Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 38
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 38 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Mannréttindi og „umburðarlyndið“ Í maímánuði 2010, eða fyrir rúm­ lega hálfum áratug, sendi þá­ verandi ríkisstjórn frá sér frétta­ tilkynningu. Vel er við hæfi, nú þegar við nálgumst árið 2016, að rifja upp hvað stóð í henni. Tilkynn­ ingin var send út vegna rannsókna embættis sérstaks saksóknara. Þar sagði orðrétt: „Meginþungi rann­ sókna verði á árunum 2010–2011 og að þeim verði lokið að fullu á fyrri hluta ársins 2013.“ Þarna setti ríkisstjórnin tímaramma á hrunrannsóknirnar. Og fastar var kveðið að orði í sama plaggi. „Fyrstu ákærur verði gefn­ ar út í maí 2010 en meginþungi dómsmeðferðar á árunum 2012– 2014. Með tilliti til mannréttinda­ sjónarmiða sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir að öllum málum verði lokið fyrir árslok 2014.“ Þegar þessi tilkynning frá ríkis­ stjórn Jóhönnu og Steingríms var send út horfðu menn þrjú og hálft ár fram í tímann og töldu að mann­ réttindi yrðu brotin ef málarekstur drægist lengur. Nú eru senn liðin tvö ár til viðbótar við þau tímamörk sem fyrrverandi ríkisstjórn setti. Enn eru samt mörg mál í kerfinu og ljóst að málsmeðferð mun standa fram til ársins 2017 ef horft er til dóm­ stóla. Hér er því spurt: Hversu lengi er hægt að hundelta menn, vegna meintra brota frá því fyrir hrun? Það eru mannréttindi að málsmeðferð sé hraðað eins og kostur er. Eru mann­ réttindi ekki fyrir alla? Umburðarlyndið ber okkur ofurliði Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­ son, er í helgarviðtali í DV í dag og fer vel á því þegar blaðinu er dreift inn á flest heimili. Ólafur Ragnar hefur stigið fram í umræðunni um hryðju­ verkin í París. Hann ræðir þetta í við­ talinu í dag og segir meðal annars að fyrsta skrefið sé að við áttum okk­ ur á að við þurfum nýja umræðu, nýtt samtal og annars konar sam­ stöðu. „Samstöðu sem er hafin yfir flokkadrætti og fyrri viðhorf í þessum efnum.“ Forsetinn leggur áherslu á að vandinn sé svo hrikalegur, marg­ brotinn og snúinn að það þurfi að veita öllum rétt til að taka þátt í um­ ræðunni án þess að fólk eigi á hættu að verða fordæmt. „Umburðarlyndið“ sem svo margir klifa á, á svo sannarlega ekki við þegar kemur að orðræðunni um þessi voðaverk. Óhætt er að fullyrða að forsetinn hafi fengið sinn skerf frá fólki sem „umburðarlyndið“ hefur borið ofurliði. Ólafur Ragnar bend­ ir á að íslam sé öflugt en fóstri því miður öfgahópa eins og kristnin gerði fyrr á öldum. Nú vilja hinir öfgasömu sannfæra allt og alla um að þeirra útgáfa af íslam sé hin eina rétta. Ísland þarf að svara spurning­ um sem spretta munu upp hér nemi öfgaíslam land hér. Tökum þá um­ ræðu eins og forsetinn leggur til. n Ekki þingmeirihluti Illugi Gunnarsson menntamála­ ráðherra er í klemmu vegna Ríkisútvarpsins. Hann ætlar að leggja fram frumvarp um að fallið verði frá lækkun útvarpsgjalds­ ins, þvert á það sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Í þing­ flokkum beggja stjórnarflokka hefur hart verið tekist á um málið undanfarna daga og ljóst virðist að meirihluti sé ekki fyrir mál­ inu. Þingmenn segja slíka skatta­ hækkun ekki á borðinu og RÚV geti hagrætt eins og allir aðrir. Bent er á að BBC í Bretlandi og DR í Danmörku takist nú á við umtalsverðan niðurskurð án þess að stjórnvöld séu sökuð um að vilja ganga af almannaþjónust­ unni dauðri. Hringbraut í vanda Sjónvarpsstöðin Hringbraut hef­ ur á undanförnum vikum leitað leiða til endurfjár­ mögnunar. Jafn­ vel er því hvíslað að stöðin kunni að verða seld að hluta eða í heild sinni. Sjónvarps­ stöðin ÍNN er til sölu eins og alkunna er og sagt er að hreyfing kunni að verða á eignarhaldi Fréttatímans. Enn liggja því breytingar í loftinu í heimi íslenskra fjölmiðla. Maður hugsar til fjölskyldunnar Baldur Freyr Einarsson varð manni að bana. – Útvarp Saga Ég varð að hvíla mig Við viljum hvorugt barn Anítu Friðriksdóttur langar ekki að eignast barn. – dv.is Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Með tilliti til mannréttinda- sjónarmiða sé nauðsyn- legt að gera ráð fyrir að öllum málum verði lokið fyrir árslok 2014. Mynd ÞorMAr VIGnIr GUnnArrSon Ekki til sóma S amfélög má vega og meta út frá ýmsu en einn mikilvæg­ asti þátturinn er hvernig búið er að börnum, öldruðum og öryrkjum. Tveir síðastnefndu hóp­ arnir hafa verið talsvert til umræðu síðustu vikur eftir að fjölmargir hópar í samfélaginu fengu kjara­ bætur. Þessir hópar sitja hins vegar eftir. Ríkisstjórnin hefur afsakað sig með því að benda á að lífeyrisþegar fái talsverða hækkun í prósentum talið í fjárlagafrumvarpinu. En pró­ senturnar segja ekkert um raun­ veruleg kjör lífeyrisþega. Ekki háar tölur Öryrkjabandalag Íslands hélt á dögunum fund um framfærslu ör­ yrkja. Árið 2014 voru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur örorkulífeyrisþega, sem býr einn og fær greidda heimilis­ uppbót, um 187.507 krónur á mánuði en 172.000 krónur hjá þeim sem bjó með öðrum, 18 ára eða eldri. Þegar litið er til tekna eldri borg­ ara kom fram í svari félagsmálaráð­ herra við fyrirspurn Ernu Indriða­ dóttur varaþingmanns að 70% eldri borgara eru með tekjur undir þrjú hundruð þúsund krónum ef miðað er við samanlagðar tekjur að meðtöld­ um greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta sjá allir að eru ekki háar tölur í ljósi þess hvað kostar að lifa á Íslandi. Þannig eru neysluviðmið fyrir fimm manna fjölskyldu, eins og ég sjálf til­ heyri, á reiknivél velferðarráðuneytis­ ins 613.752 krónur á mánuði án þess að húsnæðiskostnaður sé talinn með en óhætt ætti að vera að bæta a.m.k. 150 þúsundum við þessa tölu. Þrjú hundruð þúsund króna lágmarks­ laun tveggja fullorðinna duga ekki fyrir þessi neysluviðmið og hvað má þá segja um lífeyrisþega sem eru langt undir þrjú hundruð þúsundum. Ekki hægt að lifa á tekjunum Reiknivél velferðarráðuneytisins veit­ ir að sjálfsögðu ekki fullkomnar upp­ lýsingar og þess vegna er áhugavert að kynna sér nýkynnta álitsgerð Ör­ yrkjabandalagsins. Þar er reynt að meta raunverulega framfærsluþörf og miðast hún við árið 2014. Sam­ kvæmt henni þarf barnlaus einstak­ lingur, sem býr einn í eigin húsnæði, 348.537 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði (482.846 krónur fyrir skatt) til að geta mætt eðlilegum útgjöldum. Þessar tölur sýna svart á hvítu að ör­ yrkjar eiga ekki möguleika á að lifa af tekjum sínum. Öryrkjabandalagið lét sömuleiðis gera könnun þar sem fólk var spurt hvort það teldi sig geta lifað af fram­ færslu upp á 172.000 krónur á mánuði. Ríflega 90% svarenda sögð­ ust ekki geta lifað af svo lágri fram­ færslu. Einnig töldu um 95% að lífeyris þegar ættu að fá jafnháa eða hærri krónutöluhækkun en lægstu launþegar. Viðkvæmustu hóparnir sitja eftir Á sama tíma og stjórnvöld tala um bjartari horfur í efnahagsmálum sjá þau ekki sóma sinn í að tryggja lífeyris­ þegum, öryrkjum og eldri borgurum, mannsæmandi framfærslu. Stjórn­ völd hafa gengið fram fyrir skjöldu til að létta álögum af ríka fólkinu í landinu, auðlegðarskattur hefur verið afnuminn, veiðigjöld lækkuð, orku­ skattur aflagður en á sama tíma hafa álögur aukist á launafólk; matar­ skattur var hækkaður, kostnaðarþátt­ taka sjúklinga hefur aukist og þannig mætti lengi telja. Allt er þetta dæmi um forgangsröðun í þágu hinna efnameiri á meðan viðkvæmustu hóparnir sitja eftir. Enginn velur sér það hlutskipti að verða öryrki. Og þó að við viljum ef­ laust flest verða gömul þá höfum við um það lítið val. Hlutskipti þessara hópa um þessar mundir er íslensku samfélagi ekki til sóma. Hins vegar vill mikill meirihluti landsmanna breyta því til batnaðar. Það ætti að verða stjórnvöldum nægjanleg hvatning. n „Þessar tölur sýna svart á hvítu að öryrkjar eiga ekki möguleika á að lifa af tekjum sínum. Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari Mynd dV SIGtryGGUr ArI rannveig Hildur Guðmundsdóttir, bronshafi á heimsmeistaramótinu í fitness, tók ekki þátt í bikarmótinu. – DV Fullkomnaðu skötuveisluna á Þorláksmessu með saltfiski frá EKTAFISKI Spurðu um saltfiskinn frá Ektafiski í versluninni þinni Ektafiskur ehf - Hauganesi, 621 Dalvíkurbyggð - Sími 466 1016 - www.ektafiskur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.