Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Side 35
Helgarblað 23.–26. október 2015 Lífsstíll 35 trúlofuð. Reglurnar voru þannig að við urðum að gifta okkur innan 90 daga þannig að í janúar 2013 létum við verða af þessu og það var dá- samleg stund.“ Börnin hans Randy voru við- stödd giftinguna sem fór fram hjá dómara í Texas – ekki ósvipað því og þegar hjón ákveða að gefa sig saman hjá sýslumanni hér á landi í stað þess að halda hefðbundið brúðkaup með prest. Gift í þrjú ár í janúar „Og núna í janúar 2016 verða kom- in þrjú ár síðan við giftum okkur og ég sé ekki enn sólina fyrir hon- um. Þetta hafa verið bestu þrjú ár lífs míns og ég elska að búa í Texas í hitanum. Ég hataði kuldann á klak- anum. Mér var alltaf kalt og það var alltaf rok og rigning og þess vegna þráði ég að búa í sól- arlandi,“ segir Fann- ey Rut sem ekki bara þráði að búa í sólarlandi held- ur hafði hana alltaf dreymt um að flytja til Bandaríkjanna. Í kjölfar gift- ingarinnar tók Fanney Rut upp fjölskyldunafn Randys og heit- ir því í dag Fanney Rut Dishaw. Vill aldrei flytja aftur til Íslands „Lífið er gott hérna og ég sé mig aldrei vilja flytja aftur til Íslands. Mér fannst bara ekk- ert hægt að gera þar fyrir utan að kíkja á djammið allar helgar. Það var voðalega lítið annað að gera fyr- ir utan náttúrlega að vinna stans- laust. Ég var alveg föst á því að fara frá Íslandi. Mér var sagt að grasið væri ekkert grænna þar en jú, það get ég sko staðfest. Grasið gæti ekki verið meira grænna hér fyrir mér að minnsta kosti,“ segir Fanney Rut og hlær. Það eru eflaust margir lesendur sem hafa skoðun á aldursmuninum. Hefur eitthvað verið sagt við ykkur í Bandaríkjunum? Hvernig takið þið því? „Þegar við vorum að byrja saman þá fengum við oft að heyra: „Is that your daughter?!?“ þannig að við bjuggum til skemmtilega reglu saman. Í hvert skipti sem einhver sagði það við okkur þá leit ég á hann og sagði „Oh, daddy“ og kyssti hann stórum kossi bara til að rugla að- eins í liðinu. Sá sem spurði átti það til að verða alveg orðlaus en flestir tóku þessu þó létt og hlógu að þessu og báðust afsökunar. Okkur fannst þetta alltaf svo fyndið.“ Fannstu ekki fyrir neinum for- dómum? „Ég fékk oft þá spurningu í byrj- un hvort hann væri til dæmis ríkur? Og nei. Hann er ekki ríkur en hefur það svo sem gott. Ég veit að margir halda að ég hafi viljað hann út af peningunum hans en það skiptir mig engu máli. Ég elska hann meira en allt. Þótt við ættum ekkert á milli handanna og værum heimilislaus þá myndi ég glöð vera heimilislaus með honum. Hann er minn og ég vona að ég muni hafa hann hjá mér það sem eftir er.“ Fjölskylda Fanneyjar Rutar er öll flutt búferlum til Danmerkur og segir hún því ólíklegt að þau Randy og börnin komi til með að heim- sækja Ísland eitthvað á næstunni. Hún segir þó Randy hafa komið hingað til lands tvívegis og orðið hrifinn af bæði landi og þjóð. „Ég spái þess vegna frekar í það að reyna að kíkja til Danmerkur með þau í stað Íslands og þá von- andi fljótlega.“ „Dagur í mínu lífi“ Eins og áður segir búa þau Fanney Rut og Randy rétt fyrir utan Bellville í Texas, nánar tiltekið við Brazos- fljótið, en þar keyptu þau fjögurra hektara land sem samsvarar 40 þús- und fermetrum. Fanney Rut seg- ir þetta eins og að búa í sveitinni, þar sem þau eru um 20 mínútur frá næsta bæ. „Ég elska að búa úti í sveit og að geta verið svona út af fyrir mig. Líf- ið gæti ekki verið betra. Áin í bak- garðinum er sennilega það besta við að búa hérna. Þar er hægt að veiða á stöng eða bara einfaldlega „go hunting“ (e. fara á veiðar).“ Fanney Rut og Randy eiga auk þess lítinn bát sem er á lóð þeirra við Brazos-fljótið en hún segir þau nota bátinn oft til þess að fara út á fljót og njóta lífsins. En hvernig er dagur í lífi þínu í Texas? „Dagur í lífi mínu? Ég bara vakna þegar ég vakna,“ segir Fanney Rut og hlær. „Ég fer svo oftast bara að vinna á lóðinni við að gera hana fína, eins og til dæmis að slá grasið hér sem tekur endalausan tíma enda er lóð- in svo svakalega stór. Síðan finn ég mér oftast eitthvað að gera, eins og til dæmis að þrífa sundlaugina eða bátinn okkar. Þegar mér leiðist þá bið ég Randy að setja mér fyr- ir verkefni og þannig höldum við saman um lóðina og heimilið okk- ar. Annars slaka ég bara á með ná- grönnunum mínum, púsla eða leik mér í ánni á kajakanum okkar. Eins og þú heyrir þá er ég ekkert með neina fasta rútínu svo sem.“ Hvert er stefnan tekin í Bandaríkjunum? Á að hella sér í nám eða bara vera hin klassíska heimavinnandi húsmóðir? „Ég er bara heima alltaf. Mig langar ekki að vinna því ég vil ekki þurfa að fara að mæta í vinnu þegar maðurinn minn er bara heima í mánuð. Hann vinnur á olíuborpalli í Brasilíu og er að vinna í mánuð og kemur svo heim í mánuð. Ég vil ekki missa eina mínútu frá honum þegar hann er heima. Hann sagði mér líka að ég þyrfti ekki að vinna. Í staðinn má ég vera heima og sjá um heim- ilið okkar og lóðina og bara lifa líf- inu og gera það sem ég vil. Ég hata það svo sem ekkert,“ segir Fanney Rut og hlær. „Við plönum að reyna að eignast barn saman á næstu árum þannig að ég mun bara vera heima með barnið.“ n Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. „Og núna í janúar 2016 verða komin þrjú ár síðan við gift- um okkur og ég sé ekki enn sólina fyrir honum „Dagur í lífi mínu? Ég bara vakna þegar ég vakna. Skýtur leirdúfur Landið sem þau Randy og Fanney Rut eiga er gríðarlega stórt og þar er hægt að gera ýmislegt. Hér er Fanney Rut að skjóta leirdúfur við Brazos-fljótið. Fjölskyldan saman Hér eru þau Fanney Rut, Randy og börnin, þau Tess Nicola Dishaw, sem verður 12 ára núna í desember, og Sandor Brodie Dishaw, en hann varð 10 ára núna í september. Myndin er tekin í Dis- neylandi fyrir tæpum þremur árum síðan. Lúxuslífið í Texas Fanney Rut ver tíma sínum í Texas með því að hugsa um heimilið og lóðina sem þau eiga. Ávallt er þó stund milli stríða og þá er gott að eiga sundlaug. Fallegur staður Fanney Rut segist aldrei ætla að flytja aftur til Íslands. Hún elskar að vera í sólinni í Texas. Ástin spyr ekki um aldur Þau Fanney Rut og Randy hafa verið gift í þrjú ár í janúar á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.