Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 189
MINNINGABROT ÚR SKAGAFIRÐI
189
hestunum. Þá varð ég glöð, því þá hafði ég
fleiri tækifæri til að gleðja hann eitthvað.
En ómögulega gat ég kennt honum að
éta mat, svo ég kveið því að hann myndi
verða eins styggur og óþægur við mig og
aðra næsta sumar. En það fór á aðra leið.
Sumarið eftir var hann aldrei svo trylltur
í leik í stóði að hann kæmi ekki til mín
um leið og ég kallaði „Frosti minn“.
En þessi gæði komu ekki fram nema
við mig. Hann var jafn styggur við alla
aðra eftir sem áður, svo að þegar átti að
nota hann varð annaðhvort að reka hann
í rétt eða ég að sækja hann. En mér þótti
vænt um styggðina hans og tryggðina.
Hann var alltaf, meðan ég var honum
samtíða, jafn óþægur við piltana og
ekki varð hann járnaður nema ég héldi
í hann. Þá átti ég oft erfitt með að passa
að hann biti ekki óþægilega í þann sem
hélt fætinum. Eitt var sem hann hafði
fyrir fastan sið á yngri árum sínum. Hver
sem notaði hann, þótt verið væri í hópi
með mörgu fólki, þá lét hann engan taka
sig nema þann eina mann, alveg sama þó
reiðtygi væru á honum og taumur niðri.
Þegar ég fór heiman að í seinna skipt-
ið (haustið 1919) bað ég fóstru mína
að vera góða við hann þegar hún gæti.
Þá gerði ég ekki ráð fyrir að ég væri að
fara alfarin þótt það yrði svo. En þegar
ég kom aftur eftir tæp tvö ár þá fór ég
samdægurs í hagann að vita hvort hann
þekkti mig. Ég kallaði á hann af gömlum
vana, hann leit snögglega upp og reisti
sig, svo færði hann sig hægt og hægt
til mín, þar til hann gat þefað af hendi
minni, en ég talaði við hann. Tíu sinnum
sneri hann frá en kom alltaf aftur, þar til
hann lagði höfuðið að brjósti mínu og ég
strauk hann og klappaði.
Blessaður klárinn minn, hann þekkti
mig alltaf, þegar ég kom heim, en fóstra
mín sagði mér að hann væri kaldlyndur
síðan ég fór og þýddist ekki vinahót,
nema helst hennar. Líka sagði hún mér
að nú næðist hann aldrei nema reka hann
heim.
Mér hefur oft sárnað hugsunarleysi
manna gagnvart skepnum því falslausari
vinátta er ekki til en hjá þessum svo-
kölluðu skynlausu skepnum. Ég vildi
óska að öllum börnum yrði kennt að líta
á skepnurnar sem vini sína en ekki sem
tilfinningalausa hluti sem alveg er sama
hvernig með er farið.
Hlýlegt samband manns og
hests. Steinunn Hjálmars-
dóttir með vini sínum.
Eigandi myndar:
Hjörtur Þórarinsson