Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 20
Helgarblað 27.–30. nóvember 201520 Fréttir Jólahlaðborð Skíðaskálans Hugguleg stund í Skálanum þar sem í boði er alíslensk jólahlaðborðsstemning. Tilvalið fyrir fjölskyldur og hópa, stóra sem smáa. Fjölskyldustemning á sunnudögum Jólasveinninn kemur í heimsókn Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum á sunnudögum. Skíðaskálinn Hveradölum | Sími 567 2020 Fjölskyldustemning á sunnudögum Jólasveinninn kemur í heimsókn Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum á sunnudögum „Laun þingmanna ekki há miðað við vinnuálag“ n Birgittu þykir furðulegt að hækkun Kjararáðs sé afturvirk n Þingmenn hálfdrættingar í launum M ér finnst laun þing- manna ekki há miðað við vinnuálag og það sem einstaklingar myndu fá í laun á hefð- bundnum vinnustað fyrir jafn- mikla yfirvinnu og í þingstörfum felast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, við fyrirspurn á Pírataspjallinu þar sem þingmenn flokksins voru spurðir álits á úr- skurði kjararáðs um 9,3% launa- hækkun þeirra sem heyra undir ráðið. Eins og komið hefur fram þá er launahækkunin afturvirk frá 1. mars 2015. Engin verkalýðsréttindi Ákvörðunin þýðir að þingmenn hækka um 60 þúsund krónur á mánuði og verða grunnlaun þeirra 712 þúsund krónur á mánuði. Í svari sínu segir Birgitta að margar ósannar flökkusögur séu á sveimi um kjör þingmanna. „Við erum eina starfsstéttin sem hefur ná- kvæmlega engin verkalýðsréttindi eins og annað fólk í landinu. Við megum ekki hafa trúnaðarmann og ekki fáum við sérstakan jóla- bónus eins og margir. Þingmenn fá til dæmis ekkert greitt aukalega fyrir nefndarstörf eins og margir, að undanskildum nefndarfor- mönnum,“ segir Birgitta. For- mennska í nefndum komi hins vegar yfirleitt í hlut þingmanna ríkisstjórnarflokkanna og að mikið vinnuálag hvíli á formönnum sam- anborið við hefðbundna nefndar- menn. Setið eftir Í svari sínu vakti Birgitta einnig athygli á því að þingmenn hafi setið eftir í kjörum miðað við laun forseta Íslands og ráðherra. Það rímar við niðurstöðu í úttekt DV á launum þjóðkjörinna fulltrúa en þar kom fram að raunlækkun launa þingmanna frá hruni sé 10,9%. Eftir breytinguna nú séu þingmenn hálfdrættingar á við forsætisráðherra í launum. Þess má geta að þingflokksformenn fá greitt 50% álag ofan á þingfarar- kaup. Píratar hafa hins vegar alltaf hafnað þessu sérstaka launaálagi en sú ákvörðun sparar ríkissjóði um 4,4 milljónir á ári. Afturvirk ákvörðun Ákvörðun kjararáðs um að launin séu afturvirk til 1. mars hefur sætt mikilli gagnrýni sem og til- vist ráðsins sjálfs. „Ég er sammála því að mér finnst furðulegt hve langt til baka þessi launahækkun nær. Hins vegar finnst mér gott að hafa í huga að verra væri ef þing- menn myndu ákveða sjálfir laun sín,“ segir Birgitta og tekur fram að hvorki þekki hún neinn í ráðinu né hafi hún reynt að hafa áhrif á ákvarðanir þess. „Tímasetningin á þessum miklu hækkunum er ekki skynsamleg í ljósi þeirra deilna sem hafa verið á vinnumarkaði,“ segir Birgitta. Ásta Guðrún Helga- dóttir, þingmaður Pírata, hafði ekki mótað sér afstöðu til máls- ins. „Nú veit ég ekki hvað mér á eiginlega að finnast. Ég hef aldrei skilið launin mín frá Alþingi og ég held ég muni ekkert skilja þau eftir þessa launahækkun frekar en áður,“ segir Ásta Guðrún. n Ásta Guðrún Helgadóttir Hefur aldrei skilið launin sín frá Alþingi. „Við erum eina starfsstéttin sem hefur nákvæmlega engin verkalýðsréttindi eins og annað fólk í landinu. Birgitta Jónsdóttir Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Birgitta Jónsdóttir Segir að laun þingmanna séu ekki há miðað við vinnuálag. Mynd KriStinn MAGnúSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.