Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Side 12
12 Fréttir Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Ein milljón króna í húsnæðisbætur n Dýrir leikskólar í Noregi en barnabætur meiri en á Íslandi n Velferð hluti lífsgæða L ágmarkslaun í fiskvinnslu í Noregi eru að minnsta kosti 60 prósentum hærri en lágmarks- laun fyrir sambærilega vinnu á Íslandi. Í Noregi eru greiddar að lágmarki 2.584 krónur á tímann í fiskvinnslu en tímakaupið getur verið um 1.600 krónur í fiskverkun á Íslandi með 300 króna bónusálagi. Þriðjungi meiri kaupmáttur í Noregi? Í úttekt DV í síðasta tölublaði kom á daginn að fiskverkamaður á Íslandi er helmingi lengur að vinna fyrir ýms- um varningi og þjónustu þótt bón- usinn sé lagður við lágmarkskaupið í fiskvinnslu hér á landi. Fiskverkamað- ur í Noregi er 90 dögum skemur að vinna sér inn fyrir nýrri Toyota Yaris en fiskverkamaður á Íslandi. Í Noregi er hann fjóra og hálfan dag að vinna sér fyrir reiðhjóli en á Íslandi er hann ellefu daga. Í Noregi er hann tæpa átta daga að vinna sér fyrir góðri þvotta- vél en fjórtán daga á Íslandi. Í Noregi er hann tæpa fimm daga að vinna sér inn fyrir nýjum iPhone en tæpa níu daga á Íslandi. Í Noregi er hann einn dag og þriðjung úr degi til viðbótar að vinna fyrir 100 lítrum af bensíni, en á Íslandi er hann nærri tvo daga þótt lítrinn kosti 212 krónur en 255 krónur í Noregi. Í Noregi er fiskverkamaðurinn átta og hálfan dag að vinna fyrir leigunni á 50 fermetra íbúð í Osló en á Íslandi er hann nærri fjórtán og hálfan dag að vinna fyrir leigu á 50 fermetra íbúð í Reykjavík. Samkvæmt opinberum saman- burðargögnum eru skattar hærri í Noregi en hér á landi. Ef lífeyris iðgjald er einnig reiknað til frádráttar frá ráð- stöfunartekjum minnkar munurinn umtalsvert. Velferð er hluti af lífsgæðunum Lífskjörin ráðast ekki aðeins af kaup- mættinum heldur þarf einnig að horfa til velferðarþátta eins og heil- brigðisþjónustu, leikskóla og skóla, stuðnings við barnafjölskyldur og líf- eyrisþega og úrræða í húsnæðismál- um svo það helsta sé nefnt. Erfitt er að gera tæmandi saman- burð á velferðarþáttum á Íslandi og í Noregi. Til að mynda tíðkast ekki vaxtabætur í nágrannalöndunum að neinu marki líkt og hér. Hér gátu vaxtabætur og sérstakar vaxtabætur eftir hrun numið allt að 600 þús- und krónum á heimili að teknu tilliti til skulda og tekna. Þegar sérstakra vaxtabóta naut einnig eftir hrun fengu verst settu fjölskyldurnar í landinu yfir 50 þúsund krónur á mánuði í vaxtabætur. Ekki heldur hefur verið gerð til- raun til að lækka eða leiðrétta höfuð- stól húsnæðislána með beinum fjár- framlögum úr ríkissjóði líkt og verið er að gera hér á landi á yfirstandandi kjörtímabili. Í skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ árið 2012 segir að vaxtabætur hafi að meðaltali verið um 27 prósent af vaxtakostnaði húsnæðislána árið 1995 en þær fóru niður í rúm 12 pró- sent árið 2005 og héldust lágar fram að hruni. „Þessi niðurgreiðsla á vaxta- kostnaði heimilanna var verulega aukin eftir hrun og náði hámarki í um 31 prósent árið 2010, en lækkaði svo lítillega í 27,5 prósent árið 2011 vegna lægri skulda og hækkunar ráð- stöfunartekna á því ári,“ segir í skýrslu Þjóðmálastofnunar. Svonefndar sérstakar vaxtabæt- ur vegna húsnæðislána hafa nú verið afnumdar. Húsnæðis- og húsaleigubætur Húsnæðis- og húsaleigubætur í Nor- egi eru tengdar tekjum og framfærslu- byrði eins og víðast hvar. Hjón eða sambýlisfólk (tveir í heimili) með 325 þúsund krónur í mánaðartekjur og 136 þúsund króna framfærslumat (að teknu tilliti til tekna) getur feng- ið 21 þúsund krónur í húsnæðis- eða húsaleigubætur á mánuði. Húsnæðis- og/eða húsaleigubæt- urnar geta orðið mun hærri. Hjón með þrjú börn á lægstu tekjum og með háa framfærslu geta fengið allt að 85 til 90 þúsund krónur í húsnæð- is- eða húsaleigubætur á mánuði. Það jafngildir liðlega einni milljón króna íslenskra á ári. Bætur vegna húsnæðis í Noregi virðast þó fyrst og fremst renna til þeirra sem eru með afar lágar tekjur og mikla framfærslubyrði rétt eins og hér á landi. Til samanburðar geta almennar og sérstakar húsanleigubætur Reykja- víkurborgar fyrir þá sem búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður aldrei orðið hærri en 74 þúsund krónur á mánuði eða 75 prósent af leigufjár- hæð. Barnabætur Annar stuðningur, til dæmis við náms- fólk, einstæða foreldra eða fjölskyld- ur með ung börn skiptir einnig miklu máli þegar fólk metur lífsgæði sín. Barnabætur og sérstakar barna- bætur geta farið upp í um 45 þúsund krónur í Noregi með baranbótaauka og álagi fyrir börn yngri en þriggja ára. Alls eru þetta 540 þúsund krónur á ári. Hæstar geta barnabætur hjá ein- stæðu foreldri orðið um 323 þúsund krónur á ári hér á landi. Þær skerðast svo með hækkandi tekjum og fjölda barna. Reiknivél Ríkisskattstjóra sýn- ir að einstætt foreldri með 4 milljónir króna í árstekjur og eitt barn undir sjö ára fær 77 þúsund krónur í barnabæt- ur ársfjórðungslega eða 308 þúsund krónur á heilu ári. Hæstu barna bætur í Noregi eru því að minnsta kosti 60 prósentum hærri en barnabætur á Ís- landi. Leikskólar Langir biðlistar á leikskólum og háar greiðslur fyrir dagmæður er umtals- verð byrði hér á landi. Dæmi eru um að dagmæður hér á landi kosti allt að 90 þúsund krónur á mánuði án niður- greiðslu. Einstæðir foreldrar njóta að minnsta kosti þriðjungs niðurgreiðslu fyrir barnagæslu. Mikill meirihluti leikskóla í Noregi innheimtir hámarksgjald fyrir hvert barn (fyrsta barn) en það nemur nú um 43 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Sex stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu innheimta frá 25 til 36 þúsund krónur fyrir leika- skólabarn á mánuði. Ef litið er til launasamanburðar DV í fiskvinnslu í Noregi og Íslandi er for- eldri á Íslandi í fiskvinnslu um tvo og hálfan dag að vinna fyrir 30 þúsund króna leikskólaplássi en foreldri í fisk- vinnslu í Noregi er rúma tvo daga að vinna fyrir leikskólaplássi þar. Munur- inn er í rauninni ekki ýkja mikill þótt halli á íslenskt launafólk í saman- burðinum. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „ Í Noregi er hann tæpa fimm daga að vinna sér inn fyrir nýjum iPhone en tæpa níu daga á Íslandi. 8. apríl 2015 Fréttir 11 10 Fréttir Vikublað 8.–9. apríl 2015 Bifreið - Toyota Yaris 5 d. mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 2.740.000,- 179 dagarÍsl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 2.740.000,- 128 dagarÍsland fiskv. 240.000,- 11.428,- 2.740.000,- 239 dagar Nor. iðn. 550.800,- 26.230,- 2.915.500,- 111 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 2.915.500,- 149 dagar Það tekur íslenskan iðnverkamann a.m.k. 15 prósentum lengri tíma en þann norska að vinna fyrir nýjum Toyota Yaris. Fiskverkamaður á Íslandi er 90 dögum lengur en fisk-verkamaður í Noregi að vinna fyrir bílnum eða sem nemur 40 prósentum lengri tíma. Reiðhjól - Trek 8,3 DS mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn.grunnl. 321.000,- 15.285,- 126.000,- 8,2 dagarÍsl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 126.000,- 5,9 dagarÍsl. fiskv. 240.000,- 11.428,- 126.000,- 11 dagarNor. iðn. 550.800,- 26.230,- 88.000,- 3,4 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 88.000,- 4,5 dagar Það tekur Íslending a.m.k. 73 prósentum lengri tíma en Norðmanninn að vinna fyrir reiðhjólinu. Íslenskur fiskverkamaður/kona er meira en tvöfalt lengri tíma en norskur að vinna fyrir hjólinu. Þvottavél - Miele WDA110 mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 159.995,- 10,5 dagar Ísl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 159.995,- 7,5 dagarÍsl. fiskv. 240.000,- 11.428,- 159.995,- 14 dagar Nor. iðn. 550.800,- 26.230,- 152.915,- 5,8 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 152.915,- 7,8 dagar Það tekur Íslendinginn a.m.k. 29 prósentum lengri tíma en Norðmanninn að vinna fyrir þvottavélinni. Íslenski fiskverkamaðurinn er nálægt því helmingi lengur að vinna fyrir þvottavélinni en sá norski. Bensín - 100 lítrar 95 okt. mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 21.200,- 1,4 dagar Ísl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 21.200,- 1 dagur Ísland fiskv. 240.000,- 11.428,- 21.200,- 1,9 dagar Noregur iðn. 550.800,- 26.230,- 25.500,- 0,97 dagarNoregur fiskv. 410.000,- 19.523,- 25.500,- 1,3 dagar Það tekur íslenskan launamann nokkru lengri tíma en norskan launamann að vinna fyrir bensínlítranum. Fiskverkamaður á Íslandi er upp undir hálfum vinnudegi lengur að vinna fyrir 100 lítrum af bensíni en í Noregi. iPhone - iPhone 5s 16GB mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn. grunnl. 321.000,- 15.285,- 100.000,- 6,5 dagar Ísl. iðn. alls 447.000,- 21.285,- 100.000,- 4,7 dagarÍsl. fiskv. 240.000,- 11.428,- 100.000,- 8,7 dagar Nor. iðn. 550.800,- 26.230,- 95.000,- 3,6 dagarNor. fiskv. 410.000,- 19.523,- 95.000,- 4,8 dagar Það tekur Íslendinginn a.m.k. 30 prósentum lengri tíma en Norðmanninn að vinna fyrir einum iPhone.Leiguhúsnæði í Reykjavík og Ósló Leiguhúsnæði í Reykjavík, Ósló og Björgvin virðist fljótt á litið vera á svipuðu verðlagi í krónum talið. Þannig getur leiguverð á fermetra í litlum íbúðum verið á bilinu 3.000–3.800 krónur. Í dæminu hér er miðað við 3.300 kr ónur á fermetra og 50 fermetra íbúð í Reykjavík og Ósló sem kostar þá 165.000 krónur á mánuði í báðum borgunum. Með húsnæði er þá líkt farið og með nýja bíla; verðið er svipað og jafnvel ögn hærra í Noregi í krónum talið. Þar með er ekki öll sagan sögð eins og hér greinir: Leiguíbúð - Leiguíbúð 50 m2 - á mánuði mán.laun daglaun verð hve lengi að vinna fyrir:Ísl. iðn.grunnl. 321.000,- 15.285,- 165.000,- 10,8 dagar Ísl. iðn.alls 447.000,- 21.285,- 165.000,- 7,8 dagur Ísland fiskv. 240.000,- 11.428,- 165.000,- 14,4 dagar Noregur 550.800,- 26.230,- 165.000,- 6,3 dagarNoregur fiskv. 410.000,- 19.523,- 165.000,- 8,5 dagar Nærri 70 prósent af grunnlaunum fiskverkamanns á Íslandi fara í að leigja 50 fermetra íbúð í Reykjavík. Verkamaður í fiskvinnslu á Íslandi er um 40 prósentum lengur að vinna fyrir leigunni en í Noregi. Iðnverkamaður í Noregi er 20 prósentum skemmri tíma að vinna fyrir leigunni en sá íslenski. Á fimmtudag leggja 2.500 fé- lagar í BHM niður vinnu í nokkra klukkutíma. Frekari verkföll verða 20. apríl hjá BHM hafi ekki samist fyrir þann tíma. Um 10 þúsund félagar í Starfs- greinasambandinu leggja að óbreyttu niður vinnu um næstu mánaðamót. Verkfallsaðgerðir SGS frestuðust þegar félagsdómur úr- skurðaði að verkfall tæknimanna hjá RÚV innan Rafiðnaðarsam- bandsins væri ólögmætt. Drífa Snæ- dal, framkvæmdastjóri SGS, segir að verið sé að afla verkfallsheimildar meðal félagsmanna á ný. Kjörgögn verði send út í vikunni og atkvæða- greiðsla geti hafist á mánudag. „Niðurstaða ætti að liggja fyrir þann 21. apríl um verkfallsboðun 30. apríl næstkomandi.“ Meginkrafa SGS hefur verið að lágmarkslaun verði hækkuð í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Verkfallsaðgerðirnar munu taka til ríf- lega 10.000 manns sem starfa á mat- vælasviði, í fiskvinnslu, kjötvinnslu og sláturhúsum, í þjónustugreinum, svo sem ferðaþjónustu og ræstingum og í byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, iðnaði og flutningsgreinum. Óhagstæður samanburður Samanburður á kaupmætti og vinnutíma við nágrannaþjóðir er afar óhagstæður eins og ráða má af töflum sem hér eru birtar. Þær sýna ekki aðeins dæmi um kaup og kjör í iðnaði og fiskvinnslu á Íslandi og í Noregi heldur einnig verð og þar með kaupmátt gagnvart einstökum vörutegundum og þjónustu. Lág- markslaun í fiskvinnslu í Noregi eru 152 krónur á tímann eða 2.584 krónur íslenskar. Launataxtar í fisk- verkun hér á landi eru 1.280 krónur á tímann eftir fimm ára starf. Með 300 króna bónus ofan á lágmarks- launin er tímakaupið 1.580 krónur á tímann eða um 250 þúsund krónur á mánuði. Tímakaupið er með öðr- um orðum um eitt þúsund krónum lægra í fiskvinnslu hér á landi en í Noregi. Mánaðarlaun í fiskvinnslu í Noregi miðað við 38 stunda vinnu- viku er því um 410 þúsund í íslensk- um krónum talið. Samkvæmt norsk- um fjölmiðlum eru brögð að því að greiddar séu allt niður í 90 krónur á tímann í svartri atvinnustarfsemi innan fiskvinnslunnar. Það er nán- ast upp á krónu sama upphæð og umsamið tímakaup í fiskvinnslu hér á landi. Yfirvinnuþjóðfélagið Lágt tímakaup hefur löngum verið bætt upp hér á landi með mikilli yfir vinnu. Fyrir liggur að Íslendingar vinna að jafnaði 8 klukkustundum lengri vinnuviku en Norðmenn. Af þeim sökum er í samanburðartöfl- unum miðað við grunnlaun iðn- verkamanns annars vegar og hins vegar heildartekjur hans þar sem yf- irvinnan og annað er talið með. Í töflunum er kannað verðlag í Noregi og á Íslandi á reiðhjóli, iPho- ne, þvottavél, nýrri Toyota Yaris-bif- reið, bensíni og á húsnæði til leigu. Á það er að líta að unnt er að kaupa ýmsar vörur á tilboðsverði en það gildir í báðum löndunum og hrófl- ar ekki megin niðurstöðu saman- burðarins. Í samanburðinum er ekki heldur gerður samanburður á opinberri þjónustu og velferð. Samkvæmt gögnum Eurostat og Hagstofu Íslands var tímakaup á Íslandi undir meðallagi ESB og í 20. sæti af 34 Evrópuþjóðum. Með 45 stunda vinnuviku í stað 36 til 38 Launastríðið er hafiðn Verkföll BHM trufla nú þegar starfsemi Landspítalans n DV ber saman kjör í Noregi og hér á landi n Þúsund króna hærri laun á tímann í fiskvinnslu í NoregiJóhann Haukssonjohannh@dv.is Í ritinu Auðmagn á tuttugustu og fyrstu öld eftir franska hag- fræðinginn Thomas Piketty kem- ur fram að á árunum 1880 til 1890 hafi franskur verkamaður verið um sex mánuði að vinna sér fyrir ódýru og frekar einföldu reiðhjóli. Tækni- framfarir urðu þess valdandi að árið 1910 tók það franskan verkamann á meðallaunum aðeins einn mánuð að vinna sér fyrir reiðhjóli. Fram- farirnar héldu áfram og árið 1960 gat hann keypt tiltölulega vandað reiðhjól fyrir minna en vikulaun. Þegar á heildina er litið og horft er framhjá undraverðum framför- um í gæðum og öryggi afurðarinnar er að mati Pikettys hægt að segja að kaupmátturinn – mældur í reiðhjól- um – hafi fertugfaldast á tímabil- inu frá 1890 til 1970. En hann segir einnig að þýðingarlaust sé að fella allar tæknibreytingar og verðlags- breytingar undir eina vísitölu og segja að lífskjör hafi batnað svo og svo mikið (til dæmis tífaldast) frá tímapunkti A til B. Málið sé flóknara en svo þegar bera skal saman þró- unina yfir langan tíma eða frá einu landi til annars. Í umfjölluninni hér eru skattar á Íslandi og í Noregi lagðir að jöfnu og því ekki miðað við ráðstöfunartekj- ur eftir skatta. Væri miðað við ráð- stöfunartekjur eru Norðmenn og Ís- lendingar vitaskuld lengur að vinna fyrir nauðsynjum og annarri neyslu. Þetta á því ekki að breyta saman- burðinum, sem hér er gerður, að neinu marki. Kaupmáttur í reiðhjólumKaupmáttur í íslenskri fiskverkun eins og árið 1960? stunda vinnuviku, eins og tíðkast víða um lönd, bæta Íslendingar sér upp lágt tímakaup. Með því að skoða í senn laun- in og verðlag á ýmsum nauðsynj- um með hliðsjón af vinnutíma fæst skýrari mynd af mismun lífskjar- anna í Noregi og á Íslandi. Saman- burðurinn er þó ekki tæmandi. n Mánaðarlaun í norskum iðnaði Meðaltöl 2014 í íslenskum krónum Öll laun / meðaltal 722.500 Stjórnendur 1.137.300 Háskólamenntaðir 952.000 Fagmenntun 841.500 Skrifstofustörf / þjónusta 634.100 Iðnaður / handverk 613.700 Vélamenn / bílstjórar 584.800 Ófaglærðir / verkafólk 550.800 Heimild: StatiStiSk SentralbYrå / StatiSticS norwaY „Lágmarkslaun í fiskvinnslu í Nor- egi eru 152 krónur á tímann eða 2.584 krónur íslenskar. Launataxtar í fiskverkun hér á landi eru 1.280 krónur á tímann eftir fimm ára starf. Verkföll í lok mánaðar Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, undirbýr verkföll 10.000 félagsmanna um mánaðamótin hafi ekki samist fyrir þann tíma. munar 1.000 krónum Norska fiskvinnslan greiðir starfsfólki sínu 1.000 krón- um hærri laun á tímann en fiskvinnslan gerir hér á landi. Vikublað 8.–9. apríl 2015 Velferð Norska og íslenska velferðarþjóðfélagið eru að mörgu leyti sambærileg þótt húsnæðis- og barnabætur séu hærri í Noregi en á Íslandi. Leikskólagjöld eru hins vegar almennt hærri í Noregi en á Íslandi. Hrunið Kjaradeilur harðna á Íslandi. Flestir þeirra Íslendinga sem fluttu af landi brott eftir hrunið árið 2008 fóru til Noregs. ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.