Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 10.–13. apríl 201532 Fólk Viðtal
Þegar maður er svona vitleysingur
þarf maður einhvern sem maður
getur hlegið með. Annars er ég
frekar rólegur og lærði það af Fúsa
að maður þarf ekki stöðugt að vera
að toppa sig og koma á óvart. Ég er
löngu kominn yfir það. Góð nær-
vera og slíkt er mikilvægara.“ Hann
viðurkennir að fjölskylda og vin-
ir hafi gert nokkrar tilraunir til að
koma honum út. „Ég hef verið
sendur á blind stefnumót en hef
alltaf mætt á slíkt með hálfum huga
frekar en með því hugarfari að nú
muni ég eignast konu og fjölskyldu.“
Saknar ekki þynnkunnar
Gussi hefur einnig unnið sem
dyravörður á skemmtistöðum en
sú vinna hafði þau áhrif að hann
ákvað að hætta nánast að drekka.
„Ég hef aldrei átt við vandamál að
stríða tengt áfengi þótt ég hafi tekið
oft ansi vel á því á verbúð fyrir vest-
an. Þar var drykkjan tengd menn-
ingunni. Í dag fæ ég mér bjór, rauð-
vín eða hvítvín með matnum en ég
er hættur að detta í það eins og ég
gerði. Sem dyravörður sá ég ýmis-
legt sem fékk mig til að hugsa: Guð
minn góður, er ég virkilega svona?
Brenndir drykkir eru algjört eit-
ur fyrir líkamann. Maður verður
handónýtur daginn eftir fyllirí og
ég get ekki sagt að ég sakni þynn-
kunnar.“
Tekur sitt pláss
Hann segist ekki vita hvort kvik-
myndin Fúsi eigi eftir að opna dyr
að frægð og frama innan kvik-
myndabransans. „Það kemur bara
í ljós þegar þar að kemur. Líf mitt
hefur alltaf verið þannig að ég stekk
af stað þegar á mig er kallað. Ég hef
bara verið að gera þetta af tilfinn-
ingu. Ég á enga drauma um sigra í
Hollywood en ég gæti alveg séð mig
fyrir mér fara út og leika í kvikmynd,
rétt eins og að fara á sjóinn. En slíkt
yrði alltaf bara verkefni. Ég held að
ég þurfi alltaf fjöllin mín og sjóinn
minn til að hafa fótfestu og jarð-
tengingu. Svo nei, frægð og frami
eru ekki markmið hjá mér en ég
slægi ekki hendinni á móti tilboði.
Svo myndi ég kannski fíla það í tætl-
ur en eins og er kitlar ekkert að flytja
út og byrja í hóreríinu. Að sama
skapi hef ég ekki áhuga á að kom-
ast inn í leikhúsin. Það væri gam-
an að fá eitt og eitt verkefni en fast-
ráðning myndi ekki henta mér. Ég
vil ekki þurfa að gera eitthvað með
hangandi hendi af því að hlutverk-
ið hentar mér ekki. Hvað gerist næst
kemur bara í ljós, allavega eru engin
verkefni komin á dagskrá, sem bet-
ur fer kannski því þá hef ég smá tíma
fyrir sjálfan mig.
Ég mun samt reyna að komast hjá
því að fara aftur á bætur en ef það ger-
ist hef ég allavega tækin til að vinna
úr því. Allavega myndi ég ekki sitja
heima í sjálfs vorkunn aftur heldur
myndi ég kannski nýta tímann til að
skrifa. Ég er með nokkrar hugmynd-
ir í kollinum en hef ekki enn kom-
ið mér í það að setjast niður og ein-
beita mér að því að koma þeim niður
á blað. Kvikmyndahandritið liggur
þarna og skáldsagan líka, einhvers
staðar þarna á bak við. Ég á bara erfitt
með að einbeita mér og sér í lagi ef
það varðar sjálfan mig. Ég er gjarn á
að setja mig í síðasta sæti en í dag er
ég að læra að halda með sjálfum mér
og átta mig á að ég megi taka hrósi og
taka mitt pláss.“
Sáttur við sig
Gussi hefur alltaf verið næmur. „Ég
held að við séum það öll. Það er bara
spurning hversu mikið við hleypum
því að okkur. Ég sé ekki drauga á
hverjum degi en það kemur fyrir.
Annars hefur þetta hvorki háð mér
né hrætt mig nema kannski þegar
ég var yngri en hefur aukist eftir því
sem ég hef komist til vits og ára,“ seg-
ir hann og játar því að vera trúaður.
„Ég veit að það er til æðri orka en
hvort hún heitir Guð eða eitthvað
annað veit ég ekki. Það er einhver
orka í gangi þótt ég kunni ekki að
skýra hana. Maður finnur fyrir henni
þegar maður vill það,“ segir hann og
játar því að framliðnir séu á meðal
okkar.
„Ég held að það séu samt ekki til
neinir vondir andar. Það er örugglega
til fólk hinum megin sem er jafn týnt
og það var hérna megin og hefur dáið
frá óuppgerðum málum. Ég trúi ekki
á hið illa heldur trúi ég að við séum
öll góð inn við beinið. Það fólk sem er
týnt hefur misst af leiðinni. Við erum
bara misgóð í því að takast á við líf-
ið. Sjálfur reyni ég að vera góður. Ég
vakna ekkert endilega á morgnana og
ákveð að í dag ætli ég að vera góður.
Ég reyni frekar að bera mig þannig og
held að það sé líka í eðli mínu. Með
aukinni sjálfsvinnu hef ég líka tekið
stórt stökk fram á við. Ég er í miklu
betri tengslum við lífið og það hvern-
ig þetta allt fúnkerar. Ég er miklu sátt-
ari en ég var fyrir nokkrum árum, hef
tekið sjálfan mig í sátt og fyrirgefið
mér líka. Það er nokkuð sem sumum
tekst aldrei.“
Veltir sér ekki upp úr fortíðinni
En hvað hefur hann þurft að fyrir-
gefa?
„Að hafa ekki tekið af skarið fyrr.
Það sáu þetta allir nema ég, hvert
leiðin lá. Ég var ekkert að hlusta,
hafði bara lokað á þetta. Samt er ég
ekki að velta mér upp úr fortíðinni.
„It's never too late to become what
you're meant to be“ er setning sem
ég heyrði einhvern tímann í kvik-
mynd.“
Hann segist þó eiga eftir langt
í land í sjálfsvinnunni. „Ég er rétt
að byrja og er ennþá að læra hluti
sem eiga eftir að nýtast mér út lífið.
Það getur verið mjög erfitt að horf-
ast í augu við sjálfan sig, það er það
erfiðasta sem nokkur maður ger-
ir. En umbunin er þvílík og miklu
meiri en smá pína í stuttan tíma.
Það er alveg sama hversu slæmar
aðstæðurnar eru, ef einar dyr lok-
ast opnast aðrar. Maður verður
bara að vera tilbúinn. Það gerist
ekkert nema maður vilji það. Ég er
ekki að velta mér upp úr fortíðinni.
Ég hef engan tíma til þess að álasa
mér. Ég get horft til baka og lært af
mistökunum en það er ekki inni í
myndinni að leyfa mér að velta mér
upp úr þeim. Það er engum hollt.
Það er það sem núvitundin kenn-
ir manni, að vera ekki að velta sér
upp úr fortíðinni eða hafa áhyggj-
ur af framtíðinni heldur vera bara á
þeim stað sem maður er núna. Lífið
er núna.“ n
„Ég hef alltaf
haft gaman af
börnum en ég veit líka
að ég er í engu formi
til að verða pabbi
Frægðin heillar ekki Gussi á sér
enga drauma um frægð og frama
í Hollywood en myndi þó ekki slá
hendinni á móti einu slíku verkefni.
Augnheilbrigði
Hvarmabólga og þurr augu.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er
náttúrulegt efni sem finnst í mörgum
jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru
umhverfi. Trehalósi eykur viðnám
þekjufrumna hornhimnunnar gegn
þurrki.
Fæst í öllum helstu apótekum.
Thealoz dropar
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn
þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum.
Blephagel gel
Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og
alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir
augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað.
Blephaclean blautklútar
Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og
ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á
þrota í kringum augun.