Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 82

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Page 82
Helgarblað 27.–30. nóvember 201566 Menning H ar ðp ar ke tÞýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Í Landnámabók er sagt frá Geirmundi nokkrum heljar­ skinni, sem er sagður hafa verið göfgastur allra landnáms­ manna. En þrátt fyrir að hafa verið óhemju valdamikill og ríkur hefur þögnin sem umlykur ævi Geirmundar verið óþægilega mikil. Saga hans hefur aldrei verið rituð, fyrr en nú. Bergsveinn Birgisson, rithöfund­ ur og doktor í norrænum fræðum, hefur skrifað þessa nýju fornsögu, landnámssöguna sem Íslendingar vildu ekki muna. Hann ímyndar sér 12. aldar munk sem sagnaritarann og skrifar svo sjálfur lærðan inn­ gang að bókinni – í anda íslenskra menntamanna um miðja 20. öld. DV settist niður með Bergsveini og spurði hann um týnda land­ námsmenn og fjaðurstafi. Glansmynd landnáms- sagnanna ekki sönn Hver var þessi Geirmundur heljar­ skinn og af hverju langaði þig að segja hans sögu? „Hann var ekki bara göfgastur, hér í merkingunni voldugastur og ríkastur, heldur reið hann milli búa sinna með áttatíu vopnaða menn og hlóð niður mönnum sín­ um um alla Vestfirði. Hann var ekki norrænn maður nema til hálfs. Hann var svartur og ljótur segja heimildir. Móðir hans segir Land­ námabók vera frá Bjarmalandi og þar virðist faðir Geirmundar hafa tekið sér konu meðal inúíta þar við Hvíta hafið. Hann var í samstarfi við norræna konungsveldið í Dyfl­ inni á Írlandi, og færir þeim vörur sem þeir borga honum fyrir með írskum þrælum. Þrælana tekur hann til Íslands til að vinna sjávar­ fang, rostungsafurðir eins og reipi og lýsi fyrir skipamenninguna, og rostungs tennur, æðardún og margt fleira sem hans landnám í Breiða­ firði og á Hornströndum bauð upp á. Hann nemur land út frá efna­ hagsforsendum einum, þarna er auðlind og hann virðist koma til að taka hana. Engar súlur eða flótti frá Haraldi hárfagra, altso.“ Kenning Bergsveins er að sagan af Geirmundi hafi ekki hentað þeirri sjálfsmynd og baksögu þjóðarinnar sem sagnaritarar vildu miðla þegar flestar Íslendingasögurnar voru skrifaðar á 13. öld. Þegar Íslendingar voru að móta hugmynd um landið sem jafnræðisþjóðfélag hentaði ekki að hampa Geirmundi sem var smá­ konungur, þrælahaldari og dekkri á hörund en hinar hefðbundnu nor­ rænu hetjur. „Sú glansmynd sem var búin til var hins vegar ekki alveg sönn. Hún var gerð til að fegra og búa til gullna fortíð. En ég tel að það sé mjög tíma­ bært að taka þetta upp og velta fyrir okkur hvert raunverulegt upphaf Ís­ lands hafi verið,“ segir Bergsveinn. Ekki annars eðlis en hinar Íslendingasögurnar „Það er aðeins stigs­ en ekki eðlis­ munur á því sem ég er að gera og því sem höfundar Íslendingasagn­ anna voru að gera fyrir átta hund­ ruð árum,“ segir Bergsveinn um vinnuna á bak við söguna. Undanfarin ár hefur hann rann­ sakað landnámsmanninn í þaula. Hann hefur grafið upp, safnað saman og rýnt í allar mögulegar heimildir um Geirmund og sam­ félagið á þessum tíma og reynt að finna samhengi í þær heimildir. Þá Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Ekki einhver fornfræðaþurs n Bergsveinn Birgisson segir Geirmundarsögu eiga erindi við samtímann n Skrifuð á fornmáli G osminjasýningin Eldheimar í Vestmannaeyjum hlaut Hönnunarverðlaun Íslands sem voru veitt í annað sinn á Kjarvalsstöðum á þriðjudag. Þá hlaut stoðtækjafyrirtækið Össur verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015. Eldheimar er verk Axels Hallkels Jóhannessonar sýningarhönnuðar, Gagarín, sem hannaði gagnvirkan sýningarhluta, arkitektsins Margrét­ ar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarki­ tekts. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel út­ færðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirk­ um hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótví­ rætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“ Að launum fær sigurvegarinn pen­ ingaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, en þau eru veitt af iðnaðar­ og viðskiptaráðherra Önnur verkefni sem hlutu til­ nefningar í ár voru landslagsverk­ ið Allt til eilífðar eftir Studio Granda og Kristin E. Hrafnsson, Íslenski fán­ inn eftir grafíska hönnuðinn Hörð Lárusson, skartgripalínan Primitiva eftir Katrínu Ólínu Pétursdóttur og fatahönnun Anítu Hirlekar. n kristjan@dv.is Eldheimar hlutu Hönnunarverðlaunin „Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt“ Úr listheiminum Listahátíð í Reykjavík verður haldin á tveggja ára fresti eft­ir árið 2016. Þetta var ákveðið á ársfundi fulltrúaráðs hátíðar­ innar og er markmiðið með breytingunni sagt vera að efla hátíðina listrænt og rekstrarlega. Tekjur hátíðarinnar hafa dreg­ ist mjög saman á síðasta áratug meðal annars vegna lækkandi framlaga opinberra aðila. Á sama fundi tók Þór­unn Sig­ urðardóttir við af Kjartani Erni Ólafssyni sem stjórnarformaður hátíðarinnar. Þórunn var listrænn stjórnandi Listahátíðar frá 2000 til 2008 og stjórnarformaður hennar árin 1996 til 1998. Framleiðslu­fyrirtæk­ið Pegasus hefur keypt kvikmynda­ rétt á Nautinu, nýjustu skáldsögu Stefáns Mána. Baldvin Z hefur verið fenginn til að leikstýra og er ætlunin að gera sjónvarps­ þætti eftir úr bókinni. Danslífið í Reykjavík er blóm­legt þessa dagana. Vel heppnuð nóvemberútgáfa Reykjavík Dance Festival fór fram um daginn. Þá eru þrjár nýjar íslenskar danssýningar sýndar í leikhúsum borgarinn­ ar: Og himinninn kristallast í Borgarleikhúsinu, The Valley og This conversation is missing a point í Tjarnarbíói. En aukasýn­ ing verður á þeirri síðastnefndu á mánudagskvöld vegna mikilla vinsælda. Fiskarnir hafa engar fætur eftir Jón Kalman Stefánsson er besta erlenda skáldsagan sem gef­ in var út í Frakklandi árið 2015 samkvæmt franska bókmennta­ tímaritinu Lire. Þetta var til­ kynnt í París á miðvikudags­ kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.