Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 18
Helgarblað 27.–30. nóvember 201518 Fréttir
Stúlkur blekktar í
ófrjósemisaðgerð
S
láandi vitnisburðir um
reynslu og upplifun
kvenna með þroskahöml-
un af ófrjósemisaðgerðum
birtast í rannsóknargrein
Guðrúnar V. Stefánsdóttur, dós-
ents við Menntavísindasvið Há-
skóla Íslands; Sjálfræði og ófrjó-
semisaðgerðir á konum með
þroskahömlun, frá árinu 2011. Þar
tók Guðrún viðtöl við sex konur
með þroskahömlun, á aldrinum 46–
66 ára, auk þess sem tekin voru við-
töl við systur þriggja þeirra. Í niður-
stöðum kom fram að allar konurnar
þurftu að gangast undir ófrjósemis-
aðgerð, þar af þrjár undir fölsku
yfir skini. Hinar þrjár voru hvattar
til eða taldar á að fara í aðgerðirn-
ar. Komst Guðrún að þeirri niður-
stöðu að niðurstöðurnar bentu til
að konurnar hafi verið fullfærar um
að taka svo afdrifaríka ákvörðun í
lífi sínu og að ástæður aðgerðanna
eigi rætur í sögulegum og menn-
ingarbundnum viðhorfum í garð
fólks með þroskahömlun og í því
samhengi leiki mannkynbótastefn-
an stórt hlutverk. Fram kom að kon-
urnar höfðu fæstar áhuga á að eign-
ast börn, þrátt fyrir að þær teldu sig
ráða við foreldrahlutverkið.
Lygi um botnlangaskurð
Núverandi lög er varða ófrjósemis-
aðgerðir eru frá árinu 1975, en lög-
in sem þau lög leystu af hólmi voru
frá 1938. Guðrún bendir á í grein
sinni að þrátt fyrir miklar áherslu-
breytingar milli laga þá hafi stað-
ið nánast óbreytt grein um ófrjó-
semisaðgerðir og fóstureyðingu án
heimildar viðkomandi en hana má
leyfa sé viðkomandi vegna geð-
sjúkdóms, mikils greindarskorts
eða annarra geðtruflana varan-
lega ófær um að gera sér grein fyr-
ir afleiðingum aðgerðarinnar. Tvær
kvennanna sem Guðrún ræddi við
fóru í ófrjósemisaðgerð á gildistíma
laganna frá 1938, önnur 1964 en hin
1973. Hinar síðar, eða samkvæmt
lögunum frá 1975.
Sláandi er að lesa að þremur af
konunum sex var ekki sagt satt um
eðli aðgerðarinnar. Tveimur var
tjáð að um botnlangaskurð væri að
ræða en einni að hún þyrfti að fara í
„smávægilega aðgerð.“
Í grein Guðrúnar er sagt frá
Maríu, sem fædd er 1950, sem fór
í ófrjósemisaðgerð 1964 þegar hún
var 13 ára og bjó í foreldrahúsum.
„Henni var sagt að fjarlægja ætti
botnlangann“ en frumkvæði að að-
gerðinni kom frá foreldrum hennar.
María frétti af aðgerðinni þegar hún
var um þrítugt.
„Hafið ekkert að gera við
krakka“
Sigrún, sem fædd er 1946, hafði
svipaða sögu að segja en hún bjó á
stofnun þegar hún var send í sína
aðgerð árið 1973. Vitnað er í reynslu
hennar í grein Guðrúnar:
„Mig hefur alltaf langað til að
eignast börn en eftir að ég kynnt-
ist Gumma fór hann að tala um að
kannski gætum við átt börn. Svo
fórum við til læknis og þá sagði
hann að ég gæti ekki átt börn, ég
hafi bara verið tekin úr sambandi.
Ég spurði elstu systur mína og þá
sagði hún bara: „Þið hafið ekkert
að gera við krakka, og svo getur þú
ekki átt börn.“ Ég held að 1973 hafi
ég verið send á spítala og þá var
mér sagt að ég væri með botnlanga-
bólgu en ég var samt ekkert veik.“
Þriðja konan til að gangast und-
ir ófrjósemisaðgerð á fölskum
forsendum var Margrét, fædd 1952,
árið 1979 og þá samkvæmt núver-
andi löggjöf um slíkar aðgerðir. Hún
bjó í foreldrahúsum á landsbyggð-
inni en flutti á sambýli hálfu ári síð-
ar, segir í grein Guðrúnar. Móðir
Margrétar fór með hana í skoðun til
kvensjúkdómalæknis en eftir hana
tjáði móðirin henni að það þyrfti
að gera aðgerð til að laga „eitthvað
þarna niðri“ eins og Guðrún seg-
ir að hún hafi orðað það. Mörgum
árum síðar komst Margrét að því
hvað hafði verið gert. Hún frétti það
frá systur sinni. Guðrún greinir frá
því að í viðtali við Hönnu, systur
Margrétar, hafi komið fram að „að-
gerðin hafi verið sett sem skilyrði
fyrir því að Margrét gæti flutt á sam-
býli.“
Haft er eftir Hönnu að Margrét
hafi sjálf sagt að hún gæti ekki hugs-
að um börn. „Þannig að ég held að
þetta hafi ekki haft áhrif á hana. Þetta
var bara sjálfsagt á þessum tíma.“
Hlýddi bara, annars urðu
allir reiðir
Þrjár kvennanna sem Guðrún Stef-
ánsdóttir tók viðtöl við samþykktu
að fara í ófrjósemisaðgerð. Allar
tengdust þær flutningi á sambýli.
Aðgerðirnar voru framkvæmdar í
gildistíma núverandi löggjafar, árin
1976, 1981 og 1983. Guðrún bendir
á að í lýsingum kvennanna hafi
endurspeglast mikið valdaleysi.
Þrátt fyrir að þær hafi vitað um að-
gerðina og skrifað undir umsókn-
ina hafi þær ekki verið gerðar með
sjálfstæðu samþykki þeirra. Hulda,
fædd 1949, fór í sína aðgerð 1976
þegar hún bjó á stofnun. Hún seg-
ir að móðir hennar hafi sagt henni
að aðgerðina yrði hún að fara í til að
flytja á sambýli.
„Ég mátti ekki flytja á sambýlið
nema að fara í þessa aðgerð. Ég
vissi ekki neitt hvað það þýddi.
Mamma sagði mér að svona að-
gerðir þyrfti að gera á konum eins
og mér. Ég fór svo í aðgerðina þegar
ég var flutt á sambýlið og það var
ekkert skemmtilegt. En það þurftu
allar konurnar á sambýlinu að fara.
Hlýddi bara mömmu og forstöðu-
konunni. Maður varð að gera það
annars urðu allir reiðir. Ég hugsaði
stundum um þetta en ekki lengur.
Ég hef aldrei átt kærasta svo ég skil
ekki af hverju þetta var gert.“
Í viðtali sem birtist við Halldóru,
systur Huldu, sem hafði miklar efa-
semdir um framkvæmd aðgerðar-
innar, segir hún: „Ég var aldrei sátt
við þetta en það var ekki um ann-
að að velja. Svo er nú líka alltaf
þessi spurning að samfélagið eigi
að mæta þessu en það er bara ekki
gert. Svo verða þessar konur fyrir
óprúttnum körlum og ekki vernd-
aði ófrjósemisaðgerðin Huldu fyrir
því. Það er eitthvað sem er ekki rétt í
þessu öllu saman.“
Guðrún bendir á í grein sinni
að í lýsingu Halldóru komi skýrt
fram mikil mótsögn sem felist í
ófrjósemisaðgerðum. Rökstuðn-
ingur fyrir þeim gengur oft út á að
vernda konurnar. „Í niðurstöð-
um rannsóknarinnar má greina að
ófrjósemisaðgerðirnar voru fyrst
og fremst hugsaðar sem getnað-
arvarnir, en eins og glöggt má sjá í
Huldu tilfelli vernda þær konurnar
ekki á nokkurn hátt fyrir kynferðis-
ofbeldi.“
„Gleymi aldrei deginum“
Helga, fædd 1956, fór í sína aðgerð
1981 þegar hún bjó á sólarhrings-
stofnun fyrir fólk með þroskahöml-
un. Hún lýsir því í viðtali við Guð-
rúnu að hún hafi ekki viljað fara
fyrst og sagt nei við félagsráðgjafa.
„Ég ætlaði ekki að eignast
börn en þetta vildi ég ekki, talaði
Guðrún systir mín við mig og hún
sagði mér að ég gæti ekki flutt á
sambýlið nema að fara á spítalann
og láta taka mig úr sambandi. Ég
gleymi aldrei deginum sem ég
fór.“ Systir Helgu fullyrðir síðan að
forstöðumaður sambýlisins hafi
sett ófrjósemisaðgerð sem skilyrði.
Kristín, fædd 1965, fór í ófrjó-
semisaðgerð árið 1987 þegar hún
var 23 ára og var talin á það af systk-
inum sínum. „Ég fattaði ekki þá að
það þýddi að ég gæti aldrei eignast
börn. Þegar þetta var langaði mig
ekki til að eignast börn og ég veit
ekki hvort ég hefði viljað það.“
Guðrún segir að niðurstöður
rannsóknarinnar bendi til að kon-
urnar þrjár hafi ekki óskað sjálfar
eftir ófrjósemisaðgerðum eða tek-
ið sjálfstæða ákvörðun um að fara í
þær. Bendir Guðrún á að ekki liggi
fyrir hvernig eftirlitið með fram-
kvæmd laganna sé en miðað við
það sem komi fram í rannsókn
hennar virðist sem ákvæði laganna
um að umsókn skuli fylgja „yfirlýs-
ing viðkomandi, undirrituð eigin
hendi, að henni/honum sé ljóst
í hverju aðgerðin sé fólgin, og að
hún/hann fari fram á ófrjósemisað-
gerð af frjálsum vilja“ hafi ekki verið
virt.
Bendir Guðrún á að á sama hátt
og þær konur sem sendar voru í að-
gerðirnar undir fölsku yfirskini geti
engin þessara þriggja kvenna talist
geðveik eða mikið greindarskert en
lögin heimila að veita leyfi án sam-
þykkis viðkomandi falli fólk undir
þá skilgreiningu samkvæmt 22.
grein laganna sem lesa má í ítarefni
þessara umfjöllunar.
Í niðurstöðukafla greinar sinn-
ar segir Guðrún að skýrt komi fram
að engin þessara sex kvenna virðist
hafa farið í aðgerðina af frjálsum og
fúsum vilja. Með aðgerðunum hafi
verið brotið á sjálfræði kvennanna
og ekki nóg með það heldur hafi
íslensk lög einnig verið brotin þar
sem engin kvennanna falli und-
ir skilgreiningu 22. greinar laganna
um ófrjósemisaðgerðir. n
Heimild: Guðrún V. Stefánsdóttir.
(2011). Sjálfræði og ófrjósemisaðgerð-
ir á konum með þroskahömlun. Ráð-
stefnurit Netlu – Menntakvika 2011.
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
n Sögð krafa fyrir búsetu á sambýli n Var talin trú um að hún færi í botnlangaskurð
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Sigurður Mikael Jónsson
astasigrun@dv.is / mikael@dv.is
„Ég mátti ekki flytja
á sambýlið nema
að fara í þessa aðgerð.