Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 52
Helgarblað 27.–30. nóvember 201512 Jólagjafahandbók - Kynningarblað Gefðu sanna gjöf Þetta gáfum við Dæmi um hvað Íslendingar gáfu börnum víða um heim árið 2014 n 1.323 lítra af næringarmjólk n 12.750 pakka af jarðhnetumauki n 11.370 skammta af bóluefni gegn mislingum n 335.800 skammta af bóluefni gegn mænusótt n 7.420 stílabækur og blýanta n 93 pakka til varnar ebólu n 440 moskítónet n 17 Skóla í kassa n 307 fótbolta n 340 hlý teppi n Mikið magn bóluefna, lyfja og skólagagna er sent til Búrkína Fasó, Afganistan, Suður- Súdan og víðar í gegnum sannar gjafir. n Næringarsölt voru send til Sýrlands. n Mikið af næringargögnum s.s. næringar- mjólk, vítamínbætt hnetusmjör, ungbarna- vigtir og næringarsölt var sent til Nepal. n 14.086 fjölskyldupakkar til varnar ebólu voru sendir til Líberíu og Síerra Leóne. n Þroskaleikföng voru send til Palestínu. n 396.152 pakkar af næringarmjólk voru meðal annars sendir til Afganistan, Nepal, Mjanmar og Malaví. n 90.550 moskítónet voru send til Búrkína Fasó, Mið-Afríkulýðveldisins, Eþíópíu og Suður-Súdan. n 2.849 Skólar í kassa voru sendir til Kamerún, Lýðveldisins Kongó, Líberíu, Senegal, Gíneu og Malí. n 52.600 teppi voru send til barna í Serbíu, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu, Gana og Suður-Súdan. Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn Þ ú getur gefið gjöf sem hefur áhrif á gang mála í heimin- um. Sannar gjafir UNICEF færa bágstöddum börnum um allan heim lífsnauðsyn- leg hjálpargögn. UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi og starfa í 196 ríkjum. Gjöfunum er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest hverju sinni. Hjálpargögnin eru ýmiss konar og í öllum verðflokkum. Til að mynda er hægt að kaupa teppi, bólusetningar og námsgögn en öll þessi hjálpar- gögn eiga það sameiginlegt að bæta líf barna víða um heim. Á vefnum Sannar gjafir velur þú hvernig gjöf þú vilt kaupa, skrifar persónulega kveðju til vina og vanda- manna og að lokum færð þú sent fal- legt gjafabréf með lýsingu á gjöfinni. UNICEF sér svo um að gjöfin berist til barna sem eiga um sárt að binda. Þú getur meðal annars keypt þetta: Skóli í kassa: Gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram eftir að neyðarástand hefur komið upp. En við slíkar að- stæður er mikil- vægt að börn fái tækifæri til þess að dreifa huganum og huga að hversdagslegum hlutum eins og námi og leik. Í kassanum eru skólagögn fyrir 40 börn. Næringarmjólk: Inniheldur kol- vetni, fitu, vítamín og öll þau steinefni sem eru lífsnauðsynleg fyrir börn sem þjást af alvarlegri vannæringu. Hún gerir hreinlega kraftaverk fyrir alvar- lega vannærð börn og skiptir sköpum fyrir þroska þeirra og uppvöxt. Bóluefni gegn mænusótt: Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að mænusótt valdi lömun er bólusetn- ing. Í dag eru aðeins þrjú ríki þar sem mænusótt er enn landlæg og er stefnt að því að útrýma henni alfarið.n Skóli í kassa Hér má sjá svokallaðan skóla í kassa, sem gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram eftir að neyðarástand hefur kom- ið upp. Í hverjum kassa eru skólagögn fyrir fjörutíu börn. Í skólanum Þessi börn í Kuleshwor-skólanum í Kathmandu eru sæl í sinni enda fá þau að fara í skólann. Þegar þessi mynd var tekin voru þau að mæta í fyrsta sinn eftir jarðskjálftana í Nepal. Skólinn þeirra skemmdist mikið í jarðskjálftanum og var ekki öruggur fyrir vikið. Börnin fengu því að mæta í skóla í húsnæði sem UNICEF sá þeim fyrir. Börnin fengu þar að auki skóla- pakka sem í er lærdómsefni en einnig fengu kennarar sérstakt námsefni þar sem þeim er kennt að takast á við félagslegar og sálfræðilegar afleiðingar jarðskjálftans með börnunum. Hvert fara gjafirnar? Bólusett Þessi litla stúlka sýnir á sér litla fingur, en honum hefur verið dýft í blek til að sýna að hún hefur fengið bólusetningu fyrir mislingum, rauðum hundum og lömunarveiki. Hún býr í Nepal og fékk bólusetninguna eftir jarðskjálftann sem reið yfir landið í apríl síðastliðnum. Í hátíðarbúningi Hér má sjá bóluefni gegn mislingum. Skólastúlkur Hér má sjá nepalskar skóla- stúlkur nota skólagögn frá UNICEF. Þráðlausir hátalarar og heyrnartól eru jólagöfin í ár Fakó býður einstaklega aðlaðandi tegundir af þessum nýju græjum S tarfsfólk verslunarinnar Fakó, Laugavegi 37, skynjar að þráðlausir hátalarar og heyrnartól eru jóla- gjöfin í ár en þessar vörur vekja mikinn áhuga og njóta feiki- legra vinsælda hjá viðskiptavinum verslunarinnar. Fakó er með þrjár spennandi gerðir af þráðlausum hátölurum til sölu og eina tegund af heyrnartólum. Þetta eru vörur frá danska fyrirtækinu Kreafunk, mjög falleg hönnun: „aGROOVE er hátalari sem hent- ar til dæmis í smærri herbergi og til að tengja við tölvuna þegar horft er á eitthvað í henni. Hann kostar 10.900 kr. Næsta stærð fyrir ofan er síðan aMOVE, hann er heldur öfl- ugri og er einnig með innbyggðum hljóðnema, þannig að ef maður er með síma tengdan við þennan há- talara og síminn hringir þá er hægt að nota hátalarann til að svara sím- tölum. Það er líka hægt að nota hann til að hlaða símann. Ef síminn er batteríslaus er hægt að hlaða sím- ann frá batteríinu í hátalaranum,“ segir Jóhannes Ómar Sigurðsson, annar af eigendum verslunarinnar. Þess má geta að allir hátalararn- ir eru með inn- byggðri Lithium -rafhlöðu og því er hægt að hlaða þá með símahleðslu- tækinu eða hvaða USB- tengi úr tölvu sem er. „Þriðja gerðin er aGLOW, hann er öflugastur. Hljóðið er allan hringinn á honum, það berst 360 gráður. Það hentar því mjög vel að vera með hann á borði. Það er hægt að kveikja á honum ljós, þannig að gott er að vera með hann til dæmis úti á verönd í sum- arbústað. Tengja þá hátalarann til dæmis við símann. Einnig er hægt að svara símtölum í honum. Hann kostar 19.900 kr.“ „Síðan erum við með þráðlaus heyrnartól sem eru nett og falleg og fara fólki vel. Þau eru líka til í mörgum lit- um. Heyrnar- tólin eru með innbyggðum hljóðnema þannig að ef maður er með sím- ann í vasanum tengdan við þau og síminn hringir, þá ýtir maður bara á takka á heyrnartólunum og getur byrjað að tala í símann. Þau kosta 17.900 kr.“ Hátalararnir og heyrnartólin gera verið í allt að 25 metra fjar- lægð frá tækinu sem þau eru tengd við og rafhlöðuhleðslan endist í 14–24 tíma spilun. Þau eru tengd við ýmist snjallsíma eða fartölvur sem eru með Bluetooth- tengingu en svo gildir um flest slík tæki í dag. Hátalarana, heyrnartólin og margs konar aðrar spennandi og fjölbreyttar jólagjafir frá Fakó má sjá á heimasíðu verslunarinnar og á Facebook-síðunni. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.