Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 43
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Kynningarblað - Jólagjafahandbók 3 Fylgihlutir í skóinn fást hjá iSíminn, Skipholti 21 A llt sem við gerum snýst um Apple,“ segir Tómas Krist- jánsson, eigandi verslunar- innar iSíminn, Skipholti 21. Um jólagjafirnar í ár seg- ir Tómas að iPhone-snjallsímar frá Apple séu alltaf vinsælustu jólagjaf- irnar hjá sér en nú hafi þó bæst ann- að við, ofarlega á vinsældalistann: „Það var birt könnun sem leiðir í ljós að þráðlausir hátalarar og þráð- laus heyrnartól eiga að vera jólagjöf- in í ár. Við bjóðum upp á hátalara frá JBL sem eru með þeim virtari í bransanum. Þetta rennur vel út hjá okkur enda um að ræða mjög góðar vörur á mjög fínu verði.“ iSíminn leggur áherslu á gott verð þó að hann selji hágæðavör- ur í þekktum merkjum þar sem lítið svigrúm er til verðlækkana: „Við reynum að halda uppi virkri verðsamkeppni í vönduðum og vin- sælum vörum, bæði snjallsímum og aukahlutum. Svigrúmið til verð- lækkana er vissulega ekki mikið enda Íslendingar almennt að fá sím- ana á góðu verði en við kappkost- um alltaf að vera ódýrastir í þess- um símum sem við bjóðum upp á. Sem dæmi má nefna 64 gígabæta 6S síma, sem eru mjög vinsælir, þeir eru yfirleitt um 5.000 krónum ódýr- ari hjá okkur en hjá símafyrirtækj- unum.“ Aukahlutirnir vinsælar gjafir í skóinn Í iSímanum er feikilega gott úrval af öllum aukahlutunum sem eru svo nauðsynlegir með snjalltækjum og tölvum, til dæmis hleðslutæki, raf- hlöður og ýmiss konar tengi: „Við erum með mjög flott merki í þessum vörum. Við höfum meðal annars verið í samstarfi við banda- ríska aðila sem skaffa okkur úrvals- góðar vörur. Sem dæmi seljum við gríðarlegt magn af hleðslusnúrum fyrir iPhone en slíkar snúrur eru jafnan alræmdar fyrir að vera lé- legar. En við erum með frá fram- leiðanda vandaðri útgáfu fyrir okkar viðskiptavini sem er að koma marg- falt betur út heldur en upprunalega hleðslusnúran. Svo erum við líka með hleðslutæki fyrir tölvur á góðu verði.“ Rekin er viðgerðarþjónusta í versluninni sem reynist viðskipta- vinum afar vel, eða eins og Tómas segir: „Óopinbert kjörorð okkar er að það sé ekkert svo ónýtt að við get- um ekki kíkt á það. Við gerum við flest allt frá Apple ásamt vinsælustu snjallsímunum frá Samsung og LG.“ Eins og áður segir verða iPho- ne snjallsímar, þráðlausir hátalarar og þráðlaus heyrnartól vinsælustu jólagjafirnar í iSímanum þetta árið en Tómas segir hins vegar að litlu fylgihlutirnir sem eru svo nauðsyn- legir séu vinsælir til gjafa í skóinn. Þar er enda vinsælt hjá Apple-not- endum á öllum aldri að setja skóinn í gluggann fyrir jólin núorðið til að hreppa eitthvað af þessum frábæru fylgihlutum úr iSímanum á meðan kannski beðið er eftir stóru gjöfinni sem kemur á jólunum. n Snjallsímar, þráðlausir hátalarar og heyrnartól í jólagjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.