Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 32
Helgarblað 27.–30. nóvember 201532 Skrýtið Kína fann upp hnattræna hlýnun „Hugmyndin um hnattræna hlýn- un var búin til af Kínverjum, fyrir Kínverja, með það fyrir augum að draga úr samkeppnishæfni banda- rískrar framleiðslu.“ Þessi ummæli lét Trump falla á Twitter árið 2012. Þess má geta að Kínverjar hafa ný- lega sett fram metnaðarfulla áætlun til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í eigin landi. Blökkumenn eru latir Trump hefur alla tíð sagt hluti sem ganga fram af fólki. Í bók sem óánægður fyrrverandi undirmaður skrifaði um Trump fullyrti hann að Trump hefði sagt að það væri í eðli blökku- manna að vera latir (e. Laziness is a Trait in Blacks). Hafa ber í huga að bókin er skrifuð af John R. O'Donn- ell, sem vann fyri Trump í Vegas í ein þrjú ár og hætti í fússi. Trump hefur aftur á móti sagt að bókin sé sennilega sönn. Smábörn eru ekki hestar Um- mælin lét hann falla í fyrra í um- ræðu um bólusetningar. Hann sagði eitthvað á þessa leið, í lauslegri þýð- ingu: „Ég hef haft rétt fyrir mér um fjöldabólusetningar – læknarnir lugu. Björgum börnunum okkar og framtíð þeirra, engar fleiri hópbólu- setningar. Smábörn eru ekki hestar – eina bólusetningu í einu.“ Sparperur valda krabbameini Trump hefur að sjálfsögðu bland- að sér í umræðuna um sparperur. Það gerði hann árið 2012. Þá tísti hann: „Munið að sparperur geta valdið krabbameini. Gætið ykkar – fávitunum sem fundu þetta upp er slétt sama.“ Trump var líklega að vísa til þess að sparperur senda frá sér meiri geislun en hinar. Þær valda hins vegar engu krabba- meini og eru skaðlausar mönnum og dýrum. Sannleikurinn um fæðingar- vottorðið Birther Movement á hveitibrauðsdögum Baracks Obama í embætti forseta er góð áminn- ing um að peningar og vit fara ekki alltaf saman. Með milljarðamær- inginn Trump í broddi fylkingar reyndi hreyfingin að hrekja Obama úr embætti á þeim forsendum að hann væri ekki fæddur í Banda- ríkjunum – eitthvað sem Obama hrakti í tvígang. Trump fullyrti að skírteini um fæðingu (e. certificate of live birth) væri ekki nálægt því það sama og fæðingarvottorð (e. birth certificate),. Staðreyndin er að hið fyrrnefnda er fyrsta skjal þess efnis að þess að kona hafi alið barn, undanfari fæðingarvottorðs. Í liði með Írönum Samkomu- lag stór- veldanna við Íran um kjarnorkuvopn er til þess fallið að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu kjarnavopna. Í samkomu- laginu felst að Íranir geti óskað eft- ir aðstoð ef hryðjuverkahópar, svo sem ISIS, reyna að komast yfir efni til framleiðslu kjarnavopna. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að verða við beiðninni. Trump sagði um þetta samkomulag í septem- ber: „Ef Ísraelsmenn ráðast á Írani þá eigum við að vera með Írönum í liði.“ Þetta er fráleit túlkun á samn- ingnum. Kallaði Kínverja „motherfuckers“ Kína er næsta stórveldi heimsins og stjórnmála- menn vestrænna ríkja hafa margir hverjir freistað þess að eiga góð samskipti við Kínverja. Trump hefur valið aðra leið. Árið 2011 örgraði hann Kínverj- um: „Listen motherfuckers! We're going to tax you 25%!“ Hann hót- aði að skattleggja þá um fjórðung vegna þess að hann er þeirrar skoðunar að Kínverjar séu að hrifsa störf af bandarískum verka- mönnum. Afhjúpað hefur verið að Trump á sjálfur fatalínu sem fram- leidd er að stórum hluta í Kína til að draga úr kostnaði. Mexíkóar senda nauðgara og morðingja Í sumar ásakaði Trump ríkisstjórnina í Mexíkó um að senda viljandi til Bandaríkjanna nauð- gara og morðingja. Ekkert í fullyrðingunni stenst skoðun. Hlutfalls- lega koma mun færri Suðurameríkanar við sögu í kynferðisbrota- málum en innfæddir og aðeins tvö um pró- sent ólöglegra inn- flytjenda. Vildi aflífa unlingspilta án dóms og lagaÁrið 1989 voru New York-búar harmi slegnir eftir að hvítri konu, sem var að skokka, var nauðgað í Central Park. Í kjölfarið voru nokkrir þeldökkir unglings- piltar yfirheyrðir sem grunaðir. Trump steig þá fram og birti heil- síðuauglýsingar í dagblöðum þar sem hann krafðist þess að drengirnir yrði teknir af lífi við fyrsta tækifæri. Drengirnir reynd- ust svo saklausir. Trump sá að sér og heimsótti fórnarlamb nauðg- unar, þeldökka konu, á spítala og bauðst til að borga fyrir hana lækniskostnaðinn. Hefði komið í veg fyrir 9/11 Í október síðastliðnum fullyrti Trump að stefna hans í innflytj- endamálum hefði getað komið í veg fyrir 9/11 hryðjuverkaárásina. „Ég trúi því að hefði ég stýrt landinu þá hefði þetta fólk ekki verið þar,“ sagði hann og átti við þá sem rændu flugvélun- um. n HeiMSKuleguStu uMMælin n Forsetaframbjóðandinn Donald trump lætur allt flakka n Hér eru tíu fáránleg ummæli hans Strigakjaftur Trump virðist stundum tala gegn betri vitund. Hann talar fyrir harðri innflytjendastefnu. mynd epa GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA Góð þjónusta í yfir 60 ár Gæðahreinsun þvottahús Dúkaleiga fyrirtækjaþjónusta sækjum & sendum Efnalaugin Björg Háaleitisbraut 58-60, 108 reykjavík sími: 553-1380

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.