Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 10
SKAGFIRÐINGABÓK
10
drengja og stúlkna á sama reki; folke-
skolen danski svarar til þess sem nú heitir
grunnskóli á íslensku, áður barna- og
gagnfræðaskóli. Bang tók gagnfræðapróf
í Árósum 1922 og lauk þá jafnframt
aukaprófum í stærðfræði og latínu. Þá
um haustið hóf hann nám í Toftlund
Apotek hjá frænda sínum og síðar Sct.
Pauls Apotek í Árósum og lauk því með
Exam. Pharm. prófi í október 1926 og
hélt þá þegar til Íslands. Hér átti hann
þess kost að verða aðstoðarlyfjafræðingur,
fyrst í Laugavegsapóteki, síðar í Hafnar-
fjarðarapóteki til 1930, en í apríl það
ár hóf hann nám í Den farmaceutiske
Læreanstalt í Kaupmannahöfn og lauk
Ole Bang þriggja ára.
Ljósm.: Úr einkasafni
því tveimur árum síðar, í apríl 1932.
Væntanlega hefur hann átt eitthvert
sparifé til að kosta námið, en það dugði
ekki til. Þann 10. maí 1932 fékk hann
3.000 kr. lán, vafalaust danskar kr., hjá
J.O.J. Wulff apótekara í Munkeapotheket
í Árósum. Lánið var með 4% vöxtum og
skyldi greiðast fyrir árslok. Í sjálfu sér sýnir
það traust á Bang og að tekjumöguleikar á
Króknum hafa verið góðir; Axel og Otto
Bang ábyrgðust lánið. En af hverju lærði
Bang lyfjafræði? Hann svarar því sjálfur í
viðtali við Björn Daníelsson skólastjóra.
Björn spyr:
„– Er þetta lyfjasull ekki þreytandi,
hversvegna lagðirðu það fyrir þig?
– Þetta er dálítið í ættinni. Pabbi var
kennari við barnaskóla og tekniskan skóla.
Fjögur systkini hans voru lyfjafræðingar
og tvö af þeim voru apótekarar. Afi var
héraðslæknir í Struer milli 30 og 40 ár, í
Struer við Limafjörðinn.
– En hversvegna hérna?
– Veit ekki, kannske voru það forlög-
in – slíku er ekki svo gott að svara. Ég
hugsaði mér aldrei að setjast hér að fyrir
fullt og allt, hafði heyrt að hér væri hægt
að græða mikla peninga á fáum árum. Svo
ætlaði ég auðvitað að fara út aftur, en þetta
fór allt öðru vísi, og ég sé ekkert eftir því.“
Meðan á náminu stóð fékk Bang
veitingu fyrir Sauðárkróks Apóteki frá og
með 1. nóvember 1931, en Kjeld Enemark
lyfjafræðingur gegndi starfi apótekara
meðan Bang lauk lyfjafræðingsprófi. En
fleira þurfti til. Jónas Jónsson frá Hriflu
var heilbrigðisráðherra og þurfti Bang
til hans að sækja. „Ég hafði meðmæli
frá Emil Jónssyni, sem var bæjarstjóri í
Hafnarfirði, – einnig hafði ég meðmæli
frá Skúla Guðmundssyni, alþingismanni.
Hann var þá skrifstofustjóri við einhverja