Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Síða 38
Vikublað 3.–5. nóvember 201530 Fólk
n Vinsælustu konungbornu stjörnurnar
Ó
líkt Bandaríkjunum státar
Evrópa af fjölda konung
borinna stjarna. Bresku,
sænsku og dönsku slúður
blöðin fjalla álíka mikið um
drottningar, prinsa og prinsessur og
vinsælustu stjörnurnar hverju sinni.
DV skoðaði heitustu stjörnur Evrópu
sem svo vill til að eru einnig giftar inn
í frægustu konungsfjölskyldurnar
eða fæddust bæði með silfurskeið í
munni og gullkórónu á höfði. n
Rík, falleg og
konungborin
Barn á leiðinni Sænski prinsinn Karl Philip er kvæntur hinni gullfallegu
Sofiu prinsessu. Hjónakornin gengu í það heilaga á árinu og eiga nú von á sínu fyrsta barni í
apríl á næsta ári. Karl Philip, sem er 36 ára, er litli bróðir Viktoríu krónprinsessu.
Verðandi drottning
Viktoría krónprinessa mun einn daginn
verða drottning Svíþjóðar. Viktoría er gift
almúgamanninum Daniel Westling sem nú
gengur undir nafninu prins Daniel, hertoginn
af Västergötland. Hjónakornin eiga
dótturina Estelle, sem er þriggja ára en hún
mun verða stóra systir í mars á næsta ári.
Vinsæl
prinsessa
Madeline prinsessa
heillaði unga menn upp
úr skónum árum saman
en hefur nú fest ráð sitt.
Þessi yngri systir
Viktoríu krónprinsessu
og yngsta barn Karls
Gústafs Svíakonungs er
orðin gift tveggja barna
móðir. Eiginmaður
hennar er bresk/
bandaríski viðskiptajöf-
urinn Christopher
O'Neill en hjónin gengu í
það heilaga árið 2013.
Madeleine hefur verið
daglegt umfjöllunarefni
sænsku pressunnar um
árabil þótt fréttirnar af
henni hafi breyst í
gegnum tíðina.
Ótrúlega
vinsæl Hertogaynjan af
Cambridge, Kate prinsessa,
sem áður gekk undir nafninu
Catherine Middleton er löngu
orðin að tískugoði um allan
heim. Kate giftist Vilhjálmi
prins, elsta syni Karls
krónprins Bretlands árið 2011
en hjónin eiga tvö börn, prins
George og Charlotte prinsessu.
Kate er dýrkuð og dáð líkt og
tengdamóðir hennar, Díana
heitin.
Stjörnuhjón Pierre
Casiraghi er yngri sonur Carolinu
prinsessu og eiginmanns hennar sáluga,
Stefano Casiraghi. Pierre, sem er fæddur
árið 1987, gekk að eiga ítölsku
sjónvarpsstjörnuna Beatrice Borremeo í
Mónakó á dögunum í tvöfaldri athöfn.
Fyrst var um borgaralega athöfn að
ræða þar sem hjónakornin létu pússa sig
saman í kastala konungsfjölskyldunnar í
Mónakó en trúarlega athöfnin fór fram á
Ítalíu. Hjónin eru svo sannarlega ung, rík
og fræg.
Villtasti prinsinn
Vinsælasti prinsinn um árabil er án efa
rauðhausinn og villingurinn Harry
Bretaprins sem hefur líklega aldrei verið
heitari en einmitt núna. Slúðurblöð um
allan heim hafa keppst um að skrifa
fréttir af Harry sem hefur gefið þeim
meira en nóg til að velta sér upp úr. Harry
er yngri bróðir Vilhjálms og því ekki með
ábyrgð heils konungsríkis á bakinu líkt
og stóri bróðir og hefur því leyft sér að
njóta hins ljúfa lífs til hins ítrasta. Harry
hefur verið kenndur við hinar ýmsu konur
á borð við leikkonuna Cressida Bonas en
er á lausu þessa dagana.
Sætustu systurnar
Spænsku prinsessurnar Leonor, níu ára og Sofia,
átta ára, eru líklega orðnar vanar sviðsljósinu
þrátt fyrir ungan aldur. Hinar sætu ljóshærðu
systur eru dætur Felips Spánarkonungs og
Letiziu drottningar. Letizi, mamma þeirra, var
mikilsmetin sjónvarpsfréttakona áður en henni
tókst að heilla þáverandi prinsinn upp úr
skónum en hjónin giftu sig árið 2004 og urðu
konungshjón Spánar þann 19. júní í fyrra.
Margnota augnhitapoki
Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu
millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu
(Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris,
augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum
Augnhvilan
Augnhvílan er auðveld í notkun og
vermir í 10 mínútur í hvert sinn.
Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur
í örbylgjuofni og lögð yfir augun.