Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Qupperneq 84

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Qupperneq 84
Helgarblað 27.–30. nóvember 201568 Menning Smáatriðin skipta öllu máli Mark Lewisohn hefur skrifað ítarlegustu bók sem komið hefur út um sögu bítlanna S aga Bítlanna er ein af þessum örfáu sögum í lífinu þar sem hvert einasta smá­ atriði er gríðaráhugavert og skiptir miklu máli fyrir heildarmyndina,“ segir Mark Lewis­ ohn, einn allra helsti Bítlafræðingur heims. Á dögunum kom út á íslensku bókin Bítlarnir telja í, fyrsta bókin í þríleik Lewisohn um sögu þessarar frægustu hljómsveitar heims. Sagan hefur líklega aldrei verið sögð af meiri nákvæmni. Þrátt fyrir að hún endi um það leyti sem hljómsveitin slær fyrst í gegn er hún rétt um 1.000 síður, tæplega 400 þúsund orð, tvö kíló af ástríðufullri Bítlasagnfræði. Lewisohn lætur sögu Bítlanna hefjast í kartöfluhallærinu og hungursneyðinni á Írlandi árið 1845 en þá flúðu írskir forfeður Johns Lennon yfir til Englands. Hann segir frá æsku Bítlanna í Liverpool, tónlistaráhuganum, fyrstu hljóm­ sveitarárunum og sukkinu þegar þeir spiluðu á strippbúllum í þýsku hafnarborginni Hamborg. Bókin endar svo þegar þeir standa á barmi heimsfrægðar eftir að hafa tekið upp fyrstu breiðskífu sína fyrir Parlo­ phone­útgáfuna: Please Please Me. Áttu allir óvenjulega ævi Hinn 57 ára gamli Mark Lewisohn er sjálflærður Bítlasagnfræðingur en viðurkennir að hann sé með lím­ heila, söfnunar­ og skipulagsáráttu á háu stigi og sé því einkar vel til þess fallinn að skrifa söguna. Hann hefur unnið í um áratug að bókinni, stund­ aði rannsóknir í sex ár, notaði þrjú ár í að skrifa og eitt ár í að búa hana til útgáfu. Hann segir að smáatriðunum sé alls ekki ofaukið í bókinni: „Ef höf­ undur kann ekki að nota smáatriði og treður inn alls konar stað­ reyndum sem skipta engu máli getur hann gert bók hundleiðinlega og þreyt­ andi, en það vill bara svo til að ég kann að nota smáat­ riðin þannig að lesendum finnst þeir vera að upplifa atburðina,“ segir Lewisohn. Hann segir raunar einstakt hversu sérstök og áhugaverð saga Bítlanna sé alveg sama hversu djúpt maður grafi. „Rolling Stones er til dæmis frábær hljóm­ sveit en það væri ómögulegt að skrifa svona ítarlega bók um æskuár þeirra – hún væri ekkert spennandi. En hver og einn Bítlanna átti óvenju­ lega ævi allt frá fæðingu. Smáatriðin varpa ljósi á hverjir þeir urðu síðar meir. Maður skilur betur leiðtoga­ hæfileika og sterkan persónuleika Johns Lennon sem endurómar svo í öllu því sem Bítlarnir gerðu. Hann leiddi gengi æskuvinanna eins og hann leiddi Bítlana síðar meir. Maður skilur betur hæfileika Pauls McCart­ ney, en líka sjálfsöryggi hans og of­ næmi fyrir því að aðrir segðu honum fyrir verkum. Maður öðlast skilning á þögulli staðfestu og einbeitingu Georges Harrison og svo skilur mað­ ur hvernig lífsháski sem Ringo lenti í mótaði sterkan persónuleika hans,“ segir Lewisohn. „Fjölskyldur þeirra eru líka áhuga­ verðar og Liverpool er gríðarlega áhugaverður og litríkur staður. Í gegn­ um aldirnar hafa íbúar oft lent illa í lífinu, borgin skemmdist illa í heims­ styrjöldinni, þarna er mikill húmor og mikil drykkja, lífið hefur verið erfitt þar og mótað harðgert fólk. Bítlarnir hefðu varla getað komið frá öðrum stað. Liverpool er í blóðinu og lífs­ viðhorfi þeirra,“ segir Lewisohn. Eru einhver ákveðin atriði sem þér finnst fólk hafa misskilið í gegn- um tíðina um feril þeirra? „Þau eru fjölmörg, en Bítla­ fræðingar endurtaka oft þann misskilning að umboðsmaðurinn þeirra, Brian Epstein, hafi vafið þeim um fingur sér og breytt þeim svo þeir yrðu aðgengilegri. En þetta voru menn með mjög sterkar skoðanir og sterkan vilja og þeir gerðu aldrei neitt sem þeir vildu ekki sjálfir,“ segir hann. Mest spennandi saga í heimi Í meira en 35 ár hefur Lewisohn skrifað um Bítlana, en hann var rétt um tvítugt þegar hann hóf sínar eig­ in rannsóknir á sögu hljómsveitar­ innar. „Jafnvel á þeim tíma var fólk farið að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð meira að vita um þessa menn. En ég komst að því mjög fljótt að ef maður stund­ aði skipulega rann­ sóknarvinnu var maður strax farinn að grafa upp hluti sem enginn hafði fundið áður. Ég varð fyr­ ir miklum vonbrigðum að höfundar þeirra bóka sem ég hafði lesið höfðu ekki rannsakað efnið al­ mennilega. Kannski var það vegna þess að popp átti bara að vera einnota tón­ list. Þessi tónlist var ekki álitin hafa nokkuð listrænt gildi og menn töldu að hún yrði horfin daginn eftir. En eftir því sem tíminn hefur liðið höf­ um við séð að tónlistin lifir áfram og hefur enn gríðarleg áhrif.“ Svona ævisögur tónlistarmanna bera það oft með sér að vera eins og dýrlingasögur af helgum mönnum, ert þú á þeim slóðum? „Nei, þetta er bók sem fjallar um unga menn sem hugsa öðruvísi en allir aðrir, hafa sterkan vilja og þrá að gera hlutina á sinn hátt. Þeir vildu auðvitað slá í gegn, en ef það hefði ekki tekist hefðu þeir verið sáttir því þeir voru alltaf trúir sjálfum sér. Þetta eru ekki helgir menn eða dýrlingar. Ég vildi ekki skrifa dýrlingatölu. Ég vildi ekki skrifa bók sem hrósar bara. Ég hrósa tónlistinni þeirra raunar ekki neitt í bókinni,“ segir Lewisohn. „Þessi saga hefur verið sögð á sama hátt aftur og aftur og aftur. Fimm hundruð bókum seinna er sagan orðin flöt og útjöskuð. En ég vissi að á ákveðnum tímapunkti hafði sagan verið sú mest spennandi í heiminum. Mig langaði að endur­ uppgötva þá spennu sem sagan hafði til að byrja með og skrifa bók­ ina á þann hátt að atriðin hoppuðu upp af blaðsíðunum.“ n Uppáhaldslag Bítlafræðingsins „Ég á mér ekki eitt uppáhaldslag með Bítlunum. Þeir tóku upp um 215 lög og ég gæti kannski þrengt hringinn niður í 150. Það breytist því dag frá degi, en ef ég ætti að nefna eitthvað í dag væri það líklega *Happiness is a warm gun*. Eins og svo mörg laga þeirra þreytist það ekkert við ítrekaða hlustun, jafnvel eftir hundruð skipta. Það fangar eitthvert augnablik svo fallega, bæði tónsmíðin og upptakan sjálf. Það er svo frumlegt þó að maður heyri skýrt hvaðan áhrifin koma.“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Einn virtasti Bítla- sérfræðingur heims Mark Lewisohn tók 10 ár í að skrifa fyrsta hluta þríleiks síns um sögu Bítlanna. Hann vonast til að næsta bók komi út árið 2020. Mynd SiGtryGGur Ari Í Hamburg Bítlarnir léku leðurklæddir á næturklúbbum og stripp-búllum í Hamburg áður en þeir slógu í gegn. Metsölulisti Eymundsson 18. nóv.–24. nóv. 2015 yrsa Sigurðardóttir Allar bækur Innbundin skáldverk 1 SogiðYrsa Sigurðardóttir 2 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 3 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson 4 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir 5 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 6 Vísindabók Villa - Geimurinn Vilhelm Anton Jónsson / Sævar Helgi Bragason 7 Og svo tjöllum við í okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson 8 Brynhildur Georgía Björnsson Ragnhildur Thorlacius 9 Mamma klikk!Gunnar Helgason 10 Kafteinn Ofurbrók og endurkoma Dav Pilkey 1 SogiðYrsa Sigurdardottir 2 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 3 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir 4 Og svo tjöllum við í okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson 5 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 6 NautiðStefán Máni 7 HundadagarEinar Már Guðmundsson 8 Geirmundar saga heljarskinns Bergsveinn Birgisson 9 ÚtlaginnJón Gnarr 10 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.