Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 30
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015
JEPPA-
DEKK
fyrir
íslenskar
aðstæður
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
540 4900
www.arctictrucks.is
Verið alltaf velkomin í Kolaportið!
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17.
Næg bílastæði við
Kolaportið
Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína!
Kolaportið
er umkringt af
bílastæðahúsum.
Vesturgata · Mjóstræti
Fjöldi stæða 106
Ráðhúsið · Tjarnargata 11
Fjöldi stæða 130
Traðarkot · Hverfisgata 20
Fjöldi stæða 270
Kolaportið · Kalkofnsvegur 1
Fjöldi stæða 270
K
V
IK
A
30 Fréttir Erlent
Meintur barnaperri látinn
eftir árás fasteignasala
A
uðugur breskur fasteigna
sali, sem barði meintan
barnaperra til dauða,
virðist ætla að sleppa við
fangelsisdóm. Davinder
Kainth var á dögunum dæmdur til
sex mánaða fangelsisvistar eftir að
hafa játað að hafa orðið valdur að
dauða almannatengilsins Sand
ro Rottman. Atvikið átti sér stað á
veitingastað á Sotogrande á Spáni.
Ástæðu árásarinnar má rekja til
þess að Rottman, sem sætti rann
sókn vegna barnakláms sem fannst
í tölvu hans, hafði tekið myndir af
börnum fasteignasalans.
Fyrsti dómur
Breskir fjölmiðlar greina frá þessu.
Daily Mail segir að á Spáni sleppi
þeir sem fá sinn fyrsta dóm, ef
hann er vægari en tvö ár, alla jafna
við afplánun. Rottman, sem er
sagður hafa verið við slæma heilsu
vegna áfengisdrykkju, lést á spítala
eftir heilablæðingu í kjölfar árásar
innar.
Málsatvik voru þannig að á um
ræddum veitingastað sá eigin
kona Kainth, Gemma Hawkins,
að á iPad Rottmans voru myndir
af börnunum hennar þremur, sem
teknar höfðu verið án leyfis. Þetta
var þegar fólkið hafði lokið við að
borða og var í þann mund að yfir
gefa veitingastaðinn. Við það varð
hún æst og krafðist skýringar á
myndunum. Þá upphófst mikið
rifrildi sem þróaðist út í ofbeldi
þar sem Kainth barði Rottman
nokkrum sinnum í höfuðið, að því
er segir í dómnum.
Heilsubrestir
vegna áfengisneyslu
Dómarinn, Raquel Gomez Sancho,
sagði að högg sem þessi drægju
menn venjulega ekki til dauða en
maðurinn lést nokkrum mínútum
síðar. Hún komst að þeirri niður
stöðu að heilsubrestir hins látna,
vegna langvarandi áfengisneyslu,
hefðu átt sinn þátt í að maðurinn
dó. Þá varð skýringin á uppnáminu
Kainth til refsilækkunar.
Rottman varð þekktur í Bret
landi árið 2009, þegar hann kom
fram sem einhvers konar lífvörður
Katie Price, þegar hún kynnti nýja
fatalínu í Sotogrande. n baldur@dv.is
n Tók myndir af börnunum án leyfis n Rottman lést eftir heilablæðingu
Sakaður um vörslu
barnakláms Rottman,
sem hér er á mynd með
Katie Price árið 2009, sætti
rannsókn vegna mynda sem
fundust á tölvunni hans.