Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 43
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Kynningarblað - Jólagjafahandbók 3 Fylgihlutir í skóinn fást hjá iSíminn, Skipholti 21 A llt sem við gerum snýst um Apple,“ segir Tómas Krist- jánsson, eigandi verslunar- innar iSíminn, Skipholti 21. Um jólagjafirnar í ár seg- ir Tómas að iPhone-snjallsímar frá Apple séu alltaf vinsælustu jólagjaf- irnar hjá sér en nú hafi þó bæst ann- að við, ofarlega á vinsældalistann: „Það var birt könnun sem leiðir í ljós að þráðlausir hátalarar og þráð- laus heyrnartól eiga að vera jólagjöf- in í ár. Við bjóðum upp á hátalara frá JBL sem eru með þeim virtari í bransanum. Þetta rennur vel út hjá okkur enda um að ræða mjög góðar vörur á mjög fínu verði.“ iSíminn leggur áherslu á gott verð þó að hann selji hágæðavör- ur í þekktum merkjum þar sem lítið svigrúm er til verðlækkana: „Við reynum að halda uppi virkri verðsamkeppni í vönduðum og vin- sælum vörum, bæði snjallsímum og aukahlutum. Svigrúmið til verð- lækkana er vissulega ekki mikið enda Íslendingar almennt að fá sím- ana á góðu verði en við kappkost- um alltaf að vera ódýrastir í þess- um símum sem við bjóðum upp á. Sem dæmi má nefna 64 gígabæta 6S síma, sem eru mjög vinsælir, þeir eru yfirleitt um 5.000 krónum ódýr- ari hjá okkur en hjá símafyrirtækj- unum.“ Aukahlutirnir vinsælar gjafir í skóinn Í iSímanum er feikilega gott úrval af öllum aukahlutunum sem eru svo nauðsynlegir með snjalltækjum og tölvum, til dæmis hleðslutæki, raf- hlöður og ýmiss konar tengi: „Við erum með mjög flott merki í þessum vörum. Við höfum meðal annars verið í samstarfi við banda- ríska aðila sem skaffa okkur úrvals- góðar vörur. Sem dæmi seljum við gríðarlegt magn af hleðslusnúrum fyrir iPhone en slíkar snúrur eru jafnan alræmdar fyrir að vera lé- legar. En við erum með frá fram- leiðanda vandaðri útgáfu fyrir okkar viðskiptavini sem er að koma marg- falt betur út heldur en upprunalega hleðslusnúran. Svo erum við líka með hleðslutæki fyrir tölvur á góðu verði.“ Rekin er viðgerðarþjónusta í versluninni sem reynist viðskipta- vinum afar vel, eða eins og Tómas segir: „Óopinbert kjörorð okkar er að það sé ekkert svo ónýtt að við get- um ekki kíkt á það. Við gerum við flest allt frá Apple ásamt vinsælustu snjallsímunum frá Samsung og LG.“ Eins og áður segir verða iPho- ne snjallsímar, þráðlausir hátalarar og þráðlaus heyrnartól vinsælustu jólagjafirnar í iSímanum þetta árið en Tómas segir hins vegar að litlu fylgihlutirnir sem eru svo nauðsyn- legir séu vinsælir til gjafa í skóinn. Þar er enda vinsælt hjá Apple-not- endum á öllum aldri að setja skóinn í gluggann fyrir jólin núorðið til að hreppa eitthvað af þessum frábæru fylgihlutum úr iSímanum á meðan kannski beðið er eftir stóru gjöfinni sem kemur á jólunum. n Snjallsímar, þráðlausir hátalarar og heyrnartól í jólagjöf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.