Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 80
Helgarblað 27.–30. nóvember 201564 Lífsstíll Gefum íslenska jólagjöf í ár Skemmtilegir jólamarkaðir í desember Í desember er fátt jólalegra og skemmtilegra en skella sér á jóla- markaði. Á mörkuðum er margt fallegt fyrir augað og þeir geta verið afar gagnlegir þegar kem- ur að jólainnkaupum. Jólamarkaði má finna á víð og dreif um landið og höfuðborgina þetta árið og ákvað ég að taka saman þá sem mér þykir mest spennandi fyrir ykkur lesend- ur sem hafið áhuga á hönnun og handgerðum munum. Hinn árlegi PopUp Verzlun jólamarkaður í Portinu í Listasafni Reykjavíkur Fyrir þá sem leita að góðum kaup- um og upplifun mæli ég með Pop- Up Verzlun. Þann 5. desember verða hönnuðir, myndlistarmenn og tónlistarfólk á skemmtilegum markaði í Portinu í Hafnarhúsinu. Þar verður ógrynni af fallegum vör- um og listaverkum af ýmsum toga til sölu fyrir jólapakkann í ár. Pop- Up Eldhús verður sett upp í fjölnota rýminu, útgáfuhóf, bókaupplestur, lifandi tónlistarflutningur og margt fleira verður á dagskrá. Í fyrra var al- veg gríðarlega mikil stemning og ég mæli eindregið með að áhugasam- ir leggi leið sína í Listasafnið þenn- an laugardag og styðji um leið ís- lenska hönnuði og listamenn. Áður en haldið er á þennan markað ætti fólk að koma við í hraðbanka og taka út smá aur, hér er jafnvel hægt að prútta. Hönnunarmarkaður í Tjarnarbíói Menningarlegur markaður verður haldinn í Tjarnarbíói þar sem lista- menn og konur, hönnuðir og tón- listarfólk, munu kynna og selja vörur sínar á hagstæðara verði en gengur og gerist laugardaginn 28. nóvem- ber nk. Meðal þess sem boðið verð- ur til sölu er fatnaður (fyrir börn og fullorðna), handprentaðar flík- ur, fallegir handgerðir skartgripir og sérsaumaðar töskur. Einnig verða ýmsir fallegir munir fyrir heimilið til sölu, t.d. glasamottur, diskamottur, bollastell, fallegir keramikmunir og púðar. Allar vörurnar eru hannaðar og framleiddar á Íslandi. Jólamark- aður hönnuða í Tjarnarbíói er við- burður fyrir alla fjölskylduna en boð- ið verður upp á ljúfa jólatóna, ýmis tónlistar atriði og notalegt umhverfi til að tylla sér niður og gæða sér á hinni margrómuðu súrdeigsloku Tjarnarbíós. Hægt verður að fá súr- deigsloku og bjór á 1.500 krónur meðan á markaðinum stendur. Jólamarkaður í Húsi Sjávarklasans Þann 4. desember, kl. 12–18 verður sannkölluð jólastemning í Húsi Sjávar klasans. Þar verður jólamark- aður með ýmsum spennandi vörum úr sjávarútvegi og hægt verður að kaupa milliliðalaust af framleiðend- um og hönnuðum. Svo er náttúrlega hægt að nýta ferðina út á Granda og kíkja í leiðinni í hinar skemmtilegu búðirnar sem er að finna þar. Jólamarkaður skógræktar- félagsins Fyrsti Jólamarkaður Skógræktar- innar verður haldinn laugardaginn 28. nóvember, en markaðurinn verður haldinn allar helgar í að- ventunni og er að venju við Elliða- vatn. Jólatréð verður tendrað kl. 11.20, en í ár skreyta hönnuðirnir Elsa Dagný Ásgeirsdóttir og Auður Inez Sellgren tréð, sem að þessu sinni er um þriggja metra há stafa- fura. Tau frá Togo, Trix og Anna María munu selja vörur sínar ásamt öðrum hönnuðum og listamönn- um. Lifandi tónlist og skemmtun verður í boði, ásamt afþreyingu fyrir börnin. n Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Listamenn sem taka þátt eru: Leynibúðin, Erla Gísla, Puzzled by Iceland, Scent of Iceland, Royal Donut, MYNKA, Tíra, Náttuglur, Harlem, Amikat, Töfrahurð, llDEM, Geislar, Urta, Guggzý, DayNew, FRIDA, Pastelpaper, Meiður, MEMO, Maja Stína, Tiny Trésor, Óskabönd, Tindar, Solids, MARGINALIA, Iceland Modern Art, Himalaya Magic, Heiða Eiríksdóttir, Laufey Jónsdóttir, Vagg og Velta, Sigga Magga, Postulina. Linnea Hellström, vegan kokkur, og Krummi Björgvinsson setja upp PopUp- eldhús með jólakræsingum. Þórarinn Eldjárn og Elín Gunnlaugsdóttir árita bókina Björt í sumarhúsi og Valgerður Guðnadóttir, Jón Svavar Jósefsson og Una Ragnarsdóttir munu syngja atriði úr söngleiknum. Kvennakór Kópavogs kemur og syngur á svölunum kl. 16.00. Jólamarkaður í húsi Sjávarklasans Á markaðinum má meðal annars finna vörur og kræsingar frá: Íslenska sjávar- klasanum, Iceland Ocean Fisheries, Dagný Land Design, Blámar, Opal sjávar- fangi, Aflakló, Ankra, Dropa, Kristbjörgu Keramiker, Dóru, Icemedico, Valfoss, Uggi frá frumkvöðlum úr Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, Omnom Chocolate, Marginalía og Geo Silica.Einnig verður í boði Jólabröns, gjafabréf, hnetusteik í jólamatinn og veitingar frá Bergsson RE. Fjölbreytt úrval Þann 28. nóvember má finna flottar íslenskar hönnunar- og listavörur á markaðinum í Tjarnarbíói PopUp Verzlun Skemmtilegur markaður sem verður haldinn í Portinu í Hafnarhúsinu þann 5. desember. Hönnunarmarkaður í Tjarnarbíói Hönnuðir sem selja vörur sínar eru: Fiona Cribben, Kolbrun, Erlagisla, Leyni- búðin, Kolbrún Sigurðar, IBA, ByVikingr, Loksins Guðrún Margrét, Iidem, Geislar, Harpa Björnsdóttir og Glingling. PopUp Verzlunog Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.