Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 74
Helgarblað 27.–30. nóvember 201558 Skrýtið Sakamál „Ég þarf að drepa. Ég ætti að hafa heimild til að drepa.E inu sinni var maður sem bjó í Leer, litlum bæ í Neðra- Saxlandi í Þýskalandi. Mað- urinn hét Matthias Steiner og hann bjó einn og hlust- aði á þungarokk. Hann hafði sett mynd af sér á netið sem sýndi hann með skammbyssu í annarri hendi og tennta sveðju í hinni. Matthias var með úfið, axlasítt hár og skartaði alla jafna sólgleraugum – að sumra sögn var hann birtingarmynd þýsks Vítisengils. Íbúar Leer höfðu illan bifur á Matthias og stóð í raun ógn af honum. Sprenging skekur hverfið Sem fyrr segir bjó kappinn einn en nágrannar höfðu stundum séð hann í félagsskap ungrar, ljóshærðrar konu og sú var einmitt raunin að kveldi 19. febrúar 2008. Næsta morgun hrukku nágrannar Matthiasar í kút og svelgdist án efa á svínafleskinu þar sem þeir sátu mak- indalegir við morgunverðarborðið. Gríðarleg sprenging varð í íbúð Matthiasar og eldtungurnar teygðu sig út um gluggana. Nágrannarnir höfðu ekki náð að jafna sig þegar þeir sáu Matthias skunda, með bakpoka á bakinu, að rauðri Ford Escort-bif- reið sinni og síðan aka á brott eins og skrattinn væri á hælum hans. Á Escort inn í eilífðina Um svipað leyti og slökkvilið náði að slökkva eldana í íbúð Matthiasar sá lögreglan rauða Escort-bifreið sem ekið var á 160 kílómetra hraða og hóf eftirför. Lögreglan náði að aka upp að hlið Matthiasar sem sá sitt óvænna, snar- beygði og ók beint framan á sendibif- reið sem kom úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn gjöreyðilagðist framendi bíls Matthiasar og þótt bíl- stjóri sendibifreiðarinnar slyppi lítt slasaður var ekki sömu sögu að segja um Matta karlinn sem ók bókstaflega inn í eilífðina. Skammbyssa, sveðja og höfuð Fyrir Matthias var ekkert hægt að gera – aldrei myndi hann finna lækn- ingu gegn krabbameini eða kvefi, hann hafði unnið sitt síðasta afrek. En í eyðilagðri Escort-bifreiðinni fann lögreglan skammbyssu og sveðju í farþegasætinu fram í og í aft- ursætinu gægðist höfuð út úr bak- poka Matthiasar. Brátt kom í ljós að höfuðið til- heyrði Biöncu Kost, ungu kon- unni sem hafði stundum heim- sótt Matthias. Það sem upp á vantaði fundu slökkviliðsmenn í íbúð Matthiasar – í sófanum lá nakið, höf- uðlaust lík Biöncu og blóðug sveðja fannst í baðkarinu. Vorkenndi Matthias Sambýlismaður Biöncu, Bernardt, vissi að hún hafði heimsótt Matthias endrum og sinnum, en eingöngu sem vinur. Að sögn Bernardts hafði hún vorkennt Matthias. Lögreglan leiddi að því líkur að Bianca hefði heimsótt Matthias og að þau hefðu deilt um eðli sambands þeirra og þeim deilum hefði lyktað með því að Matthias kyrkti Biöncu. Merkilegt nokk þá hafði Matthias tilkynnt um fyrirætlanir sínar á netinu nokkrum klukkustundum fyrr og sennilega hafði Bianca verið á leið til hans á þeirri stundu. Eftirmæli Matthiasar Í orðsendingu Matthiasar sagði: „Ég veit hvað sagt verður í blöðunum eft- ir að líkið finnst. Þeir munu segja að ég sé brjálaður, háður ofbeldismynd- um og vopnum og enn fremur að ég sé nýnasisti, og það er allt satt. Ég þarf að drepa. Ég ætti að hafa heimild til að drepa. Þeir sem ég vil drepa eru skriffinnar, lögfræðingar og dómarar og allir þeir sem hafa sýnt mér órétt- læti. Ég á enga framtíð og ég vil ekki lifa í svona samfélagi.“ Svo mörg voru þau orð. n Válegur Vinskapur n Bianca vildi sýna vinsemd n Matthias vildi kannski annað Matthias Steiner Gæfulegur með byssu og sveðju. Bianca Kost Vinskapur hennar reyndist vábeiða. B resk kona hefur verið dæmd til 15 ára fangelsisvistar fyr- ir að hafa, að áeggjan dóttur sinnar, reynt að ráða eigin- mann sinn af dögum. Ambögur í stafsetningu komu upp um hana. Reuters greinir frá þessu. Í tvígang, eftir rifrildi þeirra hjóna, reyndi Jacqueline Pat- rick, 55 ára, að koma eigin- manni sínum, hinum sjötuga Douglas, fyrir kattarnef. Fyrst í október 2013 en svo á sjálfan jóladag sama ár. Í bæði skipti blandaði hún frostlegi saman við ódýrt Lambrini-freyði- vín, sem hann teygaði. Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang afhenti eiginkonan sjúkraliðunum bréf sem átti að vera frá manninum. Í því stóð að hann kærði sig ekki um að verða endurlífgaður. Á sjúkrahúsinu var Douglas hætt kom- inn og læknum tókst fljótlega að komast að því hvers kyns var. Það var þá sem það rann upp fyrir eigin- konunni að hún gæti hafa séð hann drekka torkennilegan bláan vökva. Sú söguskýring vakti grunsemdir lækna og lögregla var kölluð til. Á miðanum áðurnefnda var orðið virðing (e. dignity) staf- sett „dignerty“. Þetta átti eft- ir að reynast örlagarík stafsetn- ingarvilla því við skýrslutöku var konan beðin um að stafsetja orðið á nýjan leik. Þar ritaði hún orðið aftur eins. Í síma konunn- ar fundust fjölmörg skilaboð á milli konunnar og dóttur hennar þar sem þær lögðu á ráðin. Dóttirin, Katherine, 21 árs, hlaut þriggja ára dóm eftir að hafa gengist við því að hafa egnt móður sína áfram. n Stafsetningin felldi hana Eiginkona reyndi að myrða mann sinn með frostlegi Lambrini með kirsuberja- bragði Þetta er freyðivínið sem maðurinn drakk. V A R M A D Æ L U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.