Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 10.–13. apríl 201524 Umræða
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð
Týndur í Tólf ár
n Eitt dularfyllsta mannshvarf síðari áratuga n „Ósérhlífinn og hvers manns hugljúfi“
A
llnokkur dæmi eru um að
fólk hverfi sporlaust og lík
þess finnist aldrei. Mál af
þessu tagi eru sjaldnast
rannsökuð sem sakamál og
oftast talið að fólk hafi látist af slys
förum eða hafi svipt sig lífi. Því fylgir
einhver dularfullur óhugnaður þegar
fólk sem lifir og hrærist meðal okkar
hverfur allt í einu og aldrei spyrst til
þess framar. Ósjaldan lifa ættingjar og
aðrir ástvinir í von um að einn góð
an veðurdag komi hinn týndi fram.
Þær þrár rætast næstum aldrei. Eitt
mannshvarf hérlendis sker sig þó úr
hvað þetta varðar. Segir hér af því.
Læknissonurinn frá Hvolsvelli
Halldór Heimir Ísleifsson, læknis
sonur frá Hvolsvelli, var í hagfræði
námi í Bandaríkjunum um miðbik
níunda áratugar síðustu aldar. Árið
1987 kom hann heim og vann hér í
einn vetur. Árið eftir hélt hann aftur út
og ákvað að halda áfram námi í North
Texas University. Hann var þá 25 ára
gamall. Hann tjáði fjölskyldu sinni
að hann ætti gamlan og góðan bíl
vestan hafs og hygðist aka um Banda
ríkin áður en hann byrjaði í skólan
um. Fjölskyldan hafði af því áhyggjur
að hann væri einn á ferð í ókunnugu
landi, en hann kvaðst þekkja vel til
vestanhafs og engin ástæða til að ör
vænta. Skömmu eftir að hann kom út
hafði hann samband við fjölskyldu
sína.
Halldór hverfur
Hinn 14. mars 1988 hringdi Hall
dór frá Kaliforníu til skólafélaga síns
í Texas og bað hann um að senda sér
peninga fyrir flugfarseðli svo hann
gæti flogið til baka til Texas. Bíl Hall
dórs hafði þá verið stolið og öll skil
ríki hans voru horfin. Skólafélagi hans
símsendi peningana en þegar hann
birtist ekki hófu menn að hafa hafa af
honum áhyggjur. DV ræddi í lok maí
1988 við Höllu Linker, ræðismann Ís
lands í Kaliforníu, en Halldór hafði þá
verið týndur í hálfan þriðja mánuð.
Hún sagði að afar vandasamt gæti ver
ið að hafa upp á týndu fólki í Banda
ríkjunum en lögreglan væri þó bjart
sýn á að ekkert alvarlegt hefði komið
fyrir hann. Bíll hans fannst í smábæ,
þrjá kílómetra frá landamærum
Mexíkó, og taldi lögreglan í San Diego
að hann hefði jafnvel farið suður yfir
landamærin. Upplýsingum um Hall
dór var dreift víðsvegar um Banda
ríkin og Kanada, en ekkert fannst sem
varpað gat ljósi á hvarf hans.
Kristín Ísleifsdóttir listakona, systir
Halldórs, segir svo frá: „Á endanum
drógu flestir í fjölskyldunni þá ályktun
að hann væri látinn. Þetta var að sjálf
sögðu erfiður tími. Við upplifðum þá
sorg sem flestir upplifa sem misst hafa
náinn ættingja.“ Einn ættingja hans
sagði fjölskylduna hafa ríghaldið í
vonina og bætti við: „Við vonuðum en
það má segja að vonin hafi ein verið
eftir og bænin. Óvissan var hræðileg.“
Kemur fram tólf árum síðar
Liðu nú tólf ár. Í október árið 2000
hringdi Halldór Heimir í fjölskyldu
sína. Mágur hans svaraði í símann
og afráðið var að kalla fjölskylduna
saman, sem hringdi til hans þremur
klukkustundum síðar. Urðu miklir
fagnaðarfundir meðal foreldra hans
og fjögurra systkina. Hann var þá
orðinn 38 ára gamall.
Kristín, systir Halldórs, hélt til
Bandaríkjanna skömmu eftir að bróð
ir hennar kom fram. Hún þurfti að
staðfesta að um réttan mann væri að
ræða og útvega pappíra svo að hann
kæmist heim til Íslands, en nafn hans
hafði verið afmáð úr þjóðskrá á sín
um tíma og farið með eignir hans og
skuldir líkt og hann væri látinn, en
samkvæmt skrám var hann sagður
látinn hinn 14. mars 1988. Þá hafði
hann á sínum tíma aðeins fengið
leyfi til tímabundinnar dvalar vestan
hafs sem námsmaður. Það var því að
mörgu að hyggja.
Kristín sagði frá því í Morgunblað
inu að það hefði verið sérstök stund
að hitta aftur bróður sinn tólf árum
síðar, bróður sem hafði verið úrskurð
aður látinn. Halldór kvaðst vilja koma
heim og setjast hér að. Hann hafði
fylgst vel með því sem gerst hafði á Ís
landi á netinu hin seinni árin og sagði
Kristín systir hans að hann væri betur
að sér um margt sem væri að gerast
hér heima en ættingjar hans.
Flyst loks heim
Halldór fluttist loks heim hinn 24.
október 2000. Að sögn ættingja hafði
hann búið í Texas í tólf ár og unnið þar
fyrir sér. Hvort tveggja hann sjálfur og
fjölskylda hans hafa alla tíð neitað að
gefa upp ástæður þess að hann hvarf
með þessum hætti og hvers vegna
hann lét ekki vita af sér. Í huga fjöl
skyldunnar var aðalatriðið að hann
væri á lífi og heilbrigður. „Ættjörðin
og fjölskyldan hafa á endanum togað
hann heim eins og gjarnan gerist með
þá sem hafa lengi dvalist erlendis,“
sagði Kristín systir hans.
Heimkominn hóf Halldór störf
sem byggingaverkamaður. Hann var
vel liðinn af vinnufélögum, „harð
duglegur, ósérhlífinn og hvers manns
hugljúfi“, eins og sagði í fréttum DV á
sínum tíma.
Ágengir blaðamenn
Eiríkur Jónsson, blaðamaður DV, var
býsna ágengur í fréttaflutningi af mál
inu og ræddi meðal annars við sam
starfsmenn Halldórs og spurði þá
hvort hann hefði sagt þeim nokk
uð af dvöl sinni í tólf ár vestanhafs.
„Við höfum verið að reyna að impra
á þessu máli og spyrja hann út í dvöl
ina ytra en hann þegir þunnu hljóði í
kaffitímunum og vill ekkert segja okk
ur. Þetta er skemmtilegur náungi og
virðist vita sínu viti,“ sagði trésmiður
nokkur sem starfaði með Halldóri.
Að sögn Eiríks Jónssonar var Hall
dór „grannur og spengilegur“, „dökk
ur yfirlitum, útlitið suðrænt“. Hann
sagði augun „athugul og stingandi“ og
talandann öruggan og skýran. Hall
dór neitaði þó að ræða ástæðu hinnar
löngu dvalar ytra og sambandsleysis
ins við fjölskylduna.
Blaðamenn héldu áfram að krefja
ættingjana svara um hvað vakað hefði
fyrir Halldóri að láta ekkert af sér vita í
tólf ár. Kristín, systir Halldórs, sagði að
þeirri spurningu yrði aldrei svarað, en
hún tók að sér að vera talsmaður fjöl
skyldunnar.
Tjáir sig ekki
Halldór hóf fljótlega eftir heimkomu
eigin rekstur fyrirtækis sem meðal
annars sá um uppsetningu vinnubúða
á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka. Í
samtali við DV árið 2003 sagði hann
að sér hefði „gengið vel að aðlagast
lífinu á Íslandi, það hefur tekið sinn
tíma en ég ánægður í dag“. Aðspurð
ur kvaðst hann sem fyrr ekki vilja tjá
sig um þann tíma sem hann dvaldi
í Bandaríkjunum. Það væri alfarið
hans einkamál og fjölskyldu hans.
Eðlilega spunnust margvíslegar
sögur af afdrifum Halldórs Heimis í
þau tólf ár sem hann var týndur. En
þrátt fyrir að hann hafi ekki kosið að
segja þjóðinni sögu sína er mikilvæg
ast af öllu er að hann skyldi heimtur
úr helju. „Ættjörðin og fjölskyldan“
toguðu hann heim til sín. n
Mannshvarf
Forsíðufrétt DV
30. maí 1988.
Þung spor heim Viðtal við Halldór Heimi í DV eftir heimkomuna.
Verslunin
flytur allt að
80%
afsláttur
ReykjavíkuRvegi 66 - 220 HafnaRfjöRðuR
Sími: 565 4100 - www.nyfoRm.iS