Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 16
Helgarblað 23.–26. október 201516 Fréttir Erlent Sálfræðihernaður í Mið-Austurlöndum n Engillinn í Kobane fæddist og féll n Fallni engill dauðans berst gegn ISIS Ó öldin í Mið-Austurlöndum virðist engan endi ætla að taka. Sögur af grimmdar- verkum skekja fjölmiðla reglulega og ISIS-samtökin eru orðin eins og samnefnari fyrir hreinræktaða illsku. Eins og algengt er í stríðsátökum þá verða sumir vígamenn þekktari en aðrir og oftar en ekki er það með ráðum gert hjá hæstráðendum. Tilgangurinn er að skapa ímynd sem blæs samherjum baráttuanda í brjóst en dreifir ótta og efa um lið andstæðinganna. Stríðsá- tök samtímans fara ekki síður fram fyrir framan tölvuskjái, lyklaborð og snjallsíma. Sálfræðin skiptir máli Þetta ímyndarstríð hefur hins vegar alltaf verið hluti af stríðsátökunum, sálfræðin skiptir verulegu máli. Sem dæmi má nefna Manfred von Richt- hofen sem skaut mönnum skelk í bringu skýjum ofar sem Rauði bar- óninn á tímum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Líklega hefur ofsahræðsla gripið um sig meðal flestra flug- manna í liði andstæðinganna þegar rauð flugvél sást við sjóndeildar- hringinn. Von Richthofen var ein helsta stríðshetja Þjóðverja í styrj- öldinni en talið er að hann hafi skot- ið niður 80 flugvélar. Hann var nán- ast talinn of mikilvægur til að vera úti á vígvellinum enda hafði fall hans slæm áhrif á samherja hans en hvatti andstæðingana áfram. Engillinn af Kobane Áður fyrr var kannski erfiðara að koma slíkum sögum á hreyfingu, boðleiðirnar voru seinfarnar, en að sama skapi illmögulegt að hrekja þær. Um leið og slíkar sögur fóru að berast um nánast ómannlega her- menn þá var ekki hægt um vik að leita eftir upplýsingum til þess að af- sanna sögusagnirnar. Staðan er öðruvísi á okkar tímum. Saga sem hreyfir við fólki dreifist með ógnarhraða um sam- félagsmiðla og fréttaveitur en að sama skapi er oft og tíðum auðvelt að hrekja hana ef hún er ekki sann- leikanum samkvæm. Dæmi um það er valkyrjan Rehana sem skaust fram á sjónarsviðið síðla árs 2014. Rehana birtist fyrst í Twitter-fær- slu blaðamannsins Pawan Durani, ásamt meðfylgjandi mynd þar sem því var haldið fram að hún hefði fellt 100 ISIS-liða í orrustum við borgina Kobane. Skilaboðin bárust eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Rehana fékk fljótlega viðurnefnið „Engillinn af Kobane“. Hún blés mönnum baráttuanda í brjóst en nokkru síðar birtist mynd af IS- IS-liða sem hélt á afhöggnu höfði ungrar konu sem svipaði nokkuð til Rehana. Engillinn var fallinn. Skömmu síðar steig sænski blaðamaðurinn Carl Drott fram og upplýsti að hann hefði tekið myndina fyrr á árinu og hún væri af konu sem nýlega hefði gengið til liðs við heimavarnarlið í Kobane. Hann vissi ekki nafn hennar en full- yrti að það væri ekki Rehana og taldi ólíklegt að hún hefði lent í bardaga og fellt ISIS-liða, hvað þá hundrað. Engillinn var uppspuni frá rótum. Andlit andspyrnunnar gegn ISIS Annar engill er þó raunverulega til og berst gegn ISIS-samtökunum. Sá gengur undir nafninu Abu Azrael, sem þýðir lauslega „fallinn engill dauðans“ en að auki er hann oft kall- aður „Hinn írakski Rambó“. Hans rétta nafn er Ayub Faleh al- Rubabie og hann er írakskur ríkisborgari. Talið er að hann hafi kennt við háskóla áður en hann varð stríðshetja en það er óstaðfest. Mikilvægi hans fyrir íröksk stjórnvöld er gríðarlegt því Abu Azrael er andlit andspyrnunnar gegn ISIS. Í kringum hann hef- ur skapast fullkomið æði og til marks um það er ásjóna hans prentuð á vinsæla boli í heimalandinu yfirleitt með textanum „illa tahin“ sem myndi þýða „í hveiti“. Myndlíkingin er sú að hann gereyðir óvinunum og mal- ar þá mélinu smærra. Sam- félagsmiðlar eru fullir af til- vísunum í Abu Azrael og myndbönd af honum á vígvellinum og í fullum skrúða njóta mikilla vinsælda enda er snjallsíminn aldrei langt und- an þegar Fallinn engill dauðans er annars vegar. Eitt myndband sló sér- staklega í gegn en þar mátti sjá Abu Azrael stríða ISIS-liðum í gegnum talstöð sem hann hafði komist yfir hjá föllnum vígamanni samtakanna. Shawarma úr ISIS-liðum Staðalbúnaður hans er öxi eða sverð í annarri hendi og kraftmikil vél- byssa í hinni. Að auki er brosið og húmorinn hans helstu vopn. Hann vílar ekkert fyrir sér í baráttu sinni gegn ISIS, jafnvel að falla nið- ur á plan samtakanna illræmdu. Myndband af honum að skera stykki úr líki ISIS-liða sem hafði ver- ið hengdur upp og brenndur vakti mikla athygli í heimspressunni og var fordæmt í hvívetna. Abu Azrael sagði við það tilefni að hann vildi búa til shawarma úr öllum meðlim- um hryðjuverkasamtakanna. Ímynd hans er orðin svo sterk og mikilvæg fyrir baráttuna gegn ISIS að samtökin eru talin vilja deyða hann hið fyrsta til þess að veikja baráttuanda þeirra sem berjast gegn þeim. Hann segist þó ekki óttast dauðann heldur taki honum fagnandi ef það er vilji guðs. Jihadi-John fer huldu höfði ISIS-samtökin stunda grimmt áróðursstríð og ýta undir ímyndir sem valda ótta og óhug meðal andstæðinga þeirra. Þar fara böðlar samtakanna fremst- ir í flokki. Sá þekktasti er lík- lega Jihadi-John sem blessunar- lega hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu. Hulið andlit hans hefur ratað á síður helstu fjölmiðla heims enda hefur hann, í hlutverki böð- uls ISIS-samtakanna, afhöfðað fjöl- marga gísla í áróðursmyndböndum samtakanna. Maðurinn á bak við grímuna er talinn vera Mohammed Emwazi, 27 ára breskur ríkisborgari, sem fæddist í Kúveit en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Bretlands ung- ur að árum. Emwazi var einn af fjórum enskumælandi fangavörð- um ISIS-samtakanna sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Eðli máls- ins samkvæmt gengu hinir þrír und- ir nöfnunum, Paul, George og Ringo en þess má geta að Ringo Starr var æfur af bræði yfir þessum viðurnefn- um. Bandarísk yfirvöld hafa sett rúmlega milljarð til höfuðs Jihadi- John en ekkert er vitað hvar hann er niðurkominn. Það er þó degin- um ljósara að staðfest fall hans eða handtaka myndi hafa mikið að segja enda er böðullinn holdgervingur alls þess sem Vesturlandabúar fyrirlíta við ISIS-samtökin. Jarðýtan af Fallujah Annar böðull sem nýlega komst í heimsfréttirnar gengur undir nafninu Jarðýtan af Fallujah. Enginn veit nafn hans en viðurnefnið er tilkomið vegna þess að hann er talinn vera rúmlega 200 kíló að þyngd og á því erfitt með að falla í hópinn. Hann er ætíð grímu- klæddur og lætur reglulega mynda sig með afar öfluga vélbyssu sem yfir- leitt er komið fyrir á þaki stríðsjeppa. Óljóst er hvort hann beitir henni á vígvellinum. Nýlega birtist í erlend- um fjölmiðlum viðtal við 14 ára sýr- lenskan dreng sem var tekinn hönd- um af ISIS-samtökunum. Hann var pyntaður illa og fékk boð um að ganga til liðs við samtökin. Boð sem dreng- urinn hafnaði. Jarðýtan af Fallujah skar af honum hönd og fót og leyfði honum síðan að virða fyrir sér líkams- hlutana eftir ódæðið. Drengnum var síðan sleppt, en ástæða er til að óttast um afdrif hans. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Gereyðir óvinunum og malar þá mélinu smærra Írakski Rambó Abu Azrael er ímynd baráttunnar gegn ISIS- samtökunum í heimalandinu og frægðarsól hans skín skært. „Rehana“ Engillinn af Kobane. Jihadi-John Hefur farið huldu höfði í rúmt ár eftir að hafa afhöfðað að minnsta kosti sjö gísla ISIS-samtakanna í viðurstyggileg- um myndböndum. Grimmdarverk Samkvæmt erlendum miðlum er Jarðýtan af Fallujah fræg með eindæmum innan ISIS-samtakanna. Jarðýtan af Fallujah Vígalegur eða auðvelt skotmark?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.