Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 189

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 189
MINNINGABROT ÚR SKAGAFIRÐI 189 hestunum. Þá varð ég glöð, því þá hafði ég fleiri tækifæri til að gleðja hann eitthvað. En ómögulega gat ég kennt honum að éta mat, svo ég kveið því að hann myndi verða eins styggur og óþægur við mig og aðra næsta sumar. En það fór á aðra leið. Sumarið eftir var hann aldrei svo trylltur í leik í stóði að hann kæmi ekki til mín um leið og ég kallaði „Frosti minn“. En þessi gæði komu ekki fram nema við mig. Hann var jafn styggur við alla aðra eftir sem áður, svo að þegar átti að nota hann varð annaðhvort að reka hann í rétt eða ég að sækja hann. En mér þótti vænt um styggðina hans og tryggðina. Hann var alltaf, meðan ég var honum samtíða, jafn óþægur við piltana og ekki varð hann járnaður nema ég héldi í hann. Þá átti ég oft erfitt með að passa að hann biti ekki óþægilega í þann sem hélt fætinum. Eitt var sem hann hafði fyrir fastan sið á yngri árum sínum. Hver sem notaði hann, þótt verið væri í hópi með mörgu fólki, þá lét hann engan taka sig nema þann eina mann, alveg sama þó reiðtygi væru á honum og taumur niðri. Þegar ég fór heiman að í seinna skipt- ið (haustið 1919) bað ég fóstru mína að vera góða við hann þegar hún gæti. Þá gerði ég ekki ráð fyrir að ég væri að fara alfarin þótt það yrði svo. En þegar ég kom aftur eftir tæp tvö ár þá fór ég samdægurs í hagann að vita hvort hann þekkti mig. Ég kallaði á hann af gömlum vana, hann leit snögglega upp og reisti sig, svo færði hann sig hægt og hægt til mín, þar til hann gat þefað af hendi minni, en ég talaði við hann. Tíu sinnum sneri hann frá en kom alltaf aftur, þar til hann lagði höfuðið að brjósti mínu og ég strauk hann og klappaði. Blessaður klárinn minn, hann þekkti mig alltaf, þegar ég kom heim, en fóstra mín sagði mér að hann væri kaldlyndur síðan ég fór og þýddist ekki vinahót, nema helst hennar. Líka sagði hún mér að nú næðist hann aldrei nema reka hann heim. Mér hefur oft sárnað hugsunarleysi manna gagnvart skepnum því falslausari vinátta er ekki til en hjá þessum svo- kölluðu skynlausu skepnum. Ég vildi óska að öllum börnum yrði kennt að líta á skepnurnar sem vini sína en ekki sem tilfinningalausa hluti sem alveg er sama hvernig með er farið. Hlýlegt samband manns og hests. Steinunn Hjálmars- dóttir með vini sínum. Eigandi myndar: Hjörtur Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.