Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 87

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 87
B A R Á T T A N G E G N K R A B B A M E I N I STÖÐVUM KRABBAMEIN Í FÆÐINGU Sérfræðingar eru flestir sammála um að leitin að auðveldari greiningu og lækningu á krabbameini sé komin á nýtt stig og að framundan sé bylting í baráttunni við krabbameinsvána. Til að auðvelda þessa jákvæðu þróun í krabbameinsrannsóknum hefur Blái naglinn hafið samstarf við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans um kaup á tækjabúnaði. Blái naglinn hefur hafið fjársöfnun fyrir erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans. Samstarf Bláa naglans og Landspítalans Markmið samstarfsins er m.a. að búa til skimunar- próf sem getur greint mismunandi krabbamein í líkams vökvum og að hægt verði að framkvæma þetta próf með eins einföldum og ódýrum hætti og frekast er unnt. Tekið yrði blóðsýni og það rannsakað. Í þessari nýju greiningu yrði mögulegt að finna vísbendingar um hvort einstaklingurinn sé að þróa með sér krabba- mein eða ekki. Ef hægt verður að sjá breytingar sem væru byrjun á krabbameini – sem ekki hefði enn valdið líkamlegum einkennum – þá væri hægt að bregðast við fyrr með frekari rannsóknum og í fram- haldinu, viðeigandi meðferð. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að leggja fé til átaksins, í styrktarsjóð Bláa naglans, fé sem rennur í lok ársins til erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans. Reikningsnúmer styrktarsjóðs Bláa naglans: 537-26-350350 (Kennitala: 450700-3390) Blái naglinn er átak sem snýst um vitundarvakningu um krabbamein á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.