Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 53
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Kynningarblað - Jólagjafahandbók 13 Meba, Rhodium og Meba-Rhodium í Kringlunni og Smáralind Splunkuný úralína í retro-stíl og íslensk skartgripahönnun S pennandi, fallegar og heill- andi gjafahugmyndir er að finna í verslununum Meba og Rhodium í Kringlunni og Meba-Rhodium í Smára- lind. Í spjalli við Unni Eir Björns- dóttur, einn af eigendum verslan- anna, er áherslan annars vegar á nýja og afar spennandi línur í úrum og hins vegar í fjölbreyttri íslenskri skartgripahönnun: „Við erum að taka inn tvær nýjar gerðir af úramerkjum, annars vegar Henry London og þau úr eru í retro- stíl með lituðum skífum í gömlum litatónum. Alveg eins og úrin voru í gamla daga með þessu kúpta gleri. Virkilega falleg og þessir retro-litir eru einstaklega flottir,“ segir Unnur, en hin nýja úrategundin er íslensk hönnun: „Arctic-úrin, en þeir eru komnir með nýja línu sem er líka í þessum retro-stíl sem virðist vera gegnum- gangandi, en samt öðruvísi en hin frá Henry London. Þau eru afar stíl- hrein og eru með tveimur gerðum af ólum, annars vegar leðuról og hins vegar nato-ól.“ Íslensk hönnun er í öndvegi í skartgripaúrvali Meba-Rhodium- verslananna, segir Unnur: „Við erum að auka úrvalið í ís- lenskri hönnun, sem er á mikilli uppleið. Við erum að selja vörur frá mörgum íslenskum gullsmiðum og flóran er afskaplega fjölbreytt. En við höldum einnig mikla úrvalinu í innfluttu skartgripunum eins og síðustu ár.“ Ástæða er til að hvetja fólk til að kynna sér íslenska skartgripaflóru eins og hún birtist í Meba- og Rhodi- um-verslununum vegna gæðanna, fjölbreytninnar og gróskunnar sem ríkir á þessu sviði. Fjölbreytt verð gerir að verkum að þar eru jólagjafir við allra hæfi. „Mér finnst íslenska hönnunin vera á alveg sérlega góðu verði,“ bæt- ir Unnur við. Öflug viðgerðarþjónusta og gegn- heil fagmennska á sviði gullsmíði og úrasmíði er veigamikill þáttur í starf- semi Meba og Rhodium: „Við erum með fagfólk í vinnu hjá okkur, bæði úrsmiði og gullsmiði, þannig getum við tryggt ábyrgð á skartgripum og gæði þeirra. Við erum með bæði úrsmíðaverkstæði og gullsmíðaverkstæði og erum með þjónustu í kringum okkar vöru frá a til ö. Einnig tökum við að okkur að áletra á hluti.“ Í Kringlunni er annars vegar að finna verslunina Meba og hins vegar Rhodium. Í Smáralind eru verslanirnar síðan sameinaðar í einni verslun: Meba-Rhodium. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni og Facebook-síð- unni n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.