Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 13
Fréttir 13Helgarblað 23.–26. október 2015
Stjórnvöld óttuðust brunaútsölu
á bankanum til erlendra fjárfesta
að kröfuhafar stýrðu söluferlinu n Glitnir gat ekki veitt ríkinu 37 milljarða í reiðufé
valda að fara fram á það, sem hluta
af þeim stöðugleikaskilyrðum sem
búið þyrfti að uppfylla, að þeim yrði
gert að framselja bankann til ríkis-
ins. Þeir voru hins vegar í aðþrengdri
stöðu. Slitabúið þyrfti að öðrum
kosti að greiða 39% stöðugleikaskatt
á heildareignir sínar (1.000 millj-
arðar króna) ef ekki tækist að ljúka
nauðasamningum fyrir árslok og
inna af hendi stöðugleikaframlag til
stjórnvalda – og tíminn var ekki að
vinna með þeim. Þeir höfðu ekki far-
ið varhluta af því að á Íslandi gætti
vaxandi efasemda – sem birtist bæði
í umræðum á Alþingi og í málflutn-
ingi Indefence-hópsins – um að rétt
væri að veita slitabúunum undan-
þágu frá höftum til að ljúka skulda-
skilum sínum með greiðslu stöð-
ugleikaframlags þegar flest benti til
þess að stöðugleikaskatturinn gæti
„skilað“ ríkissjóði mun hærri fjár-
hæðum í krónum talið.
Fyrir kröfuhafa Glitnis, sem eru
að langstærstum hluta erlendir vog-
unarsjóðir, voru nokkrir hagsmun-
ir í húfi að geta selt Íslandsbanka til
erlendra fjárfesta og þannig feng-
ið hluta af söluandvirðinu til sín í
gjaldeyri. Þannig var gert ráð fyrir
því í tillögum kröfuhafa frá því í júní,
sem birtar voru á vef fjármálaráðu-
neytisins, að ef bankinn yrði seldur
til erlendra aðila skyldi 60% af sölu-
andvirðinu renna til stjórnvalda –
þó aldrei meira en sem næmi 60%
af bókfærðu virði bankans – en af-
gangurinn færi til kröfuhafa í erlendri
mynt. Slík sala hefði því getað aukið
endurheimtur kröfuhafa, líklega um
tugi milljarða, borið saman við að
selja hann til innlendra fjárfesta.
Takk, en nei takk!
Það voru hins vegar einnig önnur –
og veigamikil – atriði sem réðu úr-
slitum um að farin var sú leið að rík-
ið tæki yfir allt hlutafé Íslandsbanka.
Samkvæmt upphaflegum tillögum
að stöðugleikaframlagi Glitnis átti
slitabúið meðal annars að framselja
krónuinnlán sín hjá Íslandsbanka
að fjárhæð um 37 milljarða króna til
stjórnvalda í formi reiðufjár. Það tók
hins vegar breytingum þegar í ljós
kom að Íslandsbanki taldi of mikla
áhættu fólgna í því, vegna lausafjár-
stöðu sinnar, ef Glitnir tæki sam-
stundis út öll innlán sín í krónum.
Til viðbótar átti bankinn einnig að
greiða út arð í erlendri mynt að fjár-
hæð 16 milljarða til kröfuhafa Glitn-
is sem yrði endurfjárfestur í víkjandi
fjármögnun á bankann í að lágmarki
tíu ár. Samkvæmt breyttum tillögum
kröfuhafa Glitnis hefur verið fallið
frá þessari ráðstöfun.
Að frumkvæði Íslandsbanka, eins
og hefur áður verið ítarlega fjallað
um á síðum DV, lagði bankinn til að
Glitnir fengi afhent tíu ára skulda-
bréf í krónum, útgefið af Íslands-
banka, sem slitabúið myndi síðan
framselja til stjórnvalda. Þessari til-
lögu var alfarið hafnað af íslenskum
stjórnvöldum. Ekki var talið forsvar-
anlegt að ríkið tæki á sig þá áhættu
sem fælist í því að að fá afhent tíu
ára skuldabréf sem enginn virkur
markaður er með og því alls óvíst
hvaða verð gæti fengist fyrir bréfið
og hvaða vaxtakjör það myndi bera.
Frekar eignarhald,
en tíu ára bréf
Seðlabankinn hafnaði þessari til-
lögu formlega í bréfi sem var sent á
slitastjórn Glitnis um miðjan sept-
embermánuð. Þegar DV leitaði eft-
ir svörum frá Íslandsbanka í síðasta
mánuði um hvernig bankinn ætlaði
að bregðast við þessari stöðu sagð-
ist bankinn meðal annars ekki geta
svarað því hvort til greina kæmi að
bankinn myndi sjálfur finna kaup-
anda að skuldabréfinu eða að farin
yrði sú leið, eins og upphaflega stóð
til, að Glitnir tæki út krónuinnlán sín
hjá bankanum sem yrðu síðan af-
hent ríkinu.
Fljótlega varð því ljóst að vegna
áhrifa á lausafjárstöðu Íslands-
banka, sem hefur aukið útlán sín
umtalsvert á síðustu mánuðum og
misserum, þá gat Glitnir ekki stað-
ið við þá tillögu að afhenda ríkinu
37 milljarða krónu í formi reiðufjár.
Í stað þess að fara að samþykkja að
eignast tíu ára skuldabréf á bank-
ann, eins og Íslandsbanki hafði lagt
til, og þá eigendaáhættu sem hefði
fylgt því að eiga slíkt bréf sem enginn
markaður er með töldu stjórnvöld
því einfaldlega rökréttara að bank-
inn færi til ríkisins sem hluta af
stöðuleikaframlagi Glitnis, sam-
kvæmt heimildum DV.
Hærra stöðugleikaframlag
Glitnis
Hvaða áhrif hinar breyttu tillögur
kröfuhafa Glitnis munu hafa á þá
fjárhæð sem stjórnvöld fá sem hluta
af stöðugleikaframlagi slitabúsins
er erfitt að segja fyrir um á þessari
stundu. Það mun einkum ráðast af
söluverði Íslandsbanka þegar að því
kemur að stjórnvöld losa um hlut
sinn í bankanum. Samkvæmt fyrri
tillögum áætlaði slitastjórn Glitn-
is að stöðugleikaframlag þess yrði
á bilinu 205 til 255 milljarðar króna
en líklega mun sú fjárhæð núna
verða hærri – upp á einhverja tugi
milljarða – eftir að ákveðið var að
framselja eignarhlutinn í Íslands-
banka til ríkisins.
Að sögn kunnugra er hins vegar
vitað að mikið af innlendum eign-
um Glitnis, meðal annars stórir
eignarhlutir í íslenskum félögum,
eru bókfærðar á mun lægra verði
en raunverulegt markaðsverðmæti
þeirra er – og því ljóst að uppgef-
ið stöðugleikaframlag vanmetur að
einhverju marki þau verðmæti sem
verða afhent stjórnvöldum. n
Steinar Þór kemur aftur að
haftavinnu fyrir stjórnvöld
Á meðal þeirra sem hafa verið fengnir
til að veita íslenskum stjórnvöld-
um ráðgjöf í tengslum við vinnu
vegna beiðni slitabúa föllnu
bankanna um undanþágu frá
höftum er Steinar Þór Guðgeirs-
son, hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi formaður skilanefndar
Kaupþings.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Steinar Þór á undanförnum vikum unnið
að því að fara yfir þá nauðasamninga
sem slitabúin hafa skilað til Seðlabanka
Íslands samhliða undanþágubeiðnum
þeirra frá höftum. Þar er um að ræða tugi
ólíkra skjala sem telja í heildina yfir mörg
hundruð blaðsíður.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
stjórnvöld falast eftir aðstoð
Steinars þegar kemur að
málefnum er tengjast losun
hafta. Þannig var greint frá
því í fjölmiðlum í mars 2013,
skömmu fyrir alþingiskosningar, að
fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði
ráðið Steinar sem ráðgjafa í tengslum við
mögulegt samkomulag við kröfuhafa
gömlu bankanna og losun hafta. Sú vinna
stóð hins vegar stutt yfir enda töldu þá-
verandi stjórnvöld ljóst að ekki væri fært
að ljúka því verki áður en nýtt kjörtímabil
hæfist.
Beðið eftir Seðlabankanum
Í gær var vinna Seðlabanka Íslands-
banka við að leggja mat á undanþágu-
beiðnir slitabúa allra bankanna og
stöðugleikaframlag þeirra til ríkisins á
lokametrunum. Þegar henni er lokið er
efnahags- og viðskiptanefnd boðuð á
fund með fjármálaráðherra og er búist við
því að það muni gerast í dag, föstudag,
samkvæmt heimildum DV. Lengi hafði
verið ljóst að mesta vinnan myndi fara í
að leggja mat á undanþágubeiðni Glitnis
frá höftum. Innlendar eignir búsins eru
mun meiri en hinna slitabúanna og þá var
stöðugleikaframlag Glitnis mun flóknara
í útfærslu borið saman við Kaupþing og
gamla Landsbankann (LBI).
Fyrir liggur að slitastjórn gamla Lands-
bankans hefur boðað til kröfuhafafundar
17. nóvember næstkomandi þar sem til
stendur að greiða atkvæði um nauða-
samning búsins og stöðugleikaframlag
til stjórnvalda. Samkvæmt áætlun LBI
er gert ráð fyrir því að framlagið nemi
tæplega 15 milljörðum króna. Sú fjárhæð,
eins og áður hefur verið útskýrt á síðum
DV, vanmetur hins vegar verulega þær
eignir í krónum sem viðbúið er að muni
renna til ríkisins.
Töluverður hluti krónueigna LBI stend-
ur til tryggingar vegna ágreinings um
forgangskröfur sem lýst var í búið í formi
sérstaks varasjóðs. Samkvæmt gögnum
frá slitastjórn búsins, sem DV hefur
undir höndum, nam varasjóðurinn um 69
milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórð-
ungs. Sjóðurinn er að stærstum hluta í
krónum, eða tæplega 53 milljarðar króna.
Stærstu óútkljáðu dómsmálin beinast að
forgangskröfum Kaupþings, Glitnis, BG
Holding og Baugs Group sem slitastjórnin
hefur hafnað. Litlu máli skiptir hvernig
þeim málum mun lykta fyrir hagsmuni ís-
lenskra stjórnvalda – krónurnar í varasjóði
LBI munu ávallt með einum eða öðrum
hætti verða afhentar íslenska ríkinu.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
kröfuhafafundur Kaupþings fer fram en
samkvæmt tímaætlun slitastjórnar er
gert ráð fyrir því að það verði átján virkum
dögum eftir að Seðlabankinn hefur sam-
þykkt undanþágubeiðni slitabúsins.
Stöðugleikaframlag Kaupþings, sem
slitastjórnin hefur áætlað að nemi 120
milljörðum króna, felst sem kunnugt er
fyrst og fremst í því að ríkið mun fá að
nánast öllu leyti þá fjármuni sem munu
fást við sölu Kaupþings. Ekki stendur
til að ríkið yfirtaki Arion banka, líkt og í
tilfelli Íslandsbanka, heldur verður það
í höndum hins nýja eignaumsýslufélags
Kaupþings eftir nauðasamninga að selja
hlutinn.
Fara ekki í dómsmál út af
bankaskattinum
Þær fjárhæðir sem slitabú gömlu bank-
anna hafa kynnt að þau muni greiða til
ríkisins í formi stöðugleikaframlags taka
ekki tillit til þess sem þau þurfa að greiða í
sérstakan bankaskatt, sem leggst meðal
annars á skuldir fjármálafyrirtækja í slita-
meðferð, vegna starfsemi þeirra á þessu
ári. Samtals nemur sú upphæð tæplega
30 milljörðum króna.
Hluti af því samkomulagi sem slitabúin
gera við stjórnvöld samhliða því að inna
afhendi stöðugleikaframlag er einnig
að falla frá fyrirhuguðum dómsmál-
um sem sum þeirra höfðu áformað að
höfða á hendur íslenska ríkinu vegna
bankaskattsins.
Fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson
hefur sagt að það hafi
verið óraunhæft að
kröfuhafar Glitnis gætu
tekið allt söluandvirði
Íslandsbanka úr landi.