Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 23.–26. október 2015 Stjórnvöld óttuðust brunaútsölu á bankanum til erlendra fjárfesta n Kröfuhafar höfðu hvata til að selja bankann á mjög lágu verði n Stjórnvöld vildu ekki Í slensk stjórnvöld óttuðust þann möguleika að kröfuhafar slita- bús Glitnis kynnu að selja 95% eignarhlut sinn í Íslandsbanka til erlendra aðila á mjög lágu verði miðað við bókfært eigið fé, sem nam 185 milljörðum um mitt þetta ár, sem hefði þýtt að sá erlendi gjaldeyr- ir myndi renna til stjórnvalda sem hluti af söluandvirði bankans hefði verið af skornum skammti. Við slíka sölu á Íslandsbanka hefði gjaldeyrir sem hefði orðið eftir í landinu dug- að skammt til að mæta því útflæði sem nýr erlendur eigandi að bank- anum gæti greitt sér út í arð á kom- andi árum með tilheyrandi neikvæð- um áhrifum á gengisstöðugleika. Samkvæmt heimildum DV var þetta atriði ein helsta ástæða þess að hópur stærstu kröfuhafa Glitnis þurfti að gera veigamiklar breytingar á fyrirliggjandi tillögum sínum vegna stöðugleikaframlags til stjórn- valda og afsala öllum hlut sínum í Ís- landsbanka til ríkisins. Tilkynnt var um þessa niðurstöðu á vefsíðu fjár- málaráðuneytisins klukkan 4.10 að- faranótt þriðjudags í vikunni. Áður hafði verið ráðgert fyrirkomulag þar sem kröfuhafar Glitnis höfðu inn- byggðan hvata til að selja bankann til erlendra aðila frekar en innlendra fjárfesta – jafnvel á mun lægra verði. Samkvæmt afkomuskiptasamningi myndu stjórnvöld og kröfuhafar síð- an deila með sér söluandvirðinu (60% færu til ríkisins) í erlendri mynt. Sú staðreynd að Glitnir gat jafn- framt ekki staðið við þá tillögu að framselja 37 milljarða krónuinn- lán sín í Íslandsbanka, vegna áhrifa á lausafjárstöðu bankans, til ríkisins í formi reiðufjár hafði einnig mik- il áhrif á þá ákvörðun að farin var sú leið að ríkið tæki yfir bankann, sam- kvæmt heimildum DV. Klárað í London í síðustu viku Það var á þriðjudagskvöldið í London í síðustu viku, hinn 13. október, sem tiltekinn hópur stærstu kröfuhafa Glitnis og ráðgjafar þeirra – lög- mennirnir Óttar Pálsson frá LOGOS og Barry Russell hjá Akin Gump – féllust endanlega á það á fundi með framkvæmdahópi stjórnvalda um losun hafta að afsala 95% hlut sín- um í Íslandsbanka til íslenskra rík- isins. Það hafði verið ljóst í nokkurn tíma að tillögur kröfuhafa Glitnis frá því í júní síðastliðnum í því skyni að uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórn- valda, sem meðal annars gerðu ráð fyrir að þeir gætu haft ávinning af því að selja bankann til erlendra fjár- festa, þyrftu líklega að taka einhverj- um breytingum ætti Seðlabanka Ís- lands að vera fært að veita slitabúinu undanþágu frá höftum. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda voru mættir á fundinn Jón Þ. Sig- urgeirsson, sem hefur verið í fram- kvæmdahópi um losun hafta og er framkvæmdastjóri alþjóðasam- skipta og skrifstofu bankastjóra Seðlabankans, ásamt þeim Bene- dikt Gíslasyni, Sigurði Hannessyni og Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfa- syni, helstu ráðgjöfum fjármála- og forsætisráðherra í haftamálum. Þeir þrír síðastnefndu höfðu aðeins fáum vikum áður komið aftur að hafta- vinnunni fyrir stjórnvöld og í fyrstu viku þessa mánaðar var kröfuhöfum og ráðgjöfum þeirra gerð grein fyrir því að sá valkostur yrði ekki lengur fyrir hendi að þeir gætu selt bank- ann til erlendra aðila. Ríkið myndi þess í stað einfaldlega taka bankann yfir. Hefði sent slæm skilaboð Af hálfu stjórnvalda var litið svo á að það væri óásættanleg áhætta gagn- vart hagsmunum ríkisins – og fyr- ir haftalosunarferlið almennt – að kröfuhafar Glitnis færu í reynd með forræði á mögulegu söluferli Ís- landsbanka til erlendra aðila á sama tíma og verið væri að stíga skref til að losa um höft á einstaklinga og fyrir- tæki. Óljóst væri hvernig hagsmun- ir stjórnvalda yrðu tryggðir samhliða því að Íslandsbanki yrði mögulega seldur erlendum fjárfestum á mun lægra verði miðað við bókfært eig- ið fé. Hættan væri sú, sem fyrr segir, að sá erlendi gjaldeyrir sem færi til Seðlabankans við slíka sölu yrði ekki af þeirri stærðargráðu að hann gæti temprað það útflæði sem myndi hljótast af miklum arðgreiðslum hins nýja erlenda eiganda að Ís- landsbanka. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi haldið þeim möguleika opnum að geta gert kröfu um að girða að einhverju marki fyrir arðgreiðslur nýrra erlendra eigenda þá var ljóst að slíkar aðgerðir hefðu að líkindum verið óraunhæfar og jafnframt haft mikil áhrif til lækkunar á söluverði bankans. Tilraunir ráðgjafa Glitnis og kröfu hafa til að selja bankann er- lendum fjárfestum á undanförnum misserum og árum hafa engan ár- angur borið. Löngum hefur verið ljóst að áhugi til dæmis norrænna fjármálafyrirtækja á bankanum, sem kröfuhafar Glitnis hafa eink- um horft til, hefur verið takmarkað- ur, nema hugsanlega að því gefnu að bankinn fengist á afar lágu verði. Áhyggjur stjórnvalda beindust því meðal annars að því að ef kröfuhaf- ar seldu Íslandsbanka á gengi sem væri mögulega vel undir 0,5 miðað við bókfært eigið fé – sem hægt væri að skilgreina nánast sem brunaút- sölu – þá hefði það sent mjög slæm skilaboð um styrkleika íslenska fjár- málakerfisins, enda er Íslandsbanki skilgreindur sem kerfislega mik- ilvæg fjármálastofnun. Slíkt hefði óhjákvæmilega haft neikvæð áhrif á lánskjör íslenskra fjármálafyrirtækja á erlendum lánamörkuðum og um leið þá vexti sem þeir geta boðið á lánum til íslenskra útflutningsfyrir- tækja. Hefði aukið heimtur kröfuhafa Sumir af kröfuhöfum Glitnis brugð- ust ekki vel þeirri ákvörðun stjórn- Hörður Ægisson hordur@dv.is Hlutur ríkisins í bönkunum* Íslandsbanki 100% hlutur 185 milljarðar Arion banki 13% hlutur 22 milljarðar Landsbankinn 98% hlutur 235 milljarðar *Að því gefnu að tillögur kröfuhafa Glitnis nái fram að ganga og ríkið eignist Íslandsbanka næstkomandi áramót Til ríkisins Frá því undir árslok 2009 hefur ISB Holding, dótturfélag slitabús Glitnis, farið með 95% eignarhlut í bankanum. Það mun taka breytingum um ára- mótin þegar ríkið verður eini eigandi bankans. Mynd Bragi Þór Jósefsson Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.