Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 52
48 Menning Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Dansstudio JSB JAZZdans & DANSpúl! E F L I R a lm a nn a t en g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö nn un Innritun stendur yfir í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is Vornámskeið hefjast mánudaginn 13. apríl Hagstætt! STUDIOKORT er árskort sem gildir á öll dansnámskeið í Dansstúdioi JSB. Kortið veitir einnig frjálsan aðgang að tækjasal JSB. Verð: 69.900 kr. ansstudioD www.jsb.is STUDIOKORT Dansstudionámskeiðin eru frábær leið til að halda sér í formi! DANSSTUDIO JSB 20+ • Varst þú í jazzballett á þínum yngri árum og langar að halda áfram að dansa? • 6 vikna dans- og púlnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna • Kröftugir tímar þar sem jazzdans, púl og svitadropar eru í algleymingi Tímabil: 13.apríl – 20.maí • Mánudaga kl.19:45 – 21:00 og miðvikudaga kl.20:00 - 21:15 • Kennarar: Guðmunda Pálmadóttir og Rósa Rún Aðalsteinsdóttir Verð: 16.000 kr. Bónus Frír og ótakmarkaður aðgangur að tækjasal JSB og í líkamsræktartíma í opna kerfinu á meðan á námskeiðunum stendur V il tu g er as t vi n u r JS B ? D an sl is ta rs kó li JS B er á fa ce bo ok Pípulagnir líkamans og innviðir netsins n Sequences VII er tíu daga myndlistarhátíð í Reykjavík n Alfredo Cramerotti, listrænn stjórnandi, ræðir pípulagnir og heiðurslistakonuna Carolee Schneemann Á hersla Sequences hefur alltaf verið á hugmyndina um tíma og slagorð hátíðar- innar er „raun-tíma-há- tíð.“ Áhorfendur fá að njóta myndlistar sem notast við miðla sem einungis er hægt að upplifa á ákveðnum tíma: myndbönd, leik- hús, gjörningar, dans,“ segir Alfredo Cramerotti, listrænn stjórnandi myndlistarhátíðarinnar Sequences, sem hefst um helgina. Hátíðin er haldin annað hvert ár og fer hún nú fram í sjöunda sinn. 26 listamenn, um helmingurinn íslenskir, sýna og er þema hátíðarinnar pípulagnir. Heiðursgestur er bandaríska mynd- listarkonan og frumkvöðull í gjörn- ingalistum, Carolee Schneemann. Íslensk list framsækin og nútímaleg Alfredo Cramerotti er fyrsti er- lendi aðilinn sem tekur að sér sýn- ingarstjórn á Sequences. Hann er listfræðingur, rithöfundur og sýn- ingarstjóri og gegnir stöðu forstöðu- manns MOSTYN, stærstu samtíma- listastofnunar Wales. Þá hefur hann verið sýningarstjóri evrópska sam- tímalistatvíæringsins Manifesta 8 á Spáni árið 2010 og stýrt þjóðarskál- um Wales og Maldíveyja á Feneyja- tvíæringnum árið 2013. „Það var líklega í kringum þar- síðustu hátíð sem ég heyrði fyrst um Sequences. Seinna hitti ég Mark- ús Þór Andrésson á Feyneyjatvíær- ingnum en þá var hann listrænn stjórnandi Sequences. Það var svo í fyrra sem ég og stjórn hátíðarinnar fórum að ræða möguleikann á sam- starfi. Mér fannst þetta sérstaklega spennandi, ég hafði aldrei komið til Íslands og sá það fyrir mér sem land leyndardóma, hetja og goðsagna. Svo hefur landið magnað orðspor sem mjög framsækið og nútíma- legt. Þó að íslenskir myndlistar- menn séu kannski ekki jafn kunn- ir hinum almenna listunnanda og í tónlistarheiminum hafa þeir mjög sterka stöðu borið saman við mun fjölmennari lönd með rótgrón- ar listamenntastofnanir, söfn, gall- erí og svo framvegis. Það er í raun ótrúlegt að bera saman íbúafjölda og sýnileika, en íslenskir listamenn eru að sýna úti um allan heim,“ seg- ir Alfredo. Pípulagnirnar upp á yfirborðið Eftir að ákveðið var að Alfredo tæki verkefnið að sér fór af stað samtal um listrænar áherslur hátíðarinnar í ár. „Þemað sem ég stakk upp á var kannski svolítið undarleg nálgun á pípulagnir. Mér fannst áhugavert að hugsa ekki bara um efni heldur frekar um kerfin og innviðina sem færa efni frá A til B – að leggja ekki áherslu á þá staðreynd að við keyr- um bíla heldur að við notum vega- kerfi til að komast frá A til B. Mér fannst áhugavert að skoða þessa strúktúra, náttúrulega jafnt sem manngerða, sem gera okkur kleift að færa efni, hluti, þekkingu og lík- ama milli staða. Lagnir eru kannski skýrasta dæmið um þetta: frá pípu- lögnum á heimilinu þar sem þú dæl- ir heitu vatni inn í húsið og til víra sem færa rafmagn, orku og hita inn í bygginguna,“ segir Alfredo. Hinar náttúrulegu pípulagnir lík- amans og boðleiðir stafrænna sam- skipta – pípulagnir internetsins – verða einnig áberandi á hátíðinni. Báðar virka okkur ósýnilegar en eru þrátt fyrir það efnislegar. „Líkaminn er þéttriðið net lagna: í honum eru ólíkir farvegir fyrir loft, blóð og ýmsa aðra vökva. Í heilanum eru taugaboð svo send milli heilafrumna. Það má líka færa þetta upp á jörðina sjálfa og að því leyti til er áhugavert að vera á Íslandi. Hér erum við með jarðhita sem er verið að dæla upp úr jörðinni, efni innan úr jörðinni flæða upp á yfirborðið og eru færð í aðra mynd,“ segir Alfredo. „Varðandi internetið, þá hugsum við um upplýsingatækni og netþjón- ustu sem loftkennd fyrirbæri, stað- sett í „skýjum“ – en þau eru þvert á móti mjög jarðtengd og efnisleg. Þetta er það áhugaverða við innviði internetsins, þeir eru í raun þéttriðið kerfi sjóstrengja sem flytja símtöl og internetboð frá einni heimsálfu til annarrar, milli gríðarstórra bygginga sem hýsa netþjóna og gagnageymsl- ur. En nokkrar slíkar byggingar eru meira að segja staðsettar hér á landi. Það eru ákveðnir kostir við að byggja slík mannvirki á Íslandi, mitt á milli Evrópu og Ameríku, og þar sem loft- ið er svo kalt að það þarf ekki kerfi til að kæla vélarnar sem hitna mjög mikið við áreynsluna,“ segir Alfredo. Að hliðra sjónarhorninu „Hlutverk sýningarstjórans felst í að móta þessa hugmynd í gegnum verk listamannanna og gera breiðari áhorfendahóp kleift að nálgast hana,“ segir Alfredo. Verkin sem eru sýnd á hátíðinni er ýmist verk eftir lista- menn sem Alfredo þekkti og fannst ríma við þemað eða verk sem voru sköpuð eftir samræður sýningar- stjórans og listamannsins. „Þegar ég kom fyrst til landsins heimsótti ég 25 til 30 vinnustofur, settist niður með listamönnunum og spjallaði við þá til að reyna að skilja hvert áhuga- svið þeirra væri og úr því varð að við báðum nokkra þeirra um ný lista- verk. Samtalið fólst í því að athuga hvort þeir væru með hugmyndir um hvernig þessi pípulagnamyndlíking gæti talað til almennings. Svo þetta er sambland nýrra verka og verka sem voru til áður.“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Pípulagnir Þema Sequences í ár er pípur, rásir, æðar, lagnir, vírar og aðrir farvegir fyrir flutning efnis og upplýsinga frá A til B. Mynd Páll IvAn frá EIðuM Þau sýna á Sequences VII Dagrún Aðalsteinsdóttir, Una Margrét Árnadóttir, Ed Atkins, Jordan Baseman, Hanna Kristín Birgisdóttir, Margrét H. Blöndal, Helga Griffiths, Francesca Grill, Styrmir Örn Guðmundsson, Graham Gussin, Anne Haaning, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Selma Hreggviðsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, David Kefford, Raul Keller, Kris Lemsalu, Katarina Löf- ström, Ragnar Helgi Ólafsson, Beatrice Pedoconi, Finnbogi Pétursson, Sally O'Reilly, Ene Liis-Semper, Margrét Helga Sesseljudóttir og Helgi Þórsson. „Þetta er það áhuga- verða við innviði internetsins, þeir eru í raun þéttriðið kerfi sjóstrengja sem flytja símtöl og internetboð frá einni heimsálfu til annarrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.