Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 8
Helgarblað 27.–30. nóvember 20158 Fréttir Satis.is Satis ehf | Fákafeni 9 | Sími: 551 5100 | www.satis.is Sjáðu SKY með NowTV netmyndlykli Ekki lengur þörf að setja upp disk. Kauptu SKY áskrift af skemmtipakka SKY, Sky Movies eða Sky Sports. Allir nýjir viðskiptavinir fá Sky Movies frítt í 3 mánuði og Skemmtipakkann í 2 vikur. (gildir til 15. nóv). Enginn binditími Eitt fullkomnasta VOD kerfi í heimi Verð frá 3.490 kr. á mán. Ráðgjafi í haftamálum fer í sæstrengsviðræður við Breta n Benedikt Gíslason og Benedikt Árnason í sæstrengsvinnuhóp n Funda með Bretum í næsta mánuði H elsti ráðgjafi íslenskra stjórn- valda við vinnu að áætlun um losun fjármagnshafta á undanförnum tveimur árum hefur verið skipaður í verk- efnisstjórn sem hefur það verkefni að eiga í könnunarviðræðum við Breta um lagningu sæstrengs. Samkvæmt heimildum DV verður Benedikt Gíslason fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í verk- efnastjórninni og þá mun Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætis- ráðuneytisins, einnig bætast í hópinn sem fulltrúi forsætisráðuneytisins. Gert er ráð fyrir því að fyrsti fund- ur verkefnisstjórnarinnar með full- trúum breskra stjórnvalda fari fram í næsta mánuði og stefnt er að því að niðurstöður úr viðræðunum liggi fyrir á vormánuðum næsta árs. Á tvíhliða fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Davids Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, sem var haldinn hér á landi 28. október síðastliðinn var ákveðið „að setja á laggirnar vinnu- hóp til að kanna mögulega tengingu á milli landanna í gegnum sæstreng,“ eins og sagði í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Þá ætti að skoða nánar þau efnahags- og félagslegu áhrif sem lagning sæstrengs gæti haft í för með sér. Í kjölfarið var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í byrjun þessa mánaðar að verkefnisstjórn á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins, sem var skipuð undir árs- lok 2014 til að kanna hagkvæmni þess að leggja slíkan sæstreng, myndi taka við því verkefni að eiga í viðræðum við Breta. Auk þeirra Benedikts Gísla- sonar og Benedikts Árnasonar eiga fyrir sæti í hópnum þau Ragna Árna- dóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjun- ar, Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets, og Ingvar Már Pálsson, skrifstofustjóri iðnaðar- og orkumála í atvinnuvegaráðuneytinu. Mikill áhugi Breta Benedikt Gíslason, sem var fram- kvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013, var ráðinn sem ráðgjafi fjármálaráð- herra í haftamálum í nóvember 2013 og átti sæti í framkvæmdahópi stjórn- valda um losun hafta. Benedikt tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins fyrr í þessum mánuði þar sem umræðuefnið var reynsla Norðmanna af lagningu sæ- strengja og möguleikar Íslands á evrópskum orkumarkaði. Það hefur lengi legið ljóst fyrir að Bretar hafa verið afar áhugasamir um lagningu sæstrengs en þar í landi leita stjórnvöld um þessar mundir allra leiða til að auka vægi endurnýjanlegra orkugjafa í sinni raforkuframleiðslu. Í skýrslu ráðgjafahóps atvinnuvega- ráðuneytisins um raforkustreng til Evrópu, sem var kynnt í júní 2013, sagði að afla þyrfti frekari upplýs- inga áður en hægt væri að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks verkefnis fyrir Ísland. Í því skyni væri nauðsynlegt að hefja viðræður við full- trúa breskra stjórnvalda. Það mun því marka talsverð tímamót fyrir fram- gang málsins þegar slíkar viðræður hefjast á allra næstu vikum. Á meðal þeirra aðila sem bresk stjórnvöld hafa tilnefnt sem fulltrúa sinn í viðræðum við Íslendinga, samkvæmt heimild- um DV, er Andrew McClean, meðeig- andi að lögmannsstofunni Slaught- er and May í London. Hann var einn helsti ráðgjafi viðræðunefndar breskra stjórnvalda í Icesave-deilunni við Ís- land á sínum tíma. Tífalt hærra verð raunhæft Viðræðurnar við Breta munu meðal annars felast í því að fá upplýs- ingar um hversu mikið magn orku gæti verið selt í gegnum strenginn, á hvaða tíma dagsins rafmagnið yrði keypt, fjármögnun og eignarhald á strengnum – og síðast en ekki síst á hvaða verði Bretar væru reiðubún- ir að kaupa raforkuna. Þótt ómögu- legt sé að áætla á þessari stundu hver heildarkostnaðurinn yrði við slíkan sæstreng – Hagfræðistofnun Íslands áætlar hann á bilinu 288 til 553 millj- arða – þá er líklegt að um yrði að ræða stærsta fjárfestingarverkefni Íslands- sögunnar. Sökum stærðar verkefnis- ins er því ljóst að Landsvirkjun mun aldrei taka á sig þá áhættu sem fylgir því að leggja slíkan streng heldur yrði það alfarið á herðum erlendra fjár- festa. Allar líkur eru taldar á því að Ís- lendingar gætu selt orku í gegnum sæstreng á margfalt hærra verði – tí- falt hærra verð hefur verið nefnt sem raunhæft – miðað við núgildandi raforkusamninga Landsvirkjunar. Í þeim efnum hefur verið vísað til þess að bresk yfirvöld eru með í slíkum raforkuviðskiptum stuðningskerfi (e. contracts for difference) sem þau hafa meðal annars notað við byggingu á nýju kjarnorkuveri. Í slíkum samn- ingum ábyrgjast þau 65% af kostnaði við framkvæmdir og tryggja raforku- verð sem samsvarar 150 Bandaríkja- dölum á hverja megawattstund til 35 ára. Þá er einnig fyrir hendi sams kon- ar stuðningskerfi fyrir vindorkugarða og þar fer raforkuverðið upp í allt að 200 dali á megawattstund. n Þrátt fyrir að margt bendi til þess að sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti stóraukið arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu þá hafa skoðanakannanir sýnt að almenningur hér á landi hefur miklar efasemdir um að rétt sé að ráðast í slíka framkvæmd. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Auðlindir okkar – áhugamannafélag um ábyrga nýtingu auð- linda Íslands fyrr á þessu ári að 67% þeirra sem tóku afstöðu væru andvíg því að selja raforku til Bretlands í gegnum sæstreng. Þeir sem hafa helst gagnrýnt hugmyndir um lagningu sæstrengs hafa meðal annars bent á að afleiðingin yrði líklega sú að raf- orkuverð til heimila myndi hækka í kjölfarið. Á fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með forsætisráðherra Bretlands í lok síðasta mánaðar, þar sem þeir sammæltust um að setja á laggirnar vinnuhóp til að ræða tengingu landanna í gegnum sæstreng, ítrekaði Sigmundur Davíð að „forsenda fyrir mögulegri lagningu sæstrengs í framtíðinni væri að raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækki ekki,“ eins og sagði í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að sæstrengur sé áhugaverður kostur en að ganga þurfa úr skugga um að verkefnið sé efnahagslega forsvaran- legt. Í frásögn Viðskiptablaðsins af fundi Bresk-íslenska viðskiptaráðsins í september síðastliðnum sagði Bjarni að hann teldi að núna væri rétti tíminn til að færa aukinn kraft í samskipti á milli íslenskra og breskra stjórnvalda um málið. Hörður Ægisson hordur@dv.is Skoða sæstreng Á fundi Sigmundar Davíðs og Davids Cameron í lok síðasta mánaðar var ákveðið að setja á fót vinnuhóp til að eiga könnunarviðræður um lagningu sæstrengs á milli á landanna. Benedikt Árnason Benedikt Gíslason Andstaða á meðal almennings við sæstreng

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.