Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 30
Vikublað 3.–5. nóvember 201522 Menning
G
arðabær, hið fullkomna
bæjar félag þar sem ekki þarf
að kjósa enda rétti flokk
urinn alltaf við völd, helgasta
vé efnafólks sem ekki vill
blandast almúgafólki, staðurinn þar
sem allir eru jafn firrtir í efnishyggj
unni og maður sjálfur. Garðbæingar
hugsa um sína. Friðurinn er úti þegar
sonur fyrirmyndarhúsmóðurinnar
Sóleyjar er lagður í einelti af bekkjar
bróður sem þar að auki er ásamt
móður sinni á sósíalnum í gettóinu á
Nónhæðinni. Vinkonur Sóleyjar, þær
Steinunn og Bergdís, ákveða að ekki
verði við unað og taka til sinna ráða.
Leikið með klisjurnar
Eins og sjá má af lýsingunni er (90)210
Garðabær leikrit sem áreiðan lega á
eftir að fara fyrir brjóstið á hátíðlegri
Garðbæingum. Líkt og titill verksins
vísar til þekktrar sápuóperu um líf
ríka fólksins í Beverly Hills gerir
verkið stólpagrín að öllum þekktustu
klisjum um ríka Garðbæinga sem all
ir kjósa Sjálfstæðisflokkinn og flykkj
ast á þorrablót Stjörnunnar sem er
eins konar árshátíð bæjar félagsins.
Mér þætti því skiljanlegt þótt verkið
færi fyrir brjóstið á einhverjum þar
sem það er ansi vúlgar ofan í kaup
ið, en ég verð að játa að verkið gekk
fram af mér á allra besta hátt. Ég
skemmti mér konunglega og ætlaði
vart að trúa eigin augum á köflum.
Í því sambandi vil ég fyrstan
nefna Stefán Hall Stefánsson sem
lék Loft, eiginmann Steinunnar og
hinn týpíska efnaða dellukarl sem
á rétta búnaðinn til alls, sem hann
ekki stundar. Ég skil ekki hvernig
Stefán Hallur getur framleitt svona
mikið hor og beitt því svona mark
visst fyrir sig sem propsi. Mér hefur
hingað til fundist Stefán Hallur vera
fínn leikari en núna tókst honum að
impónera mig.
María Heba Þorkelsdóttir fer með
hlutverk Sóleyjar, sem er hluti af elít
unni en þó á skjön – nær áhorfendum
í mennsku sinni – og hún spilar fanta
vel þarna á mörkunum, angurvær og
þjökuð. Sá áhorfandi sem fylgist vel
með getur séð fyrir hverja einustu
hreyfingu hennar og hvert einasta við
bragð út frá augnsvip hennar einum,
og það er mikil list sem er sjaldséð.
Rauði bletturinn á
bláa sveitarfélaginu
Vigdís Másdóttir fer með hlutverk
Steinunnar, sem er eins konar frum
valdur allrar atburðarásar verksins,
það er hún sem heldur í strengina
sem aðrir dansa eftir. Það er hún sem
ræður þegar öllu er á botninn hvolft
og valdið skín í gegnum hennar sér
hverja hreyfingu. Vigdís er jöfn og þétt
í sínu hlutverki og minnti mig nokk
uð á Bree úr Desperate Housewives í
stífni sinni og meinhæðni.
Á meðan Steinunn er manipúler
andi óþokki og Sóley lætur ýta sér
hvert á land sem er þá er persóna
Bergdísar, sem Svandís Dóra Einars
dóttir hafði veg og vanda af að
kynna okkur áhorfendum, öllu tví
bentari að ytra byrði. Hún veit hvað
hún vill og hvernig hún á að ná því.
Svandís Dóra virtist ekkert hafa fyrir
margræðninni og sá eiginleiki Berg
dísar sem uppnefndur er „Séðog
heyrtdrottningin“ skín hvarvetna
sterkur í gegnum túlkun hennar.
Að lokum er það Reynir, vinstri
græna félagsmálatröllið sem tekist
hefur að smokra sér í bæjarstjórn
einhvern veginn, rauði bletturinn
á bláa bæjarfélaginu. Hann er ekki
undanþeginn neysluhyggjunni,
gengur um í rándýrum fötum frá
Kormáki og Skildi sem þó þykja vera
óttalegir larfar í samanburði við hinn
viðurkennda Garðabæjarstíl. Sveinn
Ólafur Gunnarsson leikur Reyni og
gerir það æði vel. Einkum er gam
an að fylgjast með samspili hans við
Stefán Hall annars vegar og Svandísi
Dóru hins vegar. Fjölmargar popp
vísanir skreyta alla þessa frásögn
með vísunum í 15 ára gamla sjón
varpsþætti og umræðu um Svavar
Knút sem ég trúi því ekki ennþá að
ég hafi heyrt. Sýningin gengur fram
af manni, en ég á ekki til orð yfir það
hversu skemmtilega það er gert.
Bjórinn sem táknmynd
Heiðar Sumarliðason sem jafnframt
er höfundur verksins sá um leikstjórn
og Bjartmar Þórðarson er dramatúrg.
Við þá tvo vil ég segja: Bravó! Sam
starf þeirra og leikaranna er einhvers
konar draumaverksmiðja.
Symbólískt gildi porterbjórsins
Myrkva var snilldarlegt bragð
sem minnti á svissneska leik
skáldið Dürren matt, og hvernig
sköpun Adams er sett á svið með
dyggri aðstoð hinnar snilldarlegu
ljósahönnunar Magnúsar Arnar Sig
urðarsonar og téðs porters – hvernig
hið framandlega er endurgert í
ímynd hins guðlega og fullkomna –
er óborganlegt. Lýsingin, svo fleiri
orðum sé komið að henni, er eins
og gestaltmynd yfir hinni fullkomnu
stofu, meira en summa parta hennar
og þar með táknræn í senn fyrir að
ekki er allt þar sem það er séð þegar
nánar er að gætt. Steinunn og Loft
ur kaupa sér fín ljós en skilja ekki
skuggann sem þeim fylgir. Tákn
mynd lífs þeirra afhjúpar þau.
Þannig er líka allt sófasettið opið til
vinstri, ólíkt stjórnmálaskoðunum
persóna að Reyni undanskildum, en
til hægri séð frá áhorfendum – hið
rétta er þannig endurspeglun öfug
snúins veruleika.
Sannleikskornið í satírunni
Þetta undirstrikar að í rauninni eru
þau ekki pólitísk þótt þau haldi sig
vera það. Þau búa í bæ þar sem þarf
ekki að kjósa. Allt er eins og það hef
ur alltaf verið. Þetta er heimur þar
sem Bjarni Ben er fótboltagoðsögn
á við Pelé. Garðbæingar sjá um sína.
Það gerir flokkurinn líka. Þau styðja
sinn flokk en hið innra eru þau flökt
andi. Steinunn og Loftur afhjúpa
með allri innréttingunni að þau hafa
ekki í raun sinn eigin smekk. Þau
kaupa það sem er í tísku þótt það sé
í sýnilegri andstöðu við þeirra eigið
gildismat, þau stunda neyslu neysl
unnar vegna af því þau skilja í raun
ekki hvað gerir hlutina þeirra fína, að
innréttingar lífs þeirra eru jafn yfir
borðskenndar og þau sjálf. Þannig
kallast sviðsmynd Kristínu Berman
á við yfirborðsmennskuna og sið
blinduna sem liggur í hjarta verksins
og gerir það meistaralega vel.
Hér er Garðbæingurinn settur
á svið sem sýnekdóka sinna allra
verstu parta eins og félagsmálatröll
heimsins skilja þá. Þetta getur verið
stuðandi en er þó ekki nýtt; minna
má á Georg Bjarnfreðarson sem
samnefnara íslenskrar vinstrihreyf
ingar allt frá Rauðsokkahreyfingunni
til Steingríms Sigfússonar. Það er
eins með Georg og (90)210 Garða
bæ: Það er sannleikskorn í þessu öllu
saman. n
Hefnd
lattelepjandi
listapakksins
Arngrímur Vídalín
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Garðabær (90)210
Höfundur og leikstjóri: Heiðar Sumarliðason
Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Stefán
Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir,
Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vigdís Másdóttir
Leikmynd: Kristína R. Berman
Búningar: Júlíana Lára Steingrímsdóttir
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Dramatúrg: Bjartmar Þórðarson
„Sýningin gengur fram
af manni, en ég á
ekki til orð yfir það hversu
skemmtilega það er gert.
Hæ sæti hvað
færð þú að borða?
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is