Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Síða 22
Helgarblað 23.–26. október 201522 Umræða Myndin af Jóhönnu É g sá myndina um Jóhönnu Sig- urðardóttur um daginn, þessa konu sem almenningur álítur besta forsætisráðherra sem við höfum haft, samkvæmt ný- legri könnun. Jóhanna er sannarlega óvenjuleg manneskja sem mjög þurfti að berjast fyrir þeim árangri sem hún náði á þrjátíu ára stjórnmálaferli. Og maður áttaði sig líka á því við að horfa á myndina hvað hún er um margt óvenjulegur pólitíkus og hvað þraut- seigja hennar og prinsippfesta skilaði henni langt. Móðir mín sálug var að upplagi Alþýðuflokksmanneskja eins og svo margt fólk af hennar tagi frá Ísafirði. Hún kaus reyndar fleiri flokka, ekki síst þá sem gamli skólastjórinn henn- ar að vestan, Hannibal Valdimarsson, var í forystu fyrir; ég held að hún móð- ir mín hafi líka orðið á tímabili örlítið leið á því hvað hennar gamli flokkur var lengi límdur upp við Íhaldið – þá erum við auðvitað að tala um Við- reisnarárin. En svo var það seinna, um það bil sem var verið að hleypa Samfylkingunni af stokkunum, að haldið var prófkjör í flokknum, með- al annars um hver ætti að leiða lista í Reykjavík. Og móðir mín sagðist ætla að mæta á kjörstað. Ég spurði hvort hún ætlaði að kjósa fyrrverandi ná- granna vorn og fornvin, Össur Skarp- héðinsson? „Nei,“ svaraði mamma gallhörð á svip, „ég ætla að kjósa Jó- hönnu. Hún er alltaf svo skelegg á móti forréttindapakkinu!“ Og held ég að kjarni málsins verði ekkert betur orðaður er það. Venjulegir og óvenjulegir stjórn- málamenn Ég held að þetta, að Jóhanna var um sumt óvenjulegur pólitíkus, hafi lengi staðið henni á einhvern hátt fyrir þrifum. Eins og það hljóti að vera svo mikilvægt að stjórn- málamenn séu venjulegir. Það er til svona steríótýpa fyrir stjórnmála- menn; við getum kallað það svona Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Og maður áttaði sig líka á því við að horfa á myndina hvað hún er um margt óvenjulegur pólitíkus og hvað þrautseigja hennar og prinsippfesta skilaði henni langt. Jóhanna og Steingrímur „Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst að stilla umræðunni þannig upp að Icesave hefði verið uppfinning Jóhönnu og Steingríms.“ Láttu þér líða vel Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 meccaspa.is Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Gildir f yrir alla r tegund ir af nu ddi við afhend ingu þe ssa miða. 20% afsláttu r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.