Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 78
Helgarblað 27.–30. nóvember 201562 Lífsstíll Mest seldu sendibílar Evrópu Gríðarsterk sendibílalína Ford Ford hefur hlotið titilinn Sendibíll ársins – International Van of the Year árin 2013 og 2014. Í áratugi hafa fyrirtæki sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford Transit enda mest seldu sendibílar Evrópu síðustu 40 ár. Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.950.000 m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.210.000 m/vsk. Ford Transit Custom, 2,2TDCi dísil 100 hö., 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. CO losun 183 g/km. Verð frá 4.330.000 m/vsk. Ford Transit Van, 2,2TDCi dísil 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,3 l/100 km. CO2 losun 194 g/km. Verð frá 5.495.000 m/vsk. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. FORD TRANSIT CUSTOM FR Á FORD TRANSIT VAN FR Á FORD TRANSIT CONNECT FR Á 2.379.032 3.491.935 4.431.452 ford.is KR. KR. KR. ÁN VSKÁN VSKÁN VSK Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Veldu traust umboð með einstöku þjónustu- framboði fyrir bíla- og tækjaflota. Eigum 18 sæta Transit rútur ásamt Transit sendibílum til afhendingar strax. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16. 20 ára afmæli Fordhjá Brimbor g FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR FÁANLEGUR 9 SÆTA FÁANLEGUR AWD Transit_3bílar_5x18_20150903_END.indd 1 4.9.2015 17:12:57 S umir prjóna eða fara í fjall- göngur en ég skrifa,“ segir Kristín Margrét Kristmanns- dóttir, höfundur barnabók- arinnar Vikkala Sól og ham- ingjukrúsin. Form án takmarkana Kristín Margrét, sem vanalega er kölluð Kría, er leiklistarmenntaður jógakennari og fjögurra barna móð- ir sem hefur lengi gengið með þann draum að gerast rithöfundur. „Ég hef ástríðu gagnvart skrifum og bókum, sérstaklega barnabókum. Á kvöldin þegar aðrir hanga yfir sjón- varpinu er ég að skrifa og á því mikið af handritum og hugmyndum ofan í skúffu. Það er líka ekkert skemmti- legt að fara með mér í búðir því ég enda alltaf í barnabókabúðunum, eins og krakki í nammibúð. Heim- ur barnabóka er bara svo heillandi. Þetta er skemmtilegt form – algjör- lega án takmarkana.“ Börnin gagnrýnendur Kría segir börnin sín fjögur hennar bestu gagnrýnendur. „Ég kalla reglu- lega í þau og les fyrir þau. Ef þau halda athygli og jafnvel hlæja veit að ég er á réttri leið. Börn eru svo heiðarleg og fljót að ganga í burtu ef sagan er ekki nógu skemmti- leg. Myndskreytirinn minn, Herdís Björk, hefur einnig fengið börnin sín tvö til að skoða teikningarnar. Börn eru náttúrlega snillingar í að láta mann vita hvort maður sé að gera rétt eða rangt.“ Líf í gleði betra Kría fékk hugmyndina að bókinni eftir að hafa haldið úti svokallaðri hamingjukrús þar sem hún skrifaði á miða það sem gerði hana glaða þann daginn. „Það gat verið hvað sem er, bara að hitta óvænt vin í Bónus, borða góðan mat eða bara að fá að vakna um morguninn. Þetta smitað- ist fljótt yfir á aðra fjölskyldumeðlimi og út úr þessu spruttu oft skemmti- legar samræður. Við fundum öll hvað þetta gerði okkur gott og fyrir vikið varð til meiri núvitund á heim- ilinu – við urðum meðvitaðri um það sem er gott og skemmtilegt. Lífið er stutt og dýrmætt og alls ekkert sjálf- gefið og með því að einblína á það góða getum við gert það aðeins létt- ara. Lífið er líka miklu skemmtilegra í gleði.“ Troðfullar hamingjukrúsir Í dag eru hamingjukrúsirnar á heim- ili Kríu orðnar hvorki meira né minna en fjórar talsins. „Og allar troðfullar. Svo ef þannig ber und- ir og manni finnst maður þurfa á smá áminningu að halda getur mað- ur tekið einn miða upp úr og séð að hamingjan er allt um kring. Maður þarf bara að vera meðvitaður um að sjá hana. Auðvitað koma dagar inn á milli sem eru grámyglulegir og leiðinlegir en það er þó alltaf hægt að finna eitthvað sem gleður okkur. Þótt það sé ekki nema það að fá að vakna um morguninn.“ Leitin að hamingjunni Vikkala Sól fjallar um stúlkuna Viktoríu Sól sem, eins og mörg börn, á erfitt með að bera nafnið sitt rétt fram. „Bókin fjallar um þennan gleðigjafa sem, eins og við hin, er að leita að þessari blessaðri hamingju. Líf hennar er ekki alltaf skemmtilegt en bókin fjallar um hennar leiðangur að hamingjunni. Markmið mitt er að bókin sé skemmtileg lesning en það skemmir ekkert fyrir ef hún fær þótt ekki sé nema eitt barn til að spyrja sig hvað það sé sem geri það hamingju- samt. Það er nefnilega svo sterkt að vita það svo maður geti gert meira af því.“ n „Lífið er skemmtilegra í gleði“ Kría fékk hugmyndina að bók sinni eftir að hafa haldið úti hamingjukrús Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Lífið er stutt og dýrmætt og alls ekkert sjálfgefið og með því að einblína á það góða getum við gert það aðeins léttara. Kristín Margrét Skrifaði bókina Vikkala Sól og hamingjukrúsin. Mynd SIgTryggur ArI Hamingjukrúsin Kristín og fjölskylda bæta reglulega í hamingjukrúsina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.