Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 55
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Kynningarblað - Jólagjafahandbók 15 JÓLATILBOÐ Á ÖLLUM SÆNGUM OG KODDUM Laugavegi 86 | S:511 2004 | dunogdur.is C M Y CM MY CY CMY K dunOgFidurJolatilbod.pdf 1 26.11.2015 13:54:11 Jólagjafir handa þeim sem eiga allt Amíra, Ármúla 23 Þ að eru ansi margir sem klóra sér í hausnum þegar velja þarf jólagjafir því svo margir ættingjar og vinir eru þannig settir að þeir „eiga allt“ eins og það er kall- að. Fyrir þá sem vantar hugmynd- ir að jólagjöfum handa slíku fólki er tilvalið að kíkja í Amíra, Ármúla 23, því þar kennir svo sannarlega ýmissa grasa og úrvalið af alls kon- ar gjafavörum er mjög fjölbreytt. „Við erum með fínar vörur fyrir þá sem eiga allt, við erum með jólavörur, jólaskraut með gull- og silfurhúð frá Danmörku; einnig stálvörur frá Noregi, til dæmis hnífapör og kökusett. Svo erum við með fallega skúlptúra, kertastjaka og þess háttar,“ segir Guðrún Elín Guðmundsdóttir hjá Amíra. Hún og viðskiptavinir hennar eru sér- staklega ánægðir með nýja línu frá Svíþjóð: „Þetta sænska merki heitir Jelly Bean og við erum með rosalega skemmtilegar og litríkar glervörur frá þeim, desertskálar, kökudiska og þess háttar.“ Sængurföt í sérflokki „Við erum bara með sængurföt úr 100% bómull, hágæða sængurföt á viðráðanlegu verði. Það er æðislegt að sofa í þeim og þau endast afskaplega vel. Þá er ekki síst kostur að þau upplitast ekki í þvotti, þó að maður sé að margþvo þau,“ segir Guðrún. Það er ógjörningur að telja upp allt sem í boði er í jafn fjölbreyttri verslun og Amíra. Sjón er sögu rík- ari. Guðrúnu langar þó að nefna eina línu sem hefur fengið afskap- lega góðar viðtökur: „Við erum með rosalega flottar vörur frá London frá merkinu Kenneth Turner en það eru ilmefni fyrir heimilið, ilmúði og ilmkerti. Þetta er hágæðavara og endingar- tíminn á kertunum er afskaplega langur. Enn fremur erum við með einstaklega fallegar kristals vörur frá þessu sama fyrirtæki.“ Amíra er, eins og fyrr segir, að Ár- múla 23. Verslunin er opin 11 til 18 virka daga og 12 til 16 á laugardög- um. Á vefsvæði verslunarinnar, má sjá stóran hluta af þeim vörum sem í boði eru. Á Facebook-síðu verslun- arinnar eru síðan reglulega uppfærð- ar upplýsingar um nýjar vörur og þar má sjá fallegar myndir af vörunum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.