Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Page 32
Helgarblað 23.–26. október 201532 Skrýtið Sakamál n Carl Panzram greip ungur til afbrota n Betrunin reyndist lítt uppbyggileg C arl Panzram fæddist 28. júní, 1891, í East Grand Forks í Minnesota í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru innflytj- endur frá Austur-Prússlandi, sem þá var og hét, og áttu sex börn. Örbirgð varð hlutskipti fjölskyldunn- ar og heimilisfaðirinn lét sig hverfa þegar Carl var átta ára. Carl tók sín fyrstu skref á stigu af- brota tólf ára að aldri. Þá braust hann inn á heimili nágrannanna og tók ófrjálsri hendi kökur, epli og marg- hleypu. Skömmu síðar var hann vistaður í betrunarskóla, Red Wing, vegna inn- brota. Betrunin sem boðið var upp á í skólanum fólst í barsmíðum og kynferðislegri misnotkun og Carl til- einkaði sér fræðin. „Veröldin er þessi skítakamar og ég ætla að skilja eftir mig eyðileggingu á leið minni um hann,“ var haft eftir honum. Innbrot, íkveikjur og nauðganir Þegar Carl „útskrifaðist“ úr Red Wing-skólanum tók við nokkurra ára flökkulíf. Hann fann sér náttstað um borð í vöruflutningalestum og lét kylfu ráða kasti hvað varðaði áfanga- staði. Í einni slíkri ferð var honum hópnauðgað af samferðamönnum sínum sem gerði hann að „dapurri, veikari en vitrari dreng“, eins og hann orðaði það síðar. Árið 1915 þvældist hann um Idaho, Kaliforníu og fleiri ríki með- fram Columbia-ánni og var iðinn við íkveikjur og innbrot auk þess sem hann nauðgaði ótölulegum fjölda ungra manna og drengja. Um svipað leyti fékk hann sjö ára dóm fyrir innbrot og var gert að af- plána í Oregon-ríkisfangelsinu. Hann lét illa að stjórn og refsuðu verðirnir honum með því að láta hann hanga svo tímum skipti í loftbitum, spúluðu hann með háþrýstislöngu og settu hann ítrekað í einangrun. Flótti og fyrsta morðið Carl tókst að flýja úr fangelsinu árið 1918 og skömmu síðar framdi hann sitt fyrsta morð, en þeim átti eftir að fjölga svo um munaði. Carl átti eitthvert fé í handraðanum eftir árangursríkt rán. Hann festi kaup á skútu og á börum New York-borgar fann hann drykkjurúta og munstraði þá í áhöfn skútunnar. Carl hélt víni að áhöfninni eftir að landfestum var sleppt og þegar hún var orðin rænu- laus nauðgaði hann hverjum og ein- um – tíu manns – og myrti að því loknu. Í kringum 1920 laumaðist hann um borð í skip sem var á leið til Angóla, sunnarlega á vesturströnd Afríku, sem þá var portúgölsk ný- lenda. Hann fór í land í Lobito Bay og hafði ekki dvalið þar lengi þegar hann nauðgaði og myrti ungan dreng. Krókódílaleiðangur Í Lobito Bay réð Carl sex leiðsögu- menn undir þeim formerkjum að hann hygði á krókódílaveiðar. En Carl hafði annað í hyggju og skaut hann leiðsögumennina einn af öðrum og henti fyrir krókódílana. Hann sneri seinna aftur til Banda- ríkjanna og var að eigin sögn önnum kafinn við ódæði. Hann sagðist meðal annars hafa nauðgað og myrt tvo litla drengi – annan barði hann til dauðs með grjóti, í Salem í Massachusetts, hinn kyrkti hann, í New Haven í Connecticut. Carl sagðist einnig hafa orðið manni, sem reyndi að ræna hann, að bana í New Rochelle, framið tvö morð í húsum sem hann braust inn í á leið sinni frá Baltimore til Washington D.C., og Guð má vita hve fleiri ódæði hann sagðist hafa á samviskunni. Handtekinn fyrir innbrot Carl Panzram var handtekinn árið 1928 fyrir innbrot og við yfirheyrslur játaði hann á sig tvö morð. Í ljósi langs og alvarlegs sakaferils hljóðaði dómur yfir Carl upp á 25 ár til lífstíðar. Hann var fluttur til Leavenworth- fangelsisins og sagði við yfirfanga- vörðinn: „Ég mun drepa fyrsta manninn sem fer í taugarnar á mér.“ Í júní 1929 stóð Carl við stóru orðin og barði Robert Warnke, yfirmann þvottahúss fangelsisins, til bana með járnröri. Fyrir vikið fékk Carl dauðadóm sem hann kaus að áfrýja ekki. „Haskaðu þér …“ Þegar Carl mætti örlögum sínum, 5. september 1930, sagði hann, í sömu andrá og snaran var sett um hálsinn á honum: „Ég vildi að ger- vallt mannkyn hefði einn háls og ég hefði hendur mínar um hann.“ Þegar hann var spurður hvort hann vildi segja eitthvað að lokum hreytti hann í böðulinn: „Haskaðu þér, Hoosier- skítseiðið þitt. Ég gæti drepið tíu manns á meðan þú ert að dunda þér.“ (Hoosier er notað um menn frá Indi- ana-ríki Bandaríkjanna.) n „Haskaðu þér, Hoosier- skítseiðið þitt. Ég gæti drepið tíu manns á meðan þú ert að dunda þér. Hataði allt mannkynið Carl Panzram skildi eftir sig slóð nauðgana, innbrota og morða. Ómennið frá minnesota Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.