Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 10.–13. apríl 2015 „Segðu SELFIE“ n Allir vilja fá sjálfsmynd með valdamesta fólki í heimi n Geta verið góðar í kosningabaráttu V insælustu ljósmyndirnar þessa dagana eru án efa sjálfsmyndir, myndir tekn­ ar á farsíma. Talað er um að ungmenni séu af „self­ ie­kynslóðinni,“ eða „sjálfu­kyn­ slóðinni“ þar sem þau keppast við að taka myndir af sjálfum sér, vin­ um sínum og ef þau detta í lukku­ pottinn – með einhverjum frægum. Ef til vill er einhver frægasta sjálfs­ myndin raunar mynd af slíkri sjálfs­ myndatöku. Um er að ræða mynd sem ljósmyndari náði af þeim Barack Obama, forseta Bandaríkj­ anna, Helle Thorning­Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þar sem þau hópuðu sig saman til myndatöku í útför Nel­ son Mandela í Suður­Afríku. Nú hafa ljósmyndarar Reuters tekið saman myndir af stjórnmálaleið­ togum sem bregðast við óskum al­ mennings um sjálfsmynd – sem sé myndir af sjálfsmyndatökum. Ætla má að sjálfsmyndir með stjórn­ málamönnum verði afar algengar í næstu kosningabaráttum víðs vegar um heiminn, enda vinsælt að þóknast kjósendum í slíkri bar­ áttu. n  Brosir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, situr fyrir á mynd á hjólastóla-rugbyleikum á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum. Íþróttamennirnir eru allir fyrrverandi hermenn sem slösuðust við herskyldu.  Litrík mynd Forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, situr fyrir á mynd á Ólympíuleik- vanginum í Rio de Janeiro.  Mynd af mynd Ed Miliband, leiðtogi breska verkamannaflokksins, situr fyrir á ljósmynd í kosningabaráttuheimsókn í Bury á Norður-Englandi. Hér er hann með tveimur piltum, en glöggir sjá að kona smellir af mynd af myndatökunni í bakgrunni.  Varaforseti Joe Biden tekur sjálfsmynd með barnabarni þingkonunnar Jeanne Shaheen eftir athöfn þar sem Shaheen sór drengskapareið til starfa fyrir þingið.  Á götunni Forseti Frakka, Francois Hollande, leyfir ungri konu að smella af sér mynd í Lille í Frakklandi.  Hátíðlegt Kanadíski forsætisráðherr- an, Stephen Harper, tekur sjálfsmynd með eiginkonu sinni, Laureen, við hátíðarhöld þann 1. júlí í fyrra.  Mynduð Anglea Merkel er án efa ein mest ljósmyndaða kona heims, á því liggur enginn vafi. Hér eru að minnsta kosti fjórir að taka mynd af henni á sama tíma.  Fyrir fundinn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tekur sjálfsmyndir með ungmennum fyrir ríkisstjórnarfund.  Í æfingu John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er greinilega í góðri æfingu þegar kemur að sjálfsmyndum. Hér tekur hann mynd með stúdentum í Jakarta rétt áður en hann hélt erindi um umhverfismál.  Verðandi forseti? Eflaust eykst verðgildi þessarar myndar ef Hilary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hættir sér í forsetaframboð – og sigrar. Hér má sjá hana með aðdáanda í Iowa á steikarhátíð. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.