Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 44
Helgarblað 27.–30. nóvember 20154 Jólagjafahandbók - Kynningarblað Sjaldan sértilboð en alltaf gæði, hagstætt verð og góð þjónusta Herrafataverslun Birgis É g býð yfirleitt ekki afslætti heldur reyni einfaldlega alltaf að vera með besta mögulega verðið hverju sinni og sam- eina hagstætt verð og gæði,“ segir Birgir Georgsson hjá Herrafata- verslun Birgis, Fákafeni 11. Verslunin hefur verið starfandi frá árinu 1990. Þýsk gæðamerki eru uppistaðan í fataframboðinu á borð við Bäumler, Stones, Lindenmann, Barutti og fleiri í jakkafötum, jökkum, buxum og skyrtum; en ítölsk merki í nær- buxum og sokkum. Birgir segist lítið gefa fyrir stundarafslætti og sértilboð en vilja fremur tryggja viðskiptavinum sín- um gæði og hagstætt verð alltaf. „Við erum með tvær útsölur á ári en fyrir utan þær eru aldrei neinir afslættir.“ Sem dæmi um verðstefnu Birgis hafa sumar vörur hjá honum ekki hækk- að í verði í sex ár og hann býður til dæmis hágæða frakka úr 80% ull á aðeins 33.500 krónur. „Svona frakka hef ég séð á 69.000 krónur annars staðar,“ segir Birgir. Auk gæða og hagstæðs verðs leggur Herrafataverslun Birgis mikla áherslu á mikið úrval bæði af tegundum og stærðum: „Þjóðverjar eru með fjögur stærðarkerfi sem eru það djúp að þau dekka nánast allt mannkynið.“ Síðast en ekki síst segir Birgir að góð og alúðleg þjónusta sé mjög mikilvæg. Íslenskir karlmenn hafi á heildina litið ekki mikið vit á fötum og þurfi góða ráðgjöf. Það getur líka verið vandasamt að kaupa sér föt og það vekur mönnum öryggistilf- inningu að vera í góðum höndum og geta treyst því að þeir fari út með eitthvað sem fer þeim vel og á eftir að nýtast þeim og vekja gleði lengi. Sem fyrr segir er Herrafataverslun Birgis að Fákafeni 11 og Birgir minnir á að þar er alltaf nóg af bílastæðum. Opið er 10–18 mánudaga til föstu- daga og 11–16 á laugardögum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.