Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 27.–30. nóvember 20156 Jólagjafahandbók - Kynningarblað Björgvin Halldórsson afhjúpar eftirminnilegustu jólagjöfina Muhammed Ali var átrúnaðargoðið Þ egar ég var að komast á unglingsárin var hnefa- leikakappinn Cassius Clay, öðru nafni Muhammed Ali, átrúnaðargoð ungra pilta. Faðir min var skipstjóri og stýrimað- ur á togara allt sitt líf og fór oft í sigl- ingar og kom heim færandi hendi með framandi gjafir handa okkur krökkunum. Í einni ferðinni kom hann með eftirminnilegustu gjöf- ina. Ekta par af rauðum box- hönskum sem sjást hér á meðfylgjandi mynd. Vinirnir öfunduðu strákinn mikið af þessu hönskum, man ég.“ Þetta segir stórsöngvar- inn og þjóðar- gersemin Björgvin Hall- dórsson um eftirminnileg- ustu jólagjöf- ina sem hann hefur fengið, en á meðfylgjandi mynd má sjá Björgvin kornungan með þessa forláta hanska. Eins og vanalega er mikið að gera hjá söngvaranum fyrir jólin við að gleðja landsmenn með tón- list sinni. Núna er kominn út 40 laga diskapakki með mörgum af þekkt- ustu lögum Björgvins og þann 12. desember heldur hann glæsilega stórtónleika í Laugardalshöllinni. n Mynd MuMMi Lu N úna er sá tími að hefjast þegar menn fata sig upp fyrir jólin. Eiginkonurnar koma þá gjarnan með og fylgjast með hvað grípur augu eiginmannanna í búðinni, hvort eru þeir til dæmis að gefa ein- hverri fallegri peysu gaum eða þess háttar, og fá þannig hugmyndir að jólagjöfum,“segir Georg Kári Hilm- arsson, hjá Herrafataverzlun Kor- máks & Skjaldar. Verslunin, sem lengi hefur verið þekkt fyrir klass- ískan stíl og föt fyrir sanna herra- menn, er staðsett í Kjörgarði, Laugavegi 59. Í upphafi höfðaði verslunin mest til mikilla sundur- gerðarmanna í klæðaburði en vin- sældir hennar eru fyrir löngu orðn- ar almennar, enda úrvalið slíkt að sem flestir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. „Hingað kemur afar breiður aldurshópur, elstu fastakúnnarnir okkar eru um áttrætt og þeir yngstu um fermingaraldur,“ segir Georg en hann tíndi til nokkur dæmi fyrir blaðamann DV um vinsælar jólagjafir þetta árið. Chippawa-skór „Núna er sá tími runninn upp að menn vilja eyða örlítið meiri pen- ingum í skó. Uppáhaldsskórnir mín- ir núna eru Chippawa sem er am- erískt merki. Þeir eru sterkbyggðir úr góðu leðri með vibram-sóla og framleiddir í Ameríku. Maður borg- ar aðeins meira fyrir vandaða skó en yfirleitt eru þeir góð fjárfesting því þeir endast svo lengi. Auk þess er miklu auðveldara að gera við og sóla góða skó. Fyrir skóböðul eins og mig er þetta kærkomið. Ég hef keypt marga ódýrari skó og ég get verið ansi fljótur með þá.“ Útbreiðsla vaxjakkans Annað sem verður áberandi fyrir þessi jól er vaxjakkinn. Tími hans er nefnilega ekki liðinn heldur er runnið upp nýtt þróunarskeið hans. Áður þótti dálítið spjátrungslegt að vera í vaxjakka en núna er notkunin að verða mjög almenn. Georg seg- ist hafa fundið fyrir mjög vaxandi sölu á þessum flíkum frá því í haust og það eigi bara eftir að fara vaxandi fram að jólum. „Það tók smá tíma fyrir vaxjakka að festa sig í sessi en hið klassíska útlit hans ásamt notagildi hefur snúið blaðinu við, enda fáar flíkur jafn heppilegar fyrir íslenska veðr- áttu. Svo endast þeir vel og verða fallegri með aldrinum.“ Andersen-Andersen peysurnar Dönsku peysurnar frá Andersen- Andersen verða vinsælar jólagjafir fyrir þessi jól: „Rosalega fínar og í miklu uppá- haldi hjá mér núna. Þær eru úr af- skaplega fínni ítalskri merino-ull, gerðar á Ítalíu fyrir danskt fyrir- tæki. Eru til í fjórum litum. Þær eru symmetrískar og því skiptir ekki máli hvort þú snýrð þeim fram eða aftur. Litirnir eru þessi klassíski blái sailor-litur, svartur, rosalega fallegur grænn jarðlitur og svo rjómahvítur.“ Skyrturnar frá Kormáki & Skildi Verslunin er með sína eigin fatalínu og heitir innanhúsmerkið þeirra Kormákur & Skjöldur. Auk þess að framleiða jakkaföt og peysur má finna mikið og gott skyrtuúrval við allra hæfi. „Karlmenn þurfa alltaf að eiga töluvert úrval af skyrtum,“ segir Georg og skyrturnar frá Kormáki og Skildi koma þar sterkar inn. Þær eru til í hinum ýmsu efnum og snið- um og ávallt spennandi að sjá nýjar tegundir í hverri línu. n Fyrir herramenn á öllum aldri Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.