Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 10.–13. apríl 2015 „Segðu SELFIE“ n Allir vilja fá sjálfsmynd með valdamesta fólki í heimi n Geta verið góðar í kosningabaráttu V insælustu ljósmyndirnar þessa dagana eru án efa sjálfsmyndir, myndir tekn­ ar á farsíma. Talað er um að ungmenni séu af „self­ ie­kynslóðinni,“ eða „sjálfu­kyn­ slóðinni“ þar sem þau keppast við að taka myndir af sjálfum sér, vin­ um sínum og ef þau detta í lukku­ pottinn – með einhverjum frægum. Ef til vill er einhver frægasta sjálfs­ myndin raunar mynd af slíkri sjálfs­ myndatöku. Um er að ræða mynd sem ljósmyndari náði af þeim Barack Obama, forseta Bandaríkj­ anna, Helle Thorning­Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þar sem þau hópuðu sig saman til myndatöku í útför Nel­ son Mandela í Suður­Afríku. Nú hafa ljósmyndarar Reuters tekið saman myndir af stjórnmálaleið­ togum sem bregðast við óskum al­ mennings um sjálfsmynd – sem sé myndir af sjálfsmyndatökum. Ætla má að sjálfsmyndir með stjórn­ málamönnum verði afar algengar í næstu kosningabaráttum víðs vegar um heiminn, enda vinsælt að þóknast kjósendum í slíkri bar­ áttu. n  Brosir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, situr fyrir á mynd á hjólastóla-rugbyleikum á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum. Íþróttamennirnir eru allir fyrrverandi hermenn sem slösuðust við herskyldu.  Litrík mynd Forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, situr fyrir á mynd á Ólympíuleik- vanginum í Rio de Janeiro.  Mynd af mynd Ed Miliband, leiðtogi breska verkamannaflokksins, situr fyrir á ljósmynd í kosningabaráttuheimsókn í Bury á Norður-Englandi. Hér er hann með tveimur piltum, en glöggir sjá að kona smellir af mynd af myndatökunni í bakgrunni.  Varaforseti Joe Biden tekur sjálfsmynd með barnabarni þingkonunnar Jeanne Shaheen eftir athöfn þar sem Shaheen sór drengskapareið til starfa fyrir þingið.  Á götunni Forseti Frakka, Francois Hollande, leyfir ungri konu að smella af sér mynd í Lille í Frakklandi.  Hátíðlegt Kanadíski forsætisráðherr- an, Stephen Harper, tekur sjálfsmynd með eiginkonu sinni, Laureen, við hátíðarhöld þann 1. júlí í fyrra.  Mynduð Anglea Merkel er án efa ein mest ljósmyndaða kona heims, á því liggur enginn vafi. Hér eru að minnsta kosti fjórir að taka mynd af henni á sama tíma.  Fyrir fundinn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tekur sjálfsmyndir með ungmennum fyrir ríkisstjórnarfund.  Í æfingu John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er greinilega í góðri æfingu þegar kemur að sjálfsmyndum. Hér tekur hann mynd með stúdentum í Jakarta rétt áður en hann hélt erindi um umhverfismál.  Verðandi forseti? Eflaust eykst verðgildi þessarar myndar ef Hilary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hættir sér í forsetaframboð – og sigrar. Hér má sjá hana með aðdáanda í Iowa á steikarhátíð. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.