Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 131

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 131
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU 131 Loks er þessi áletrun með gotnesku letri: Þennann Skijrnar Saa Hefur Uthoggvid Gudmundur Gudmundsson Epter Forlæge og firersogn Vird(uglegs) H(erra) Gijsla Thorlakssonar Biskups a Holum 1674. Í bókinni Um Hóladómkirkju, segir Þor- steinn Gunnarsson um skírnarsáinn: Skírnarsárinn stendur í miðjum ganginum norðanmegin, ívið sunnar en í upphafi, og settur undir hann fótur frá 1886 en áður stóð hann á ferhyrndum fæti af tilhöggn- um rauðum steini með strikuðum brúnum og svofelldri áletrun: Soli Deo Gloria 1762. Þann umbúnað gerði Sabinsky múrari og var þessi stöpull 20 cm lægri en sá yngri. Sárinn er gerður af gráu klébergi (fitusteini) og finnst sú bergtegund ekki hér á landi en er algeng bæði á Græn- landi og í Noregi. Hann er fagurlega höggvinn í barokkstíl af Guðmundi Guð- mundssyni skurðlistarmanni og bónda í Bjarnastaðahlíð. (ÞG 1993, 46) Í grein Kristjáns Eldjárns, „Íslenzkur barokkmeistari“, segir: Víðkunnasta listaverk Guðmundar smiðs er skírnarfonturinn í Hóladómkirkju, . . . sem . . . er annar þeirra tveggja hluta, sem beinlínis er merktur honum. . . . Skírnarfonturinn á Hólum er mjög fallega gerður, án efa eitt bezta hagleiksverk, sem við eigum frá fyrri tíð. En hann er einnig ómetanleg heimild um list Guðmundar smiðs og leiðbeining til að þekkja aðra smíðisgripi hans, þar sem á honum eru jöfnum höndum sýnishorn af skrautverki, myndagerð og leturgerð Guðmundar. (KE 1961, 146–147) Hér á eftir verður gerð frekari grein fyrir skírnarsánum og ýmsu sem honum er tengt. Greinin er að hluta byggð á rannsókn norska listfræðingsins Monu Bramer Solhaug, sem ástæða er til að kynna lesendum betur en gert hefur verið. Solhaug hefur mikið rannsakað forna skírnarfonta í Noregi og m.a. skrifað um þá tveggja binda doktorsritgerð (Osló 2000). Hér verður bætt við efni sem er nýtt í þessu samhengi, um fyrirmyndir að myndefninu á fontinum og fleira. Grein Monu Bramer Solhaug Í ÁRBÓK Hins íslenska fornleifafélags 2006–2007 er grein eftir norska list- fræðinginn Monu Bramer Solhaug: „Skírnarsárinn í Hóladómkirkju. Um- breyttur norskur skírnarfontur frá miðöldum.“ Þar kemst hún að þeirri niðurstöðu að skírnarsárinn á Hólum sé í raun norskur miðaldafontur, sem hefur verið höggvinn að nýju. Hann er náskyldur fjórum norskum skírnar- fontum úr klébergi, svokölluðum tunnu- fontum, sem eru í kirkjum á Hörðalandi og Rogalandi í Vestur-Noregi og gætu hafa verið smíðaðir í Björgvin (frekar en Stafangri) á árabilinu 1200–1250, en erfitt er þó að tímasetja þá nákvæmlega.6 Tunnufontarnir eru í kirkjunni í Orre 6 Tunnulagið er ekki mjög áberandi á Hólafontinum, enda er skrautverkið á hliðunum nokkuð djúpt höggvið. Kristján Eldjárn (1961, 147) telur líklegt að „Guðmundur smiður, eða þeir Hólamenn, hafi pantað steininn frá Noregi.“ Hann gerir ráð fyrir að steinninn hafi komið ómótaður til landsins, sbr. Kristján Eldjárn (1963, 30). Þóra Kristjánsdóttir (2005, 58) segir að Hólafonturinn líkist fremur miðaldafontum en þeim fontum sem komu í kirkjurnar eftir siðaskipti, og vísar um það í sendibréf frá Monu Solhaug, 25. ágúst 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.