eitt barn er viðmiðið 182.918 krónur á mánuði. Þá á eftir að gera ráð fyrir húsnæðis­ kostnaði og leikskólagjöldum. Sé það sett í samhengi við einstætt foreldri með um 250 þúsund krónur útborgaðar fær það ekki einu sinni 20% afslátt af leikskólagjöldum í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Sjá töflu hér fyrir neðan Safnaðu þeim öllum! Nýir vinir bætast í hópinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.