Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 16
Helgarblað 27.–30. nóvember 201516 Fréttir ÓfrjÓsemisaðgerðir sem kúgunartæki n Íslenskar konur voru kerfisbundið neyddar til að undirgangast ófrjósemisaðgerðir n Sorglegur skortur á gögnum segir varaþingmaður F yrir mér vekja þessar tölur upp fleiri spurningar og við þurfum að fá ítarlegri svör,“ segir Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar. Á þrjátíu ára tímabili, frá 1984 til 2014, voru gerðar 62 ófrjó- semisaðgerðir á ungu fólki hér á landi þar sem lögráðamenn undir- rituðu umsóknir fyrir þeirra hönd. Á einstaklingum sem vegna geð- sjúkdóms, mikils greindarskorts eða annarra geðtruflana töldust varanlega ófærir um að gera sér grein fyrir afleiðingum aðgerðar- innar. Þar af voru 42 konur og 20 karlar. Níu slíkar aðgerðir voru gerðar á einstaklingum 18 ára og yngri á árunum 1998–2014, þar af voru átta stúlkur og einn piltur á aldrinum 15–18 ára. Að auki voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerð- ir á 52 einstaklingum, undir 25 ára aldri, á árunum 1987–2014 þar sem þeir uppfylltu eitt af eða fleiri af skilyrðum annars liðar 18. grein- ar laga um ófrjósemisaðgerðir sem lesa má hér í ítarefni með þessari umfjöllun. Eins og DV komst að við nánari athugun á þessum málaflokki þá liggur ljóst fyrir að fatlað fólk, þar með talið fólk með þroskahöml- un, hafi í gegnum tíðina verið tek- ið úr sambandi, meira að segja með blekkingum og án þess að vita það. Allt á grundvelli núgildandi laga um þessar aðgerðir. Mun fleiri konur Ofangreindar upplýsingar um fjölda aðgerða komu fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, á Alþingi á dögunum. Þar kom fram að 20.988 ófrjósemisaðgerðir voru gerðar á Ís- landi á tímabilinu 1981–2014. Mikill meirihluti aðgerðanna var gerður á konum en hlutföllin hafa heldur jafnast með árunum og árið 2005 voru karlar fyrst í meirihluta yfir framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á Íslandi, og hafa verið síðan. Frábært kúgunartæki Fyrir liggur að langflestar þessara tæplega 21 þúsund aðgerða voru gerðar að ósk karla og kvenna sem náð höfðu 25 ára aldri og óskuðu eindregið og að vel íhuguðu máli þess að vera tekin úr sambandi og engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Þó er ljóst að slík- ar aðgerðir hafa einnig verið fram- kvæmdar ansi reglulega hér á tug- um einstaklinga sem talið var, að sökum líkamlegra eða andlegra vandkvæða, ættu ekki að auka kyn sitt og höfðu jafnvel lítið sem ekkert um það að segja. Freyja, sem hefur látið sig þessi mál varða, ítrekar að gagnrýni hennar og fleiri beinist ekki að öll- um ófrjósemisaðgerðum, heldur aðeins þeim sem eru notaðar með þeim hætti að gera fatlaðar konur og karla ófrjó undir því yfirskini að það sé þeim fyrir bestu. „Fyrir vikið er það mikið áfall að þetta skuli vera svona, að við höfum ekki fleiri gögn um þetta. En þetta er auðvitað frábært kúgunartæki.“ Ekki sundurliðað Megintilgangur fyrirspurnar Páls Vals var að varpa ljósi á hversu margar ófrjósemisaðgerðir hefðu verið gerðar á fötluðu fólki og börn- um, sundurliðað eftir tegund fötlun- ar hér á landi í gegnum tíðina. Í ljós kom að þegar óskað er eftir slíkum aðgerðum þarf viðkomandi, eða lög- ráðamaður, að sækja um á eyðublöð- um sem embætti landlæknis gefur út. Þar er fötlun eða tegund fötlunar ekki skráð sérstaklega og liggja upp- lýsingar um slíkt því ekki fyrir. Vísbendingar eru þó í svörun- um um hversu margar aðgerð- ir hafa verið gerðar á fólki sem af ýmsum ástæðum er talið ófært um að eignast, eða sjá um börn, eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskerðingar eða annars hafa gengist undir ófrjó- semisaðgerðir á undanförnum ára- tugum. Ljóst er að margir þeirra þátta, sem tilgreindir eru í laga- greinum þar að lútandi, geta átt við þann hóp fólks sem fyrirspurn- in varðaði. Þó að ekki sé hægt að sundurliða það sérstaklega sökum uppbyggingar umsóknareyðublað- anna. Rannsóknir hafa þó sýnt að fjölmörg dæmi eru þess að konur sem glíma við þroskahömlun hafi verið nánast kerfisbundið látnar gangast undir ófrjósemisaðgerðir í gegnum tíðina. Nánar er fjallað um eina slíka rannsókn á næstu síðu. Handvömm embættisins „Það hryggir mig mikið að land- læknisembættið, vitandi hver saga fatlaðs fólks er, sýni af sér svona mikið ábyrgðarleysi að vera ekki búið að halda betur utan um þessi gögn. Þetta er líka ábyrgðarleysi hjá heilbrigðisráðherra að láta svona svör frá sér fara. Það komu ekki fram neinar upplýsingar um að þau væru að reyna að breyta þessu,“ segir Freyja. „Ég hef sterkan grun um að þess- ar níu aðgerðir sem framkvæmdar voru snúi að fötluðum börnum, þá sérstaklega fötluðum stúlkum. En þar sem þetta er ekki greint neitt frekar slær það vopnin svolítið úr höndunum á okkur sem erum að berjast fyrir réttlæti í þessum mál- um. Ef við höfum ekki þessar upp- lýsingar þá vandast málið og verður allt miklu erfiðara,“ segir hún. Freyja segist sérstaklega hugsi yfir þeim aðgerðum sem fram- kvæmdar hafa verið á börnum, en einnig yfir kynjaslagsíðunni sem er umtalsverð. „Við Páll viljum skoða þetta frekar, fá upplýsingar um hvað býr að baki þessum tölum og afla upplýsinga um það hverjir verkferlarnir eru. Í tilfellum barna vantar allar upplýsingar, sem er Ásta Sigrún Magnúsdóttir Sigurður Mikael Jónsson astasigrun@dv.is / mikael@dv.is Í skýrslu WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar frá árinu 2011 um stöðu fatlaðs fólks kemur fram að þrátt fyrir að ófrjósemisaðgerðir séu notaðar sem getnaðarvörn, sem svar við vandamálum tengdum tíðum kvenna eða sem vörn gegn kynferðisofbeldi, sé það sjaldnast réttmætur tilgang- ur. WHO tekur skýrt fram að þrátt fyrir ólögmæti þess séu til fjölmörg dæmi á heimsvísu þar sem aðgerðirnar eru notaðar, sérstak- lega á konum með þroskaskerðingar, til að koma í veg fyrir frjósemi þeirra. „Ófrjósemisaðgerðir sem framkvæmdar eru án samþykkis fatlaðs fólks eru brot á mannréttindareglum,“ segir í skýrslunni. Þar kemur fram að mikilvægt sé að fatlað fólk hafi sama aðgengi að ófrjósemisaðgerðum til jafns við ófatlað fólk, en þá á þeirra eigin forsendum. Einnig er kveðið á um mikilvægi þess að fatlað fólk hafi aðgengi að heilbrigðiskerfinu varðandi kynheilsu sína. „[Ófrjósemisaðgerðir] eru engin vörn gegn kynferðisofbeldi eða gegn kynsjúkdómum.“ WHO kallar á að settar verði strangar reglur og kerfi sem styður við fatlað fólk þegar kemur að því að taka ákvarðanir um ófrjósemisaðgerðir og tryggja að vilji þess sé skýr og verði ekki fótum troðinn í nafni hagsmuna annarra. „Þetta er auðvitað frábært kúgunartæki. Ófrjósemisaðgerð er samkvæmt lögum þegar sáðgöngum karla eða eggvegum kvenna er lokað og þannig komið í veg fyrir að viðkomandi auki kyn sitt. Kerfisbundin kúgun „Fatlað fólk hefur ekki vald yfir líkama sínum svo það er þvingað í ófrjósemisaðgerðir eða það er gabbað í þær,“ segir Freyja. Mynd GabriEllE Motola auki líkurnar Freyja segist óttast að aðgerðir sem þessar auki líkurnar á því að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi. Mynd 123.rF Mannréttindabrot Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.