Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 10
Vikublað 3.–5. nóvember 201510 Fréttir Ú tlit er fyrir að íslenska eigna- umsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás fjár- festingabanki, muni fallast á að inna af hendi stöðug- leikaframlag til íslenskra stjórnvalda í því skyni að komast hjá því að þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt af eignum félagsins. Samkvæmt heim- ildum DV er samkomu- lag um slíkt í burðarliðn- um og mun framlag ALMC lík- lega nema á bilinu 5 til 10 milljörð- um króna. Heildareign- ir ALMC námu um 917 milljón- um evra, jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna, í árslok 2014 og miðað við það þyrfti félagið því að öðrum kosti að greiða um 50 milljarða í stöðug- leikaskatt til ríkisins. Stjórnendur ALMC hafa hins vegar frá upp- hafi mótmælt því harð- lega að félagið hafi verið fellt undir stöðug leikaskattinn – ólíkt slitabúum Glitnis, Kaupþings og LBI kláraði ALMC nauðasamn- inga fyrir fimm árum – enda telji þeir að starfsemi þess hafi haft umtals- verð jákvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðar- búsins. Í bréfi sem Reimar Pétursson, lögmaður ALMC, sendi til efnahags- og við- skiptanefndar 3. júlí síðastliðinn, sama dag og frumvarp- ið um stöðug leikaskatt varð að lög- um, kom fram að ALMC ætlaði að höfða mál á hendur ríkinu, ef þess myndi gerast þörf, til að verja hags- muni sína. Skattskyldan var útvíkkuð Þegar frumvarp fjármálaráðherra um stöðugleikaskatt var fyrst lagt fram á Alþingi var ekki gert ráð fyrir að þau félög sem hafa lokið slitameð- ferð með nauðasamningi, en hafa ekki getað efnt greiðslur til kröfuhafa samkvæmt honum vegna fjármagns- hafta, myndu þurfa að greiða slíkan skatt. Eins og upplýst var um í frétt DV hinn 14. júlí þá tók það hins vegar breytingum í meðferð efnahags- og viðskiptanefndar sem lagði til að skattskyldan yrði víkkuð út þannig að hún næði einnig til ALMC. Í fyrrnefndu bréfi ALMC eru birt- ir útreikningar sem eiga að sýna fram á að áhrif af starfsemi félagsins á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins hafi verið jákvæð um 352 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, eftir að Straumur-Burðarás fjárfestinga- banki fór í greiðsluþrot í mars 2009. Starfsemi félagsins hafi frá þeim tíma því „bætt hreina gjaldeyris- stöðu þjóðarbúsins“ og „ekki gert afnám gjaldeyrishafta erfiðara, hún hafi auðveldað það,“ segir í bréfinu. Deilt um réttmæti skattsins Mjög deildar meiningar voru á því innan stjórnkerfisins síðastliðið vor hvort rétt væri að fella ALMC und- ir stöðugleikaskattinn, samkvæmt heimildum DV. Af hálfu gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans var hins vegar talið einsýnt að starfsemi ALMC væri hluti af þeim greiðslujafnaðar- vanda sem frumvarpinu um stöðug- leikaskatt væri ætlað að leysa og því eðlilegt að skattskyldan næði til ALMC. Greining bankans hafi sýnt, ólíkt því sem fram kemur í út- reikningum ALMC, að útgreiðsla eigna félagsins til erlendra kröfuhafa hefði neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. ALMC benti á að skatthlutfall- ið væri fordæmalaust og skatturinn tekinn af eignum án tillits til skulda. Áhrifin af skattlagningunni væru jafnframt „einkar íþyngjandi“ og næmi skatturinn „margfaldri krónu- eign“ ALMC og væri lagður á án til- lits til jákvæðra áhrifa af starfsemi félagsins á greiðslujöfnuð Íslands. „Því sé um hreina tekjuöflun ríkis- ins að ræða án tengsla við markmið um stöðugleika. Samspil alls þessa myndi því gera skattlagninguna marklausa,“ segir í bréfi ALMC. Krónueign ALMC nam um 15 milljörðum í árslok 2014, eða ríflega 10% af heildareignum félagsins. n Greiðir milljarða í stöðugleikaframlag n Samkomulag um að ALMC greiði stöðugleikaframlag í bígerð n Ætlaði í mál út af skattinum Ætti að opna á milljarða bónus- greiðslur til starfsmanna Ef 50 milljarða skattlagning á ALMC næði fram að ganga myndi hún ekki aðeins bitna á eigendum ALMC, sem eru ýmsir erlendir vogunarsjóðir, heldur einnig fjölmörgum núverandi og fyrrverandi lykilstarfsmönnum félagsins sem til stóð að fengju samtals um 3,4 milljarða króna í bónusgreiðslur, eins og sagt var frá í forsíðufrétt blaðsins þann 19. maí síðastliðinn. Ekkert yrði af slíkum bónus- greiðslum ef lagður yrði á 39% skattur á eignir félagsins enda myndi það verða til þess að draga verulega úr áætluðum endurheimtum kröfuhafa. Verði niðurstaðan hins vegar sú að ALMC komist hjá skattinum með milljarða króna stöðugleikaframlagi ætti það ekki að hafa teljandi áhrif á fyrir- hugaðar bónusgreiðslur til 20–30 starfsmanna félagsins. Meirihluti þeirra er erlendir aðilar en einnig er um að ræða Íslendinga sem hafa starfað fyrir bæði ALMC og Straum fjárfestingabanka, sem sameinaðist nýlega MP banka, á undanförnum árum. Að með- altali gætu greiðslurnar numið yfir 100 milljónum króna á starfsmann en þeir sem eiga von á að fá mest í sinn hlut geta fengið hundruð milljóna. Í þeim hópi eru Óttar Pálsson, stjórnarmaður ALMC og hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS, og Jakob Ásmundsson, sem hætti í sumar sem forstjóri Straums, en hann gegndi áður starfi fjármálastjóra ALMC. Hörður Ægisson hordur@dv.is Lykilstarfsmenn ALMC Óttar Pálsson og Jakob Ásmundsson eru í hópi þeirra núverandi og fyrrverandi starfsmanna sem geta átt von á að fá hundruð milljóna í sinn hlut í bónusgreiðslur frá ALMC. Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.