Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Qupperneq 29
Helgarblað 23.–26. október 2015 Fólk Viðtal 29 Þ að er í nógu að snúast hjá tónlistarkonunni Svölu Björgvinsdóttur. Svala býr í Los Angeles ásamt eigin- manni sínum Agli Einars- syni þar sem líf þeirra snýst um tón- list og þá helst hljómsveitina Steed Lord. Þessa dagana hefur Svala brugðið sér í hlutverk sjónvarps- stjörnu en hún er ein af söngþjálfur- um í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur er á Skjá einum. Mikil tilfinningavera „Ég kann mjög vel við The Voice. Þetta er áhugavert og gefandi starf en við vinnum mjög náið með þátt- takendum þar sem við erum þjálfar- ar en ekki dómarar. Þetta hefur samt líka verið erfitt því það komast ekki allir áfram. Það er bara einn sem vinnur. Ég er mikil tilfinningavera sem tengist fólki auðveldlega og hef- ur fundist það mjög erfitt. En svo hef- ur verið gaman að fá að kynnast þátt- takendum sem og öllum þeim sem standa að þættinum. Við erum orðin ein stór fjölskylda. Ég var bara í nokkra daga að hugsa mig um að vera með. Það sem stoppaði mig var búsetan. Ég hef búið í Bandaríkjunum í rúm sex ár og að ferðast til Íslands í nokkur skipti til að taka upp þáttinn var dá- lítið flókið. Ég lifi mínu annasama lífi hérna úti og var ekki viss um að þetta gengi upp. En svo talaði ég við um- boðsmanninn minn og við náðum að færa hluti til og frá svo allt gekk upp að lokum. Mér finnst þáttur- inn mjög jákvæður gagnvart upp- rennandi söngvurum því þetta snýst alfarið um að styðja, hjálpa og vinna náið með þeim. Ég myndi ekki taka þátt í einhverju neikvæðu eða standa í niðurrifi á fólki, eins og hefur tíðk- ast í Idol og X Factor.“ Flugþreyta frá helvíti Komu hæfileikarnir þér á óvart? „Ég vissi að það væri fjöldi hæfileikaríkra söngvara á Íslandi en ég var ekki viss um að svona margir af þeim myndu taka þátt í The Voice. Allir í blindu prufunum voru góðir og mjög margir á heimsmælikvarða. Það var því erfitt að velja átta manns úr 62 þátttakendum. Að snúa baki í þau og heyra bara sönginn ger- ir þetta meira ruglingslegt auk þess sem ég glímdi við flugþreytu frá helvíti í flestöllum upptökum. Svo langaði mig líka að snúa mér við 20 sinnum en mátti aðeins velja átta.“ Ertu búin að finna líklegan sigur- vegara? „Nokkrir munu fara alla leið, auk þess sem allir sem komust áfram í blindu prufunum eiga eftir að verða áberandi í íslensku tónlistarlífi og ör- ugglega erlendis líka. Þetta er flott tónlistarfólk með mikla hæfileika og drifkraft. Þeir sem ekki komust áfram eiga örugglega eftir að standa sig vel líka. Það er afar erfitt að keppa í söng og eiginlega ekki hægt. Eina leiðin til að velja á milli fólks er að fara eftir innsæinu.“ Hvað er að frétta af Steed Lord? „Allt mjög gott. Við höfum spilað hér og þar á árinu líkt og vanalega og vorum til dæmis eitt af aðalböndun- um á Gay Pride í Kaupmannahöfn í ágúst þar sem við spiluðum fyrir 30 þúsund manns. Við höfum að undan- förnu notað tímann í nýju plötuna okkar og höfum verið að semja með alls kyns frábærum lagahöfundum alls staðar að úr heiminum.“ Sama stúdíó og Daft Punk „Núna erum við í stúdíói að taka plötuna upp í Hancock Park, þar sem Daft Punk tók upp tvær síðustu plötur sínar. Auk þess hefur tónlistin okkar verið í bíómyndum og sjón- varpsþáttum á árinu sem er alltaf gaman. Það er margt spennandi í gangi hjá Steed Lord.“ Hversu þekkt eruð þið? „Ég velti því aldrei fyrir mér. En við spilum úti um allan heim og fólk borgar sig inn á tónleika hvert sem við förum og það hlýtur að hafa ein- hverja merkingu. Þegar við vorum í tónleikaferð í Rússlandi í fyrra var uppselt í nokkrum borgum. Annars er mér slétt sama hvort við erum fræg eða ekki. Við erum að vinna við það sem við elskum og það er algjör draumur.“ Slétt sama um frægð „Margir halda að þeir sem vinna í tón- list, kvikmyndum, eða einhvers konar listum séu að leita að frægð og frama. Það er ekki þannig hjá okkur og hefur aldrei verið. Ég hef unnið við tónlist í 15 ár vegna þess að ég elska það og það veitir mér hamingju. Að syngja og semja er mitt líf. Ég gæti ekki lif- að án þess og mun gera það þangað til ég hætti að anda. Og að geta lifað á því sem maður elskar að gera og veit- ir manni sálarfyllingu er forréttindi. Fyrir það er ég mjög þakklát. Það skiptir mig mestu máli að vera virtur tónlistarmaður sem skilur eitthvað eftir sig og veitir fólki gleði og innblástur. Það finnst mér ég gera með Steed Lord. Ég fékk til dæmis tölvupóst frá samkynhneigðum ung- lingi frá Mið-Ameríku sem sagði mér að tónlistin okkar hefði hjálpað hon- um í gegnum alvarlegt einelti og erf- iða tíma í hans lífi. Það er nóg fyrir mig að heyra svona til að setja allt í samhengi. Mér er svo slétt sama um frægð.“ Hvernig er dæmigerður dagur í lífi Svölu Björgvins? „Dagarnir mínir eru mjög mis- jafnir og fara eftir verkefnum hverju sinni. Þessa dagana vakna ég um níu leytið og gef kisunni okkar, Lúsí, að borða. Svo náum við okkur í kaffi og förum í stúdíóið þar sem við vinnum fram á kvöld. Aðra daga notum við til að semja tónlist; ég, Einsi og Eddi, eða með öðrum lagahöfundum. Dagurinn fer eftir því sem við erum að fást við hverju sinni, en eitt er víst að ég er alltaf að vinna að einhverju. Ég tek mér eiginlega aldrei frí.“ Frekir vinnualkar Hvernig er að vinna með manninum sínum? „Fyrir mig er það frábært. Við höf- um unnið saman svo lengi. Áður en Steed Lord varð til, árið 2006, unn- um við saman að alls kyns verkefnum. Einar var mikið að ljósmynda fyrir blöð á Íslandi og ég var stílistinn. Svo vorum við líka plötusnúðateymið Suzy og Elvis og spiluðum mikið á skemmtistöðum í Reykjavík. Þegar Steed Lord varð til vorum við orðin svo vön því að vinna saman og kunn- um því að fara úr því að vera hjón yfir í að vera samstarfsfélagar. En við ríf- umst alveg og erum oft ósammála. Við erum bæði frek og ákveðin og örlitlir vinnualkar en þetta virkar fyrir okkur einhvern veginn. Sem betur fer.“ Er stefnan að flytja aftur heim? „Ekki í náinni framtíð. Við höfum búið í Los Angeles í rúm sex ár, höf- um komið okkur vel fyrir og líður af- skaplega vel hérna. Ég flutti hingað fyrst árið 2000, þegar ég skrifaði und- ir plötusamning við EMI, og hef ver- ið með annan fótinn hér síðan. Hér vinnum við og gengur vel og erum komin með gott teymi í kringum okkur sem vinnur við að koma Steed Lord á framfæri.“ Eðlilegt að vera í Bandaríkjunum „Við Einar höfum dvalið mikið í Bandaríkjunum frá því við vor- um smábörn. Systir pabba bjó hér í 38 ár og ég eyddi mörgum sumr- um og jólum hjá henni. Foreldrar Einars áttu hús á Flórída þar sem hann dvaldi hvert einasta sumar frá fæðingu til 18 ára aldurs þannig að okkur þykir frekar eðlilegt að búa í Bandaríkjunum og viljum hvergi annars staðar vera. Við eigum líka afar stóran og góðan vinahóp hér í Los Angeles sem er svolítið eins og okkar fjölskylda svo við erum fyrir löngu búin að skjóta niður sterkum rótum hérna.“ Hjálparlaust, heimilislaust fólk Hvað er best við Los Angeles? „Það sem ég kann best við í Los Angeles er hvað hér er allt skógi vax- ið. Veðrið er auðvitað gott og hér er allt til alls og svo mikið hægt að gera sér til skemmtunar. Möguleikarnir og tækifærin eru alls staðar. Í borginni búa margar milljónir og ég elska að búa í borg þar sem fjölbreytileikinn er allsráðandi. Umferðin getur hins vegar verið leiðinleg. Þetta er mikil bílaborg og stundum er umferðin svo hræðileg að maður getur setið fastur í tvo tíma. Annað neikvætt við borgina er allt heimilislausa fólkið. Mér finnst hræðilegt að þessu fólki sé ekki hjálpað. Ég venst því aldrei að sjá fólk búa á götunni en það er mik- ið vandamál hér í borg.“ Eitt barn í byrjun Stefnirðu á að eignast börn? „Já, okkur langar að eignast barn einn daginn. Byrja allavega á einu og sjá svo til. Margar af vinkonum mín- um eiga börn en aðrar ekki. En það er misjafnt, enda á ég vini á öllum aldri.“ Hvar viltu ala upp börnin þín? „Ég vil ala upp börnin mín þar sem ég bý með mínum eiginmanni; sama hvort það verður í Los Angeles, á Íslandi eða annars staðar í heimin- um. Ég á mjög marga vini sem eiga börn hérna í Los Angeles. Hér er frá- bært að ala upp börn líkt og í mörg- um öðrum stórborgum.“ Hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Hamingjusama, vonandi með eitt barn, að vinna við tónlist og lif- andi lífinu til fulls. Annars hugsa ég ekki svo langt fram í tímann. Hver veit hvað gerist á morgun?“ Býr í vinsælasta hverfinu Hvernig býrðu? „Við búum í fallegri íbúð með kis- unni okkar í hverfi sem heitir Los Feliz sem er mjög nálægt miðbænum og West Hollywood. Hér búa margir listamann og leikarar og hér eru æðisleg kaffihús, veitingastaðir og klúbbar. Þetta er eitt vinsælasta Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Við erum bæði frek og ákveðin og örlitlir vinnu- alkar en þetta virkar fyrir okkur einhvern veginn Lifir fyrir tónlistina Svala ætlar að halda áfram að semja og syngja þar til hún hættir að anda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.